„Þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. september 2024 21:31 Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir FH í kvöld. Vísir/Anton Brink „Ekkert spes fannst mér, fannst við ekkert sýna neinar sparihliðar og koma voðalega þægilegir inn í leikinn. ,“ sagði Aron Pálmarsson um frammistöðu FH í 27-23 sigri gegn Fram í 1. umferð Olís deildar karla í kvöld. Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“ Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Aron var markahæstur í liði FH í kvöld með 7 mörk en þegar FH-ingar voru komnir í smá brekku sóknarlega í seinni hálfleik var leitað til Arons sem svaraði kallinu. „Mér fannst við bara gera nóg sem á ekki að vera boðlegt fyrir okkur. Danni [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] var reyndar geggjaður en allt of margir lykilleikmenn í liðinu voru annað hvort lélegir eða gerðu nóg,“ sagði Aron í samtali við Vísi eftir leik. Garðar Ingi Sindrason byrjaði í vinstri skyttunni hjá FH í kvöld og þá kom Ingvar Dagur Gunnarsson inn í vörnina í síðari hálfleik en þetta eru leikmenn fæddir 2007 og 2006. „Mjög ánægður með þá. Þvílíkur munur á þeim bara á þremur mánuðum, manni fannst þeir vera krakkar í fyrra en núna fullorðnir menn. Þeir voru áræðnir og gerðu lítið af mistökum. Ingvar tók allar árásir frá þeim og gerði það feykivel. Þeir verða bara betri, breikka hópinn okkar. Gassi er mikið mikla hæfileika og gott að hann sé að fá mínútur.“ „Þetta er það sem við viljum vera þekktir fyrir. Við höfum alltaf haft góða leikmenn í okkar yngri flokkum og það er frábært að sjá að þeir séu að fá slatta af mínútum í fyrsta leik.“ Aron býst við spennandi tímabili í sumar. „Ætli þetta verði ekki svipað og í fyrra. Það var sama hvert þú fórst þá var erfitt að spila. Maður sá það á úrslitum leikjanna og það er skemmtilegt. Þetta er ástríðudeild og þess vegna var ég pirraður út í okkur hvernig við skiluðum þessum leik af okkur. Jú jú, við erum Íslandsmeistararnir og erum helvíti góðir og allt það. Mér fannst við samt ætla að gera þetta með vinstri.“ „Það var fullt af fínum spilköflum og við stigum upp í lokin. Við viljum hafa kaflana töluvert lengri því ég þoli ekki þetta dæmi, haustbragur og eitthvað kjaftæði. Við erum búnir að æfa síðan í lok júlí og spila fullt af æfingaleikjum. Þú átt bara að mæta klár í fyrsta leik og sýna þínar bestu hliðar. Við munum gera það í næsta leik.“
Olís-deild karla FH Fram Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita