Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 07:01 Aryna Sabalenka smellir kossi á verðlaunagripinn, í New York á laugardaginn. Getty/Fatih Aktas Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka hefur nú unnið þrjá risatitla í tennis, eftir að hafa unnið Opna bandaríska mótið í fyrsta sinn um helgina. Hún vill halda nafni fjölskyldu sinnar á lofti með árangri sínum, eftir að hafa misst pabba sinn fyrir fimm árum. Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka. Tennis Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Sjá meira
Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka.
Tennis Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Sjá meira