DD-listi gæti haft góð og slæm áhrif á Sjálfstæðisflokkinn Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2024 14:35 Ólafur Harðarson er stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við stjórmálafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Einar Stjórnmálafræðingur segir fólk geta túlkað það sem veikleikamerki leyfi Sjálfstæðisflokkurinn framboð DD-lista. Örfá fordæmi eru fyrir viðbótarlistum í íslenskri stjórnmálasögu. Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Í vikunni var fjallað um bréf sem athafnamaðurinn Bolli í Sautján sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þar sem hann vildi vita hvort flokkurinn leyfði framboð sjálfstæðisfólks á viðbótarlistum í næstu þingkosningum. Svokallað DD-framboð. Þingmenn DD-listans myndu svo ganga í þingflokk Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum. Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur segir fordæmi vera fyrir viðbótarlistum þó þau séu ekki mörg. „Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá hefur það komið fyrir í nokkur skipti að óskað hefur verið eftir DD-lista. Sigurbjörg Bjarnadóttir óskaði eftir því 1978 og Jón Sólnes sömuleiðis 1978 eða 1979, svo sennilega Eggert Haukdal í eitt eða tvö skipti. En í öll þessi skipti þá neitaði flokkurinn þessum sjálfstæðismönnum um að bjóða fram DD-lista þannig það eru engin fordæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimilað þetta,“ segir Ólafur. Hann segir viðbótarlista geta bætt stöðu Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að jöfnunarsætum. Hins vegar telji ýmsir það veikleikamerki að leyfa tvo lista. „Miðað við fordæmin þá held ég að það sé langlíklegast að flokkurinn muni ekki leyfa þetta. En það er auðvitað hugsanlegt og rökin væru þá fyrst og fremst að þá reiknast atkvæði DD-listans til flokksins þegar jöfnunarsætum er úthlutað og það getur skipt máli. Getur skipt máli upp á heilan þingmann,“ segir Ólafur. Hann segir augljóst að þeir sem vilji DD-lista séu óánægðir með núverandi forystu flokksins. Flokkurinn mælist með fjórtán til sautján prósent í nýjustu skoðanakönnunum. „Þetta er enn eitt dæmið um óánægju ýmissa flokksmanna með bæði gengi flokksins og núverandi flokksforystu,“ segir Ólafur.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira