Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 12:50 Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir ljóst að flestir hafi skoðun á nýrri auglýsingu félagsins. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“ Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“
Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira