Vill gera fjölskylduna stolta en það getur reynst þrautin þyngri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 10:16 Stefán Teitur í leiknum gegn Svartfjallalandi á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson lék sinn 21. A-landsleik í 2-0 sigrinum á Svartfjallalandi. Hann er þó langt frá því að vera leikjahæsti landsliðsmaðurinn í fjölskyldu sinni enda kemur hann af mikilli fótboltaætt. Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum. Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Skagamaður gekk í raðir Preston North End sem leikur í ensku B-deildinni fyrr í sumar eftir góð ár með Silkeborg í Danmörku. Hann settist niður með tveimur aðilum sem sjá um hlaðvarp félagsins og ræddi meðal annars hversu mikilli fótboltafjölskyldu hann kemur frá. „Nei ekki einu sinni nálægt því,“ sagði Stefán Teitur er hann var spurður hvort hann væri með flesta landsleiki í fjölskyldunni sinni. „Pabbi á einn leik. Hann spilaði mest allan ferilinn á Íslandi á meðan bróðir hans spilaði lengi vel erlendis, þar á meðal fyrir Stoke City. Hann heitir sama nafni og ég, Stefán Þórðarson. Hann á kringum tíu leiki [6 leiki samkvæmt KSÍ],“ sagði Stefán Teitur og hélt svo áfram að ræða ættfræði sína. „Afi á tvo bræður [Ólaf og Teit Þórðarson], einn á 70 leiki [Ólafur á 72 leiki] og hinn á 50 [Teitur á 41 leik]. Langaafi minn var einn sá fyrsti til að spila fyrir A-landsliðið. Þá spilaði Ísland fáa leiki svo hann lék á bilinu 15-20 leiki [Hann lék 18 leiki og skoraði 9 mörk].“ 🇮🇸 Born to play football. Born to play for Iceland. 🧬 Stefan talks about the Thórdarson footballing dynasty on #PNEPod. 💬#pnefc | @footballiceland— Preston North End FC (@pnefc) September 6, 2024 Stefán Teitur játti því að fjölskylda hans væri eflaust ein af frægari fótbolta-fjölskyldum á Íslandi. „Það eru nokkrar en ef þú ert frá Íslandi og fylgist með fótbolta þá þekkir þú líklega til fjölskyldu minnar.“ Jafnframt bætti miðjumaðurinn við að frekar en að finna fyrir pressu fyndi hann fyrir stolti og að það væru forréttindi að vera hluti af þessari arfleið. „Það er engin pressa innan fjölskyldunna, eingöngu stuðningur. Það er hins vegar mikil þekking og maður vill gera þau stolt. Það getur stundum verið erfitt að gera þau stolt þar sem sum þeirra eru af gamla skólanum,“ sagði Skagamaðurinn að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira