Er skeið Sjálfstæðisflokksins liðið? Reynir Böðvarsson skrifar 5. september 2024 18:03 Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun