DD-listi gæti haft góð og slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2024 14:35 Ólafur Harðarson er stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við stjórmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Einar Stjórnmálafræðingur segir fólk geta túlkað það sem veikleikamerki leyfi Sjálfstæðisflokkurinn framboð DD-lista. Örfá fordæmi eru fyrir viðbótarlistum í íslenskri stjórnmálasögu. Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira