Það er ómögulegur andskoti að læra íslensku! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 5. september 2024 11:31 Fyrsti hluti Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þeirri afsökun sem oft er notuð þegar því er haldið fram að ómögulegt sé að læra íslensku sem annað mál verandi í fullri vinnu á Íslandi. Sem sagt fólk sem býr á Íslandi, vinnur hugsanlega hjá íslensku fyrirtæki, er hluti af íslensku samfélagi, með börn í íslenskum skóla eða á íslenskum leikskóla eða þá í íslensku íþróttafélagi getur samt ómögulega lært íslensku eða tekið framförum í málinu vegna íslensks annríkis. Og svo kann vel að vera að sama fólki eigi íslenska vini, íslenskan maka eða jafnvel íslenska fjölskyldu. Það lifir og hrærist í íslenskum veruleika þar sem íslenska var, síðast er ég vissi, opinbert tungumál. Er ekki dálítið öfugsnúið og skrýtið að það læri ekki íslensku, að það æfist ekki dag fyrir dag í íslensku og verði stöðugt betra í meðförum málsins? Nú vill nefnilega svo til að oftlega kemur fólk til hingað landsins á íslenskunámskeið sem býr erlendis. Fólks sem hefir langt, langt, langt og langt í frá daglegan aðgang að íslensku, fólk sem er í fullri vinnu, oftast vinnu sem tengist tungumálum ekki rassgat. Þetta sama fólk hefir kannski lagt stund á íslensku í eitt til þrjú ár (stundum lengur). Svo kemur það til Íslands á námskeið og að því loknu tekur það próf á B2-stigi (framhaldsstig), sem það stenst og talar auk þess barasta afbragðs íslensku við alla á meðan þeir sem hér búa til margra ára standa lúpulegir við hliðina á viðkomandi (sumir) og babbla áfram á ensku. Undarlegur andskoti það. Já, er ekki eitthvað skrýtið við það að á Íslandi búi margt fólk til margra, margra og margra ára og kann lítið sem ekkert fyrir sér í málinu og notar enn, eftir t.d. átta ár í landinu, ensku, misgóða ensku. Ég er viss um að margir þekki þess ófá dæmi. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að þetta sé vegna leti eða þess að fólk sem hingað flyst sé almennt vitlausara en annars staðar. Ástæðan er önnur. Ég tel mig raunar vita ástæðuna og að hún felist í hugafari (aðallega móðurmálshafa) í fremur víðri merkingu. En hvað heldur þú? Viljir þú leggja þitt lóð á vogarskál máltileinkunar íslensku veður það hægt á Ísafirði 9. September á Bókasafninu og 19. september á Dokkunni. Nánari upplýsingar má finna á Flettismettisíðu átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Höfundur er verkefnastjóri átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Fyrsti hluti Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér þeirri afsökun sem oft er notuð þegar því er haldið fram að ómögulegt sé að læra íslensku sem annað mál verandi í fullri vinnu á Íslandi. Sem sagt fólk sem býr á Íslandi, vinnur hugsanlega hjá íslensku fyrirtæki, er hluti af íslensku samfélagi, með börn í íslenskum skóla eða á íslenskum leikskóla eða þá í íslensku íþróttafélagi getur samt ómögulega lært íslensku eða tekið framförum í málinu vegna íslensks annríkis. Og svo kann vel að vera að sama fólki eigi íslenska vini, íslenskan maka eða jafnvel íslenska fjölskyldu. Það lifir og hrærist í íslenskum veruleika þar sem íslenska var, síðast er ég vissi, opinbert tungumál. Er ekki dálítið öfugsnúið og skrýtið að það læri ekki íslensku, að það æfist ekki dag fyrir dag í íslensku og verði stöðugt betra í meðförum málsins? Nú vill nefnilega svo til að oftlega kemur fólk til hingað landsins á íslenskunámskeið sem býr erlendis. Fólks sem hefir langt, langt, langt og langt í frá daglegan aðgang að íslensku, fólk sem er í fullri vinnu, oftast vinnu sem tengist tungumálum ekki rassgat. Þetta sama fólk hefir kannski lagt stund á íslensku í eitt til þrjú ár (stundum lengur). Svo kemur það til Íslands á námskeið og að því loknu tekur það próf á B2-stigi (framhaldsstig), sem það stenst og talar auk þess barasta afbragðs íslensku við alla á meðan þeir sem hér búa til margra ára standa lúpulegir við hliðina á viðkomandi (sumir) og babbla áfram á ensku. Undarlegur andskoti það. Já, er ekki eitthvað skrýtið við það að á Íslandi búi margt fólk til margra, margra og margra ára og kann lítið sem ekkert fyrir sér í málinu og notar enn, eftir t.d. átta ár í landinu, ensku, misgóða ensku. Ég er viss um að margir þekki þess ófá dæmi. Nú ætla ég alls ekki að halda því fram að þetta sé vegna leti eða þess að fólk sem hingað flyst sé almennt vitlausara en annars staðar. Ástæðan er önnur. Ég tel mig raunar vita ástæðuna og að hún felist í hugafari (aðallega móðurmálshafa) í fremur víðri merkingu. En hvað heldur þú? Viljir þú leggja þitt lóð á vogarskál máltileinkunar íslensku veður það hægt á Ísafirði 9. September á Bókasafninu og 19. september á Dokkunni. Nánari upplýsingar má finna á Flettismettisíðu átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag. Höfundur er verkefnastjóri átaksins Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar