Jarðgöng í gegnum Reynisfjall á dagskrá - Tökum höndum saman! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 4. september 2024 23:02 Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Fyrir liggur kjörin lýðræðislegur meirihluti í Mýrdalshreppi fyrir þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Einnig má benda á afgerandi umsagnir frá Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði vegna umhverfismatsins þar sem talað er með jarðgöngum. Rökin á bakvið þær umsagnir eru greiðfærni og umferðaröryggissjónarmið. Enda er hér um að ræða mikið hagsmunamál ekki aðeins fyrir þá sem búa á svæðinu sem um ræðir, þessi framkvæmd mun hafa afar jákvæð áhrif allt austur á firði. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að ekki er hægt að lesa annað út úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en að öruggasta og greiðfærasta leiðin er nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Miðað við umferðartölur Vegagerðarinnar má ætla að Reynisfjallsgöng yrðu önnur umferðarmestu göng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Meðaltal dagsumferðar á veginum við Reynisfjall árið 2023 voru 2900 bílar. Ef við gefum okkur þessa tölu og miðum við að 1 ferð í gegnum göngin myndi kosta kr. 1000, þá myndi það skila á einu ári kr. 1.058.500.000. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér það að allir nýti sér öruggustu og greiðfærustu leiðina og fari í gegnum göngin. En miðað við það að umferðin haldi áfram að vaxa, eins og kemur m.a. fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þá eru Reynisfjallsgöng framkvæmd sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Lengd jarðgangnanna er áætluð 1500 metrar og til að setja það í samanburð eru Almannaskarðgöng 1300 metrar. Þau kostuðu eftir því sem ég kemst næst 1,1 milljarð króna árið 2004 sem í dag myndi reiknast sem 3 milljarðar króna. Kostnaður við jarðgagnagerð í gegnum Reynisfjall myndi kosta ein og sér 10,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Það skal ítrekað að hér er aðeins átt við að gera jarðgöng í gegnum þessa 1500 metra, inni í þessari tölu er engin vegtenging. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi tala er grunnsamlega há og afar erfitt að skilja hvernig þetta megi standast. Til að setja þetta í samhengi gerir áætlunin ráð fyrir að kostnaður á 1000 metra í Reynisfjallsgöngum sé u.þ.b. tvisvar sinnum hærri en áætlaður kostnaður á 1000 metra í Fjarðarheiðargöngum og framkvæmdakostnaður var á 1000 metra í Vaðlaheiðargöngum. Það er ekkert leyndarmál að uppsöfnuð viðhaldsskuld á íslenska vegakerfinu er gríðarleg. Til þess að létta á þessari miklu þörf til samgöngubóta þarf að bregðast við og hugsa út fyrir kassann. Reynisfjallsgöng virðast ekki vera á áætlunum ríkisins í nánustu framtíð. Því er á þessum tímapunkti vert að skoða aðra möguleika til að tryggja að samgöngur hér þróist í takt við tímann. Það er til leið sem þegar hefur sannað gildi sitt. Að farin verði sama leið og gerð var vegna Hvalfjarðarganga. Þar sem sveitarfélög ásamt fleiri opinberum aðilum og fyrirtækjum komu að stofnun hlutafélags sem sá um undirbúningsvinnu og síðar rekstur gangnanna. Þar sem göngin voru í raun einkafyrirtæki frá opnun og þar til þau voru afhent ríkinu skuldlaus árið 2018. Einkaframkvæmd sem heppnaðist vel og jafnvel betur enn fólk gerði sér vonir um. Fyrst þetta var hægt á tíunda áratug síðustu aldar, hlýtur þetta líka að vera framkvæmanlegt núna. Ég skora því hér með á þau sveitarfélög og fjölmörgu fyrirtæki sem hafa hagsmuni af þessari framkvæmd til að taka höndum saman, hefja samtalið, og stofna hlutafélag með það að markmiði að Reynisfjallsgöng