Um fyrirsjáanleika aflaheimilda og tvöfeldni SFS Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2024 07:03 Ég hygg að vandfundin sé sú löggjöf, sem skilað hefur meiri efnahagslegum árangri en lögin um stjórn fiskveiða. Samt er það svo að einmitt þessi lög hafa verið endurtekið deiluefni í hverjum kosningum frá því að þau voru sett fyrir 33 árum síðan. Vilji menn setja niður deilur er oft hollt að skoða þau atriði sem menn eru sammála um. Í því sambandi get ég nefnt að fyrirsjáanleiki eða varanleiki aflaheimilda er ein af forsendum þess að stjórnkerfið virki. Að þessu leyti falla skoðanir mínar eins og flís við rass að orðræðu talsmanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eða hvað? Aflaheimildir má afturkalla hvenær sem er Þau segja að ekki megi hrófla við fiskveiðilöggjöfinni af því að þá hverfi fyrirsjáanleikinn. Sjálf hef ég pælt í gegnum fiskveiðilögin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar er hvergi að finna stafkrók um varanleika aflaheimilda og því síður nokkra lagalega tryggingu fyrir honum. Í fyrstu grein laganna er þvert á móti kveðið afar skýrt á um að löggjafarvaldið getur afturkallað heimildirnar hvenær sem er. Ekkert ákvæði er um bætur ef það yrði gert. Ekki er þó ólíklegt að dómstólar myndu dæma bætur, ef fyrirvarinn væri skammur. Þetta er þó allt á huldu og alfarið háð mati dómstóla. Engin lögfest trygging. Þegar ég les umræðurnar í aðdraganda lagasetningarinnar 1990 var þetta einmitt helsta bitbeinið. Niðurstaðan var sú að meirihluti þingmanna vildi hafa varanleikann óvissan. Þannig gæti Alþingi hvenær sem er afturkallað heimildirnar. Þá var ekki vilji þingheims til að ganga lengra til móts við sjónarmið um varanleika. Sátt um almannahagsmuni Auðlindanefndin frá árinu 2000 vildi virða það meirihluta sjónarmið á Alþingi að auðlindin væri eign þjóðarinnar en um leið tryggja meiri fyrirsjáanleika en nú er í lögum með ákvæðum um tímabundna samninga. Við í Viðreisn lítum svo á að sú lína sem þarna var lögð hjá Auðlindanefndinni sé í fullu samræmi við almannahagsmuni. Þess vegna viljum ráða bót á þessum ágalla laganna. Við höfum ítrekað flutt tillögur um að tryggja varanleikann með því að lögfesta ákvæði um samninga til 20 eða jafnvel 25 ára. Og við höfum líka lagt til að þessi fyrirsjáanleiki verði stjórnarskrárvarinn í samræmi við tillögur auðlindanefndarinnar. Með skýru auðlindaákvæði sem felur í sér tímabindingu heimilda. Hringlandaháttur Þá komum við aftur að talsmönnum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í hvert skipti sem við flytjum slíkar tillögur andmæla þeir öllum breytingum og efna gjarnan til fundar til að sannfæra sjálfa sig og aðra um að lögfesting á varanleika aflaheimilda myndi ganga af sjávarútveginum dauðum og gera að engu þann efnahagslega árangur sem náðst hefur. Ýmsir flokkar, jafnvel hinir ólíklegustu, virðast nú sporðrenna þessu tali. Ég á erfitt með að skilja hvernig þessi öflugu hagsmunasamtök geta í einu orðinu sagt að varanleiki skipti öllu en í hinu orðinu staðhæft að tillögur um að lögverja varanleikann og tryggja fyrirsjáanleikann séu árás á atvinnugreinina. Þetta er hringlandaháttur sem minnir helst á vindhana. Skammtímasjónarmið Ef ástæðan fyrir þessum ruglingslega málflutningi er sú að talsmenn samtakanna óttast að lögbundinn fyrirsjáanleiki sé dýrari fyrir þá en ríkjandi óvissa eiga þeir einfaldlega að segja það upphátt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þeir telja óvissuna hagkvæmari en varanleikann. Að þeirra sterku pólitísku tengingar tryggi betur hagsmuni þeirra frekar en skýr lagaákvæði sem byggi undir fyrirsjáanleika fyrir greinina. Sjálf held ég að þetta sé skammtímasjónarmið sem fari gegn hagsmunum útgerðarinnar til lengri tíma og hagsmunum þjóðarheildarinnar af hagkvæmum rekstri. Svo ekki sé minnst á grundvallarprinsipp og réttlæti - að þjóðin fái eðlilegan arð af auðlindum sínum og sá arður ráðist af skýrum, sanngjörnum og gegnsæjum leikreglum. Ekki af því hversu sterk ítök útgerðin hefur við stjórnarborðið hverju sinni. En auðvitað er skiljanlegt að þeir sem fá hátt í 50 milljarða króna í umframhagnað á hverju ári fyrir einkaafnot af auðlindum vilji litlu breyta. Mismunandi leiðir Það er unnt að ná markmiðinu um lögbundinn varanleika aflaheimilda með tvennum hætti. Við í Viðreisn höfum lagt til að 4 til 5% árlegra aflaheimilda verði seldar á markaði og núverandi veiðigjald falli niður. Um leið verði gerðir samningar sem tryggja varanleika keyptra heimilda í 20 eða 25 ár. Í því felst góður fyrirsjáanleiki. Önnur leið er sú að gera samninga til svipaðs tíma án uppboðs. Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi formaður Framsóknar kynnti slíka leið þegar hann var sjávarútvegsráðherra en Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir samþykkt hennar. Þótt Viðreisn telji þá útfærslu síðri er hún betri en óbreytt óvissuástand. Við værum því til viðtals um samkomulag á þeim grundvelli. Formaður auðlindanefndarinnar taldi markaðsleiðina betri og varaði sérstaklega við því að gjald fyrir afnotaréttinn yrði einhvers konar viðbótartekjuskattur eins og núverandi gjald er. Hvorki tillögur Viðreisnar né Framsóknar raska hagkvæmni greinarinnar. Þvert á móti tryggja þær betur mikilvægan fyrirsjáanleika og hagsmuni almennings, sem er eigandi auðlindarinnar. Þar er tímabinding heimilda lykilatriði. Kjósendur eru hluthafar í auðlindinni Kjósendur eru eins og hluthafar á aðalfundi. Þeirra vilja leikreglur sem stuðla að mikilvægri arðsemi þeirra sem fá nýtingarréttinn en þeir kalla ekki síður eftir því að eigendur auðlindarinnar fái greiddan eðlilegan arð. Það er mat okkar í Viðreisn að hluthafarnir í samfélaginu um auðlindirnar, kjósendur, séu ekki að óska eftir breytingum sem raska hagkvæmni heldur eftir meiri sanngirni. Öll löggjöf þarf jú að byggjast á réttlæti og réttsýni. Annars verður ekki um hana friður. Sjávarútvegslöggjöfin er ekkert öðru vísi en önnur löggjöf að þessu leyti. Fyrir þeirri sanngirni mun Viðreisn áfram tala. Tvöfeldni Tilefni þessarar greinar var fyrst og fremst að vekja athygli á þeirri staðreynd að það eru engin ákvæði um varanleika aflaheimilda í lögum. Sú staðreynd dregur hins vegar fram tvöfeldni í afstöðu forystumanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem segjast vilja fyrirsjáanleika en standa sífellt í vegi fyrir því að hann verðir tryggður í lögum. Hér liggur fiskur undir steini. Og flest vitum við af hverju. Höfundur er formaður og þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég hygg að vandfundin sé sú löggjöf, sem skilað hefur meiri efnahagslegum árangri en lögin um stjórn fiskveiða. Samt er það svo að einmitt þessi lög hafa verið endurtekið deiluefni í hverjum kosningum frá því að þau voru sett fyrir 33 árum síðan. Vilji menn setja niður deilur er oft hollt að skoða þau atriði sem menn eru sammála um. Í því sambandi get ég nefnt að fyrirsjáanleiki eða varanleiki aflaheimilda er ein af forsendum þess að stjórnkerfið virki. Að þessu leyti falla skoðanir mínar eins og flís við rass að orðræðu talsmanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Eða hvað? Aflaheimildir má afturkalla hvenær sem er Þau segja að ekki megi hrófla við fiskveiðilöggjöfinni af því að þá hverfi fyrirsjáanleikinn. Sjálf hef ég pælt í gegnum fiskveiðilögin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar er hvergi að finna stafkrók um varanleika aflaheimilda og því síður nokkra lagalega tryggingu fyrir honum. Í fyrstu grein laganna er þvert á móti kveðið afar skýrt á um að löggjafarvaldið getur afturkallað heimildirnar hvenær sem er. Ekkert ákvæði er um bætur ef það yrði gert. Ekki er þó ólíklegt að dómstólar myndu dæma bætur, ef fyrirvarinn væri skammur. Þetta er þó allt á huldu og alfarið háð mati dómstóla. Engin lögfest trygging. Þegar ég les umræðurnar í aðdraganda lagasetningarinnar 1990 var þetta einmitt helsta bitbeinið. Niðurstaðan var sú að meirihluti þingmanna vildi hafa varanleikann óvissan. Þannig gæti Alþingi hvenær sem er afturkallað heimildirnar. Þá var ekki vilji þingheims til að ganga lengra til móts við sjónarmið um varanleika. Sátt um almannahagsmuni Auðlindanefndin frá árinu 2000 vildi virða það meirihluta sjónarmið á Alþingi að auðlindin væri eign þjóðarinnar en um leið tryggja meiri fyrirsjáanleika en nú er í lögum með ákvæðum um tímabundna samninga. Við í Viðreisn lítum svo á að sú lína sem þarna var lögð hjá Auðlindanefndinni sé í fullu samræmi við almannahagsmuni. Þess vegna viljum ráða bót á þessum ágalla laganna. Við höfum ítrekað flutt tillögur um að tryggja varanleikann með því að lögfesta ákvæði um samninga til 20 eða jafnvel 25 ára. Og við höfum líka lagt til að þessi fyrirsjáanleiki verði stjórnarskrárvarinn í samræmi við tillögur auðlindanefndarinnar. Með skýru auðlindaákvæði sem felur í sér tímabindingu heimilda. Hringlandaháttur Þá komum við aftur að talsmönnum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Í hvert skipti sem við flytjum slíkar tillögur andmæla þeir öllum breytingum og efna gjarnan til fundar til að sannfæra sjálfa sig og aðra um að lögfesting á varanleika aflaheimilda myndi ganga af sjávarútveginum dauðum og gera að engu þann efnahagslega árangur sem náðst hefur. Ýmsir flokkar, jafnvel hinir ólíklegustu, virðast nú sporðrenna þessu tali. Ég á erfitt með að skilja hvernig þessi öflugu hagsmunasamtök geta í einu orðinu sagt að varanleiki skipti öllu en í hinu orðinu staðhæft að tillögur um að lögverja varanleikann og tryggja fyrirsjáanleikann séu árás á atvinnugreinina. Þetta er hringlandaháttur sem minnir helst á vindhana. Skammtímasjónarmið Ef ástæðan fyrir þessum ruglingslega málflutningi er sú að talsmenn samtakanna óttast að lögbundinn fyrirsjáanleiki sé dýrari fyrir þá en ríkjandi óvissa eiga þeir einfaldlega að segja það upphátt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að þeir telja óvissuna hagkvæmari en varanleikann. Að þeirra sterku pólitísku tengingar tryggi betur hagsmuni þeirra frekar en skýr lagaákvæði sem byggi undir fyrirsjáanleika fyrir greinina. Sjálf held ég að þetta sé skammtímasjónarmið sem fari gegn hagsmunum útgerðarinnar til lengri tíma og hagsmunum þjóðarheildarinnar af hagkvæmum rekstri. Svo ekki sé minnst á grundvallarprinsipp og réttlæti - að þjóðin fái eðlilegan arð af auðlindum sínum og sá arður ráðist af skýrum, sanngjörnum og gegnsæjum leikreglum. Ekki af því hversu sterk ítök útgerðin hefur við stjórnarborðið hverju sinni. En auðvitað er skiljanlegt að þeir sem fá hátt í 50 milljarða króna í umframhagnað á hverju ári fyrir einkaafnot af auðlindum vilji litlu breyta. Mismunandi leiðir Það er unnt að ná markmiðinu um lögbundinn varanleika aflaheimilda með tvennum hætti. Við í Viðreisn höfum lagt til að 4 til 5% árlegra aflaheimilda verði seldar á markaði og núverandi veiðigjald falli niður. Um leið verði gerðir samningar sem tryggja varanleika keyptra heimilda í 20 eða 25 ár. Í því felst góður fyrirsjáanleiki. Önnur leið er sú að gera samninga til svipaðs tíma án uppboðs. Sigurður Ingi Jóhannsson núverandi formaður Framsóknar kynnti slíka leið þegar hann var sjávarútvegsráðherra en Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir samþykkt hennar. Þótt Viðreisn telji þá útfærslu síðri er hún betri en óbreytt óvissuástand. Við værum því til viðtals um samkomulag á þeim grundvelli. Formaður auðlindanefndarinnar taldi markaðsleiðina betri og varaði sérstaklega við því að gjald fyrir afnotaréttinn yrði einhvers konar viðbótartekjuskattur eins og núverandi gjald er. Hvorki tillögur Viðreisnar né Framsóknar raska hagkvæmni greinarinnar. Þvert á móti tryggja þær betur mikilvægan fyrirsjáanleika og hagsmuni almennings, sem er eigandi auðlindarinnar. Þar er tímabinding heimilda lykilatriði. Kjósendur eru hluthafar í auðlindinni Kjósendur eru eins og hluthafar á aðalfundi. Þeirra vilja leikreglur sem stuðla að mikilvægri arðsemi þeirra sem fá nýtingarréttinn en þeir kalla ekki síður eftir því að eigendur auðlindarinnar fái greiddan eðlilegan arð. Það er mat okkar í Viðreisn að hluthafarnir í samfélaginu um auðlindirnar, kjósendur, séu ekki að óska eftir breytingum sem raska hagkvæmni heldur eftir meiri sanngirni. Öll löggjöf þarf jú að byggjast á réttlæti og réttsýni. Annars verður ekki um hana friður. Sjávarútvegslöggjöfin er ekkert öðru vísi en önnur löggjöf að þessu leyti. Fyrir þeirri sanngirni mun Viðreisn áfram tala. Tvöfeldni Tilefni þessarar greinar var fyrst og fremst að vekja athygli á þeirri staðreynd að það eru engin ákvæði um varanleika aflaheimilda í lögum. Sú staðreynd dregur hins vegar fram tvöfeldni í afstöðu forystumanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem segjast vilja fyrirsjáanleika en standa sífellt í vegi fyrir því að hann verðir tryggður í lögum. Hér liggur fiskur undir steini. Og flest vitum við af hverju. Höfundur er formaður og þingmaður Viðreisnar.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun