Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 08:32 Arnór Ingvi Traustason og félagar í íslenska landsliðinu spiluðu í umspili um sæti á EM, í mars á þessu ári, vegna árangurs í síðustu Þjóðadeild. Getty/David Balogh Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? Eftir sigur San Marínó á Liechtenstein í gær er Ísland eina liðið í Evrópu sem enn hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni, á þremur leiktíðum. Samt hefur keppnin reynst Íslandi dýrmæt. Fyrstu tvö tímabilin var Ísland í A-deild, með allra bestu liðum álfunnar, en nú leikur liðið annað árið í röð í B-deild og gæti sótt sinn fyrsta sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld. Að þessu sinni hefur Þjóðadeildin áhrif á leiðina á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en þó ekki eins mikil áhrif og á síðustu tvö Evrópumót. Ísland hefur einmitt, vegna Þjóðadeildarinnar, komist í umspil fyrir síðustu tvö EM en þó ekki á lokamótið. Upp í A-deild eða fall í C-deild? En Þjóðadeildin er líka sérkeppni, þó að hún njóti ekki sömu virðingar og HM og EM. Evrópumeistarar Spánar eru einnig ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar eftir sigur gegn Hollandi í úrslitaleik í fyrrasumar. Ísland hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni en gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í síðustu keppni. Liðið fékk færri leiki en ella því það var í riðli með Rússlandi, sem var sparkað úr keppni. Hér fagnar Ísland marki gegn Ísrael í 2-2 jafntefli í Laugardalnum.vísir/Hulda Margrét Leikið er í fjórum deildum (16 lið í A, 16 í B, 16 í C og 6 lið í D-deild) eftir styrkleika liða og geta þau svo unnið sig upp eða fallið á milli ára. Ísland er í riðli fjögur í B-deildinni ásamt Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales. Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-deild. Næstefsta liðið fer í umspil við 3. sætis lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við 2. sætis lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur niður í C-deild. Aðeins liðin í A-deild geta unnið keppnina Það er því ljóst að tvö lið úr riðli Íslands fara í umspil í mars á næsta ári og spurning hvernig það myndi henta varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laugardalsvelli, þar sem leggja á blandað gras. Það eru hins vegar aðeins liðin í A-deild sem geta orðið Þjóðadeildarmeistarar hverju sinni. Tvö efstu lið hvers riðils í A-deild komast í átta liða úrslit í mars, og undanúrslit og úrslit verða svo í júní næsta sumar. Sigur í riðlinum varaleið á HM Varðandi varaleiðina á HM þá felst hún í því að Ísland vinni sinn riðil. Takist það, sem yrði mikið afrek, ætti liðið góða möguleika á að fá sæti í umspilinu um sæti á HM, þyrfti liðið á því að halda. Aðeins sigurlið riðla í Þjóðadeildinni geta fengið sæti í umspilinu. Dregið verður í undankeppni HM eftir að riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur 19. nóvember. Staða Íslands á heimslista ræður því í hvaða styrkleikaflokki liðið verður í drættinum, og því skiptir hvert stig máli í Þjóðadeildinni í haust. Í undankeppni HM á næsta ári verður svo spilað í tólf riðlum og komast sigurliðin beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í tveimur efstu sætum síns undanriðils. Ísland gæti orðið ein þessara fjögurra þjóða ef allt fer á besta veg núna í haust. Hefur líka áhrif á EM 2028 En það gæti líka reynst afar dýrmætt fyrir Ísland að halda sér í B-deild, eða að komast upp í A-deild, fyrir næstu leiktíð í Þjóðadeildinni því þá mun keppnin hafa áhrif á undankeppni Evrópumótsins 2028. Um þetta má þó deila. Georgía komst til að mynda inn á síðasta EM með því að vinna sinn riðil í C-deild, og svo umspilsleiki við Lúxemborg og Grikkland, á meðan að umspilsleikir Íslands, sem var í B-deild, voru við Ísrael og Úkraínu. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Eftir sigur San Marínó á Liechtenstein í gær er Ísland eina liðið í Evrópu sem enn hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni, á þremur leiktíðum. Samt hefur keppnin reynst Íslandi dýrmæt. Fyrstu tvö tímabilin var Ísland í A-deild, með allra bestu liðum álfunnar, en nú leikur liðið annað árið í röð í B-deild og gæti sótt sinn fyrsta sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli í kvöld. Að þessu sinni hefur Þjóðadeildin áhrif á leiðina á HM 2026 í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada, en þó ekki eins mikil áhrif og á síðustu tvö Evrópumót. Ísland hefur einmitt, vegna Þjóðadeildarinnar, komist í umspil fyrir síðustu tvö EM en þó ekki á lokamótið. Upp í A-deild eða fall í C-deild? En Þjóðadeildin er líka sérkeppni, þó að hún njóti ekki sömu virðingar og HM og EM. Evrópumeistarar Spánar eru einnig ríkjandi Þjóðadeildarmeistarar eftir sigur gegn Hollandi í úrslitaleik í fyrrasumar. Ísland hefur aldrei unnið leik í Þjóðadeildinni en gerði jafntefli í öllum fjórum leikjum sínum í síðustu keppni. Liðið fékk færri leiki en ella því það var í riðli með Rússlandi, sem var sparkað úr keppni. Hér fagnar Ísland marki gegn Ísrael í 2-2 jafntefli í Laugardalnum.vísir/Hulda Margrét Leikið er í fjórum deildum (16 lið í A, 16 í B, 16 í C og 6 lið í D-deild) eftir styrkleika liða og geta þau svo unnið sig upp eða fallið á milli ára. Ísland er í riðli fjögur í B-deildinni ásamt Svartfjallalandi, Tyrklandi og Wales. Efsta liðið í riðlinum kemst upp í A-deild. Næstefsta liðið fer í umspil við 3. sætis lið úr A-deild, um sæti í A-deild. Næstneðsta liðið fer í umspil við 2. sætis lið úr C-deild, um sæti í B-deild. Neðsta liðið fellur niður í C-deild. Aðeins liðin í A-deild geta unnið keppnina Það er því ljóst að tvö lið úr riðli Íslands fara í umspil í mars á næsta ári og spurning hvernig það myndi henta varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laugardalsvelli, þar sem leggja á blandað gras. Það eru hins vegar aðeins liðin í A-deild sem geta orðið Þjóðadeildarmeistarar hverju sinni. Tvö efstu lið hvers riðils í A-deild komast í átta liða úrslit í mars, og undanúrslit og úrslit verða svo í júní næsta sumar. Sigur í riðlinum varaleið á HM Varðandi varaleiðina á HM þá felst hún í því að Ísland vinni sinn riðil. Takist það, sem yrði mikið afrek, ætti liðið góða möguleika á að fá sæti í umspilinu um sæti á HM, þyrfti liðið á því að halda. Aðeins sigurlið riðla í Þjóðadeildinni geta fengið sæti í umspilinu. Dregið verður í undankeppni HM eftir að riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur 19. nóvember. Staða Íslands á heimslista ræður því í hvaða styrkleikaflokki liðið verður í drættinum, og því skiptir hvert stig máli í Þjóðadeildinni í haust. Í undankeppni HM á næsta ári verður svo spilað í tólf riðlum og komast sigurliðin beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil, ásamt fjórum bestu liðunum sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni en enduðu ekki í tveimur efstu sætum síns undanriðils. Ísland gæti orðið ein þessara fjögurra þjóða ef allt fer á besta veg núna í haust. Hefur líka áhrif á EM 2028 En það gæti líka reynst afar dýrmætt fyrir Ísland að halda sér í B-deild, eða að komast upp í A-deild, fyrir næstu leiktíð í Þjóðadeildinni því þá mun keppnin hafa áhrif á undankeppni Evrópumótsins 2028. Um þetta má þó deila. Georgía komst til að mynda inn á síðasta EM með því að vinna sinn riðil í C-deild, og svo umspilsleiki við Lúxemborg og Grikkland, á meðan að umspilsleikir Íslands, sem var í B-deild, voru við Ísrael og Úkraínu.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira