Umfjöllun: Ísland - Svartfjallaland 2-0 | Byrja á sögulegum sigri Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 20:32 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar með Jóhanni Berg og Loga Tómassyni, eftir að hafa komið Íslandi í 2-0. vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. Orri Steinn Óskarsson, nýorðinn dýrasti leikmaður í sögu FC Kaupmannahafnar og Real Sociedad, kom Íslandi yfir á 39. mínútu með frábærum, föstum skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Seinna mark Íslands kom einnig eftir hornspyrnu, í þetta sinn frá Gylfa Þór Sigurðssyni sem var mættur aftur í byrjunarliðið eftir árs hlé. Jón Dagur Þorsteinsson stangaði boltann inn. Þetta er fyrsti sigur Íslands frá stofnun Þjóðadeildarinnar, á fjórðu leiktíðinni, en fyrstu tvær leiktíðirnar lék íslenska liðið í A-deild. Nú er það í B-deild og mætir næst Tyrklandi á útivelli á mánudagskvöld. Ísland er efst í sínum riðli því Wales og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli í Wales í kvöld, þar sem Baris Alper Yilmaz fékk rauða spjaldið. Hann verður því ekki með gegn Íslendingum. Það er vert að hafa í huga að sigur í riðlinum gæti tryggt Íslandi sæti í umspili fyrir HM 2026, sem og auðvitað sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Vissulega fimm leikir eftir í haust en maður má láta sig dreyma. Það er vert að hafa í huga að Ísland varð fyrir miklum áföllum í aðdraganda leiksins, með meiðslum Hákons Arnars Haraldssonar og Sverris Inga Ingasonar, auk þess sem Albert Guðmundsson kemur ekki til greina. Engu að síður var frammistaðan örugg og fumlaus, en án flugeldasýningar. Það var margt kunnuglegt við sigur Íslands í kvöld. Haustlegt veður sem virtist stífa gestaliðið, Gylfi og Jóhann á miðjunni, og föst leikatriði lykillinn að frábærum sigri fyrir framan líflega stuðningsmenn. Það hafa ekkert komið allt of mörg svona kvöld í Laugardalnum síðustu ár en þeim er vonandi að fjölga, og strákarnir hafa núna unnið þrjá af síðustu fjórum heimaleikjum, og gert eitt jafntefli. Íslenska liðið var sterkara frá upphafi leiks, þó að yfirburðirnir hafi ekki verið miklir. Orri og Gylfi voru strax ógnandi, á meðan að Hákon Rafn Valdimarsson þurfti lítið að gera í marki Íslands en hann var samt alltaf öryggið uppmálað þegar þess þurfti. Markið mikilvæga frá Orra lá kannski ekki alveg í loftinu, en Orri flaug hins vegar í loftinu og stangaði boltann glæsilega í markið. Skallinn frá Jóni Degi var ekki síðri og hornspyrnurnar frábærlega heppnaðar. Auk þess reyndi íslenska liðið að nýta löng innköst eins og áður, í þetta sinn úr smiðju Stefáns Teits Þórðarsonar sem var mjög öflugur á miðjunni og nýtti tækifærið vel. Það er auðvitað algjört lykilatriði fyrir Ísland að föst leikatriði skili einhverju, og spurning hvort að innkoma Sölva Geirs Ottesen í þjálfarateymið, þar sem honum er ætlað að sinna þessum málum sérstaklega, sé strax farinn að bera ríkulegan ávöxt. Íslenska liðið var mun nær því að skora fleiri mörk en Svartfellingar, og gerði í þrígang tilkall til þess að fá vítaspyrnu. Rétt eftir fyrra markið hrökk boltinn í hönd varnarmanns en ekkert var dæmt. Í byrjun seinni hálfleiks var svo vítaspyrna dæmd en hinn franski Willy Delajod dró ákvörðun sína svo réttilega til baka, eftir að hafa séð á skjánum að skot Orra var varið með fæti varnarmanns á marklínunni. Orri hefði sem sagt vel getað skorað annað mark í kvöld og vildi sjálfsagt fá vítaspyrnu þegar traðkað virtist á fæti hans eftir hornspyrnu, en enn var enginn sendur á vítapunktinn. Það kom þó ekki að sök, sérstaklega þar sem Jón Dagur skoraði svo á 59. mínútu, og íslenska liðinu tókst að hafa góð tök á leiknum það sem eftir var. Álaginu var vel dreift og hægt að binda vonir við að menn mæti ferskir í leikinn erfiða við Tyrki á mánudaginn. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. 6. september 2024 21:11 Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. 6. september 2024 21:29 Ítalía kom til baka í París og Belgía lagði Ísrael í Ungverjalandi Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrettán sekúndur kom Ítalía til baka gegn Frakklandi þegar þjóðirnar mættust í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu, lokatölur 1-3. Þá fór Kevin De Bruyne mikinn í 3-1 sigri Belgíu á Ísrael. 6. september 2024 21:31
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sögulegan 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld og hóf því nýja leiktíð í Þjóðadeildinni með besta hætti. Orri Steinn Óskarsson, nýorðinn dýrasti leikmaður í sögu FC Kaupmannahafnar og Real Sociedad, kom Íslandi yfir á 39. mínútu með frábærum, föstum skalla eftir hornspyrnu Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Seinna mark Íslands kom einnig eftir hornspyrnu, í þetta sinn frá Gylfa Þór Sigurðssyni sem var mættur aftur í byrjunarliðið eftir árs hlé. Jón Dagur Þorsteinsson stangaði boltann inn. Þetta er fyrsti sigur Íslands frá stofnun Þjóðadeildarinnar, á fjórðu leiktíðinni, en fyrstu tvær leiktíðirnar lék íslenska liðið í A-deild. Nú er það í B-deild og mætir næst Tyrklandi á útivelli á mánudagskvöld. Ísland er efst í sínum riðli því Wales og Tyrkland gerðu markalaust jafntefli í Wales í kvöld, þar sem Baris Alper Yilmaz fékk rauða spjaldið. Hann verður því ekki með gegn Íslendingum. Það er vert að hafa í huga að sigur í riðlinum gæti tryggt Íslandi sæti í umspili fyrir HM 2026, sem og auðvitað sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Vissulega fimm leikir eftir í haust en maður má láta sig dreyma. Það er vert að hafa í huga að Ísland varð fyrir miklum áföllum í aðdraganda leiksins, með meiðslum Hákons Arnars Haraldssonar og Sverris Inga Ingasonar, auk þess sem Albert Guðmundsson kemur ekki til greina. Engu að síður var frammistaðan örugg og fumlaus, en án flugeldasýningar. Það var margt kunnuglegt við sigur Íslands í kvöld. Haustlegt veður sem virtist stífa gestaliðið, Gylfi og Jóhann á miðjunni, og föst leikatriði lykillinn að frábærum sigri fyrir framan líflega stuðningsmenn. Það hafa ekkert komið allt of mörg svona kvöld í Laugardalnum síðustu ár en þeim er vonandi að fjölga, og strákarnir hafa núna unnið þrjá af síðustu fjórum heimaleikjum, og gert eitt jafntefli. Íslenska liðið var sterkara frá upphafi leiks, þó að yfirburðirnir hafi ekki verið miklir. Orri og Gylfi voru strax ógnandi, á meðan að Hákon Rafn Valdimarsson þurfti lítið að gera í marki Íslands en hann var samt alltaf öryggið uppmálað þegar þess þurfti. Markið mikilvæga frá Orra lá kannski ekki alveg í loftinu, en Orri flaug hins vegar í loftinu og stangaði boltann glæsilega í markið. Skallinn frá Jóni Degi var ekki síðri og hornspyrnurnar frábærlega heppnaðar. Auk þess reyndi íslenska liðið að nýta löng innköst eins og áður, í þetta sinn úr smiðju Stefáns Teits Þórðarsonar sem var mjög öflugur á miðjunni og nýtti tækifærið vel. Það er auðvitað algjört lykilatriði fyrir Ísland að föst leikatriði skili einhverju, og spurning hvort að innkoma Sölva Geirs Ottesen í þjálfarateymið, þar sem honum er ætlað að sinna þessum málum sérstaklega, sé strax farinn að bera ríkulegan ávöxt. Íslenska liðið var mun nær því að skora fleiri mörk en Svartfellingar, og gerði í þrígang tilkall til þess að fá vítaspyrnu. Rétt eftir fyrra markið hrökk boltinn í hönd varnarmanns en ekkert var dæmt. Í byrjun seinni hálfleiks var svo vítaspyrna dæmd en hinn franski Willy Delajod dró ákvörðun sína svo réttilega til baka, eftir að hafa séð á skjánum að skot Orra var varið með fæti varnarmanns á marklínunni. Orri hefði sem sagt vel getað skorað annað mark í kvöld og vildi sjálfsagt fá vítaspyrnu þegar traðkað virtist á fæti hans eftir hornspyrnu, en enn var enginn sendur á vítapunktinn. Það kom þó ekki að sök, sérstaklega þar sem Jón Dagur skoraði svo á 59. mínútu, og íslenska liðinu tókst að hafa góð tök á leiknum það sem eftir var. Álaginu var vel dreift og hægt að binda vonir við að menn mæti ferskir í leikinn erfiða við Tyrki á mánudaginn.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. 6. september 2024 21:11 Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. 6. september 2024 21:29 Ítalía kom til baka í París og Belgía lagði Ísrael í Ungverjalandi Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrettán sekúndur kom Ítalía til baka gegn Frakklandi þegar þjóðirnar mættust í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu, lokatölur 1-3. Þá fór Kevin De Bruyne mikinn í 3-1 sigri Belgíu á Ísrael. 6. september 2024 21:31
„Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. 6. september 2024 21:11
Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. 6. september 2024 21:29
Ítalía kom til baka í París og Belgía lagði Ísrael í Ungverjalandi Þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins þrettán sekúndur kom Ítalía til baka gegn Frakklandi þegar þjóðirnar mættust í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu, lokatölur 1-3. Þá fór Kevin De Bruyne mikinn í 3-1 sigri Belgíu á Ísrael. 6. september 2024 21:31
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti