Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Þar segir að dregið hafi úr hvassviðrinu norðvestantil á landinu, þó sé enn strekkingur eða allhvöss suðvestanátt á þeim slóðum.
Á morgun muni kólna einkum fyrir norðan og dálítil væta vera í flestum landshlutum og ekki ólíklegt að það muni grána í fjöll fyrir norðan.
Þá muni norðanáttin vera ríkjandi í næstu viku. Á miðvikudag er búist við því að dragi úr vindi og úrkomu, en þá muni aukast líkur á næturfrosti enda kalt loft enn yfir landinu.