verði að veruleika. Höfundur er 24 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Fyrir liggur kjörin lýðræðislegur meirihluti í Mýrdalshreppi fyrir þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Einnig má benda á afgerandi umsagnir frá Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði vegna umhverfismatsins þar sem talað er með jarðgöngum. Rökin á bakvið þær umsagnir eru greiðfærni og umferðaröryggissjónarmið. Enda er hér um að ræða mikið hagsmunamál ekki aðeins fyrir þá sem búa á svæðinu sem um ræðir, þessi framkvæmd mun hafa afar jákvæð áhrif allt austur á firði. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að ekki er hægt að lesa annað út úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en að öruggasta og greiðfærasta leiðin er nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Miðað við umferðartölur Vegagerðarinnar má ætla að Reynisfjallsgöng yrðu önnur umferðarmestu göng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Meðaltal dagsumferðar á veginum við Reynisfjall árið 2023 voru 2900 bílar. Ef við gefum okkur þessa tölu og miðum við að 1 ferð í gegnum göngin myndi kosta kr. 1000, þá myndi það skila á einu ári kr. 1.058.500.000. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér það að allir nýti sér öruggustu og greiðfærustu leiðina og fari í gegnum göngin. En miðað við það að umferðin haldi áfram að vaxa, eins og kemur m.a. fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þá eru Reynisfjallsgöng framkvæmd sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Lengd jarðgangnanna er áætluð 1500 metrar og til að setja það í samanburð eru Almannaskarðgöng 1300 metrar. Þau kostuðu eftir því sem ég kemst næst 1,1 milljarð króna árið 2004 sem í dag myndi reiknast sem 3 milljarðar króna. Kostnaður við jarðgagnagerð í gegnum Reynisfjall myndi kosta ein og sér 10,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Það skal ítrekað að hér er aðeins átt við að gera jarðgöng í gegnum þessa 1500 metra, inni í þessari tölu er engin vegtenging. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi tala er grunnsamlega há og afar erfitt að skilja hvernig þetta megi standast. Til að setja þetta í samhengi gerir áætlunin ráð fyrir að kostnaður á 1000 metra í Reynisfjallsgöngum sé u.þ.b. tvisvar sinnum hærri en áætlaður kostnaður á 1000 metra í Fjarðarheiðargöngum og framkvæmdakostnaður var á 1000 metra í Vaðlaheiðargöngum. Það er ekkert leyndarmál að uppsöfnuð viðhaldsskuld á íslenska vegakerfinu er gríðarleg. Til þess að létta á þessari miklu þörf til samgöngubóta þarf að bregðast við og hugsa út fyrir kassann. Reynisfjallsgöng virðast ekki vera á áætlunum ríkisins í nánustu framtíð. Því er á þessum tímapunkti vert að skoða aðra möguleika til að tryggja að samgöngur hér þróist í takt við tímann. Það er til leið sem þegar hefur sannað gildi sitt. Að farin verði sama leið og gerð var vegna Hvalfjarðarganga. Þar sem sveitarfélög ásamt fleiri opinberum aðilum og fyrirtækjum komu að stofnun hlutafélags sem sá um undirbúningsvinnu og síðar rekstur gangnanna. Þar sem göngin voru í raun einkafyrirtæki frá opnun og þar til þau voru afhent ríkinu skuldlaus árið 2018. Einkaframkvæmd sem heppnaðist vel og jafnvel betur enn fólk gerði sér vonir um. Fyrst þetta var hægt á tíunda áratug síðustu aldar, hlýtur þetta líka að vera framkvæmanlegt núna. Ég skora því hér með á þau sveitarfélög og fjölmörgu fyrirtæki sem hafa hagsmuni af þessari framkvæmd til að taka höndum saman, hefja samtalið, og stofna hlutafélag með það að markmiði að Reynisfjallsgöng verði að veruleika. Höfundur er 24 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun