Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 07:01 Aryna Sabalenka smellir kossi á verðlaunagripinn, í New York á laugardaginn. Getty/Fatih Aktas Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka hefur nú unnið þrjá risatitla í tennis, eftir að hafa unnið Opna bandaríska mótið í fyrsta sinn um helgina. Hún vill halda nafni fjölskyldu sinnar á lofti með árangri sínum, eftir að hafa misst pabba sinn fyrir fimm árum. Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka. Tennis Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Sjá meira
Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka.
Tennis Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Sjá meira