Unglingspiltur dæmdur fyrir þrjár hnífaárásir Jón Þór Stefánsson skrifar 5. september 2024 12:14 Ein árásin sem málið varðar átti sér stað á Austurvelli. Vísir/Vilhelm Unglingspiltur hefur hlotið átján mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna ýmissa brota, en þrjú þeirra voru ofbeldisbrot framin með hníf. Þó að dómurinn sé skilorðsbundinn er piltinum gert að dvelja á hæli í þrjú ár. Málið varðaði meðal annars stunguárás sem var framin seint um mánudagskvöld þann 26. júní í fyrra á Austurvelli í Reykjavík. Hljóp blóðugur inn í mathöll eftir árásina Honum var gefið að sök að veitast að erlendum ríkisborgara á þrítugsaldri með hnífi, skera hann í andlit og stinga í kvið og þannig reyna að svipta hann lífi. Fyrir vikið hlaut maðurinn skurðsár í andliti annars vegar og hins vegar mikla áverka á kviði, nánar tiltekið þriggja og hálfs sentímetra rof á kviðvegg og djúpan stunguáverka þannig að garnahengi og hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu. Fjarlægja þurfti hluta af garnahenginu í bráðaaðgerð. Pilturinn var í fyrstu ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þessa brots, en ákæruvaldið dró það til baka og ákærði hann frekar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum á sínum tíma, en þá kom fram að sá sem varð fyrir árásinni hefði hlaupið inn í mathöllina í Pósthússtræti þar sem hann hafi fengið fyrstu hjálp áður en lögregla og sjúkralið komu á vettvang. Hann var sagður blóðugur þegar hann kom inn á staðinn, en með meðvitund allan tímann og sjálfur gengið í sjúkrabílinn. Í fyrstu var pilturinn ákærður fyrir sex brot sem hann framdi árin 2022 og 2023 þegar hann var nýorðinn sakhæfur. Eitt þeirra brota varðaði líkamsárás þar sem honum var gefið að sök að kýla mann í andlitið. Hann var einnig ákærður fyrir að stela rafmagnshlaupahjóli, og fyrir að vera með hnífa, fíkniefni og hnúajárn í vörslum sínum. Síðan var áðurnefndri stunguárás bætt við ákæruna, og síðan tveimur ákærum til viðbótar sem vörðuðu nokkur ofbeldisbrot sem voru framin á þessu ári. Lagði hníf að kviði manns og klæddi hann úr úlpu Í fyrsta lagi var pilturinn ákærður fyrir að fremja rán á ótilgreindum miðvikudegi í Reykjavík ásamt öðrum einstaklingum. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að manni með því að beina hnífi að honum, láta hnífinn snerta kvið hans, kýla hann í andlitið, og klæða hann svo úr úlpu og fara með hana á brott. Fyrir vikið var sá sem varð fyrir árásinni sagður hafa hlotið blóðnasir og orðið mjög skelkaður og hræddur. Í öðru lagi var hann ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað aðfaranótt ótilgreinds laugardags í Reykjavík þar sem honum var gefið að sök að kýla konu í andlitið, hrinda henni og sparka í andlitið á henni. Skar konu við heimili sitt Síðustu tvö atvikin sem málið varðar áttu sér stað með skömmu millibili. Annars vegar var piltinum gefið að sök að ýta konu og kýla hana ítrekað í höfuðið. Hins vegar var pilturinn ákærður fyrir að veitast að sömu konu á stigagangi við heimili hans. Í ákæru segir að hann hafi ýtt konunni þannig að hún skall aftur fyrir sig. Síðan hafi hún staðið á fætur og þá hafi hann ráðist að henni með hníf og skorið hana á vanga. Fyrir vikið hlaut konan tveggja og hálfs sentímetra skurð yfir hægra kinnbein sem þurfti að sauma, og bólgu á höku og verki og mar á kinn. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Pilturinn játaði sök hvað allar ákærður varaði og viðurkenndi bótaskyldu. Hann sagðist hafa notað áfengi og kannabis á þeim tíma sem hann framdi brotin. Dómurinn sagðist lýta ofbeldisbrotin alvarlegum augum sérstaklega vegna þess að hann beitti bitvopni í þremur tilvikum. En vegna þess að pilturinn hefur ekki gerst brotlegur við lög áður, og vegna játningar og ungs aldurs hans þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsinguna. Líkt og áður segir er piltinum þó gert að sæta umsjón í þrjú ár. Í fyrstu muni það vera á vegum barnaverndaryfirvalda, þangað til hann verði átján ára gamall, og síðan á vegum Fangelsismálastofnunar. Piltinum er gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni á Austurvelli sex hundruð þúsund krónur. Þá er honum gert að greiða um það bil þrjár milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þó að dómurinn sé skilorðsbundinn er piltinum gert að dvelja á hæli í þrjú ár. Málið varðaði meðal annars stunguárás sem var framin seint um mánudagskvöld þann 26. júní í fyrra á Austurvelli í Reykjavík. Hljóp blóðugur inn í mathöll eftir árásina Honum var gefið að sök að veitast að erlendum ríkisborgara á þrítugsaldri með hnífi, skera hann í andlit og stinga í kvið og þannig reyna að svipta hann lífi. Fyrir vikið hlaut maðurinn skurðsár í andliti annars vegar og hins vegar mikla áverka á kviði, nánar tiltekið þriggja og hálfs sentímetra rof á kviðvegg og djúpan stunguáverka þannig að garnahengi og hluti af garnalykkju vall út úr kviðarholinu. Fjarlægja þurfti hluta af garnahenginu í bráðaaðgerð. Pilturinn var í fyrstu ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna þessa brots, en ákæruvaldið dró það til baka og ákærði hann frekar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum á sínum tíma, en þá kom fram að sá sem varð fyrir árásinni hefði hlaupið inn í mathöllina í Pósthússtræti þar sem hann hafi fengið fyrstu hjálp áður en lögregla og sjúkralið komu á vettvang. Hann var sagður blóðugur þegar hann kom inn á staðinn, en með meðvitund allan tímann og sjálfur gengið í sjúkrabílinn. Í fyrstu var pilturinn ákærður fyrir sex brot sem hann framdi árin 2022 og 2023 þegar hann var nýorðinn sakhæfur. Eitt þeirra brota varðaði líkamsárás þar sem honum var gefið að sök að kýla mann í andlitið. Hann var einnig ákærður fyrir að stela rafmagnshlaupahjóli, og fyrir að vera með hnífa, fíkniefni og hnúajárn í vörslum sínum. Síðan var áðurnefndri stunguárás bætt við ákæruna, og síðan tveimur ákærum til viðbótar sem vörðuðu nokkur ofbeldisbrot sem voru framin á þessu ári. Lagði hníf að kviði manns og klæddi hann úr úlpu Í fyrsta lagi var pilturinn ákærður fyrir að fremja rán á ótilgreindum miðvikudegi í Reykjavík ásamt öðrum einstaklingum. Honum var gefið að sök að veitast með ofbeldi að manni með því að beina hnífi að honum, láta hnífinn snerta kvið hans, kýla hann í andlitið, og klæða hann svo úr úlpu og fara með hana á brott. Fyrir vikið var sá sem varð fyrir árásinni sagður hafa hlotið blóðnasir og orðið mjög skelkaður og hræddur. Í öðru lagi var hann ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað aðfaranótt ótilgreinds laugardags í Reykjavík þar sem honum var gefið að sök að kýla konu í andlitið, hrinda henni og sparka í andlitið á henni. Skar konu við heimili sitt Síðustu tvö atvikin sem málið varðar áttu sér stað með skömmu millibili. Annars vegar var piltinum gefið að sök að ýta konu og kýla hana ítrekað í höfuðið. Hins vegar var pilturinn ákærður fyrir að veitast að sömu konu á stigagangi við heimili hans. Í ákæru segir að hann hafi ýtt konunni þannig að hún skall aftur fyrir sig. Síðan hafi hún staðið á fætur og þá hafi hann ráðist að henni með hníf og skorið hana á vanga. Fyrir vikið hlaut konan tveggja og hálfs sentímetra skurð yfir hægra kinnbein sem þurfti að sauma, og bólgu á höku og verki og mar á kinn. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Pilturinn játaði sök hvað allar ákærður varaði og viðurkenndi bótaskyldu. Hann sagðist hafa notað áfengi og kannabis á þeim tíma sem hann framdi brotin. Dómurinn sagðist lýta ofbeldisbrotin alvarlegum augum sérstaklega vegna þess að hann beitti bitvopni í þremur tilvikum. En vegna þess að pilturinn hefur ekki gerst brotlegur við lög áður, og vegna játningar og ungs aldurs hans þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsinguna. Líkt og áður segir er piltinum þó gert að sæta umsjón í þrjú ár. Í fyrstu muni það vera á vegum barnaverndaryfirvalda, þangað til hann verði átján ára gamall, og síðan á vegum Fangelsismálastofnunar. Piltinum er gert að greiða manninum sem varð fyrir árásinni á Austurvelli sex hundruð þúsund krónur. Þá er honum gert að greiða um það bil þrjár milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira