Skoða að breyta Hópinu í safn Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2024 19:25 Sprungan í Hópinu. Kristinn Magnússon Bæjarráð Grindavíkur hefur frestað niðurrifi íþróttamiðstöðvarinnar Hópsins og skoðar nú að breyta húsinu í safn. Forseti bæjarstjórnar vill losna við lokunarpósta og hleypa öllum inn í bæinn á næstunni. Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Frá því að Grindavík var fyrst rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári hefur bærinn verinn lokaður almenningi. Umferð inn í bæinn hefur verið stjórnað á þremur lokunarpóstum en nú vill bæjarráð losna við þessa lokunarpósta og hleypa þeim sem vilja inn í bæinn. „Við bara bókuðum þetta síðastliðinn þriðjudag. Bærinn hefur verið lokaður í tíu mánuði og það hefur mikil vinna farið fram hér innanbæjar. Við að gera bæinn öruggan. Við viljum bara sjá ákveðna framþróun,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkur.Vísir/Bjarni Hún nefnir sem dæmi að ferðamenn hlaupi um allar trissur á nýstorknuðu hrauni án þess að þurfa að fara í gegnum nokkurn lokunarpóst til þess. Öryggi yrði haft í fyrirrúmi yrði bærinn opnaður. „Þegar maður horfir til til dæmis ferðamannanna sem eru hérna hinum megin við hólinn þar sem öryggið er ekki mikið, þá teljum við að við getum tekið á móti fólki og opnað bæinn fyrir bæjarbúum,“ segir Ásrún. „Ég keyrði hingað áðan og maður sá að ferðamennirnir voru að klifra á hrauninu. En við höfum svo margt að sýna hér. Mér finnst synd að fólk skuli ekki fá að upplifa þennan heimsatburð.“ Svo er það íþróttamiðstöð Grindvíkinga, Hópið. Í júní var ákveðið að rífa húsið en risastór sprunga fannst undir gervigrasinu þar undir. En nú eru önnur teikn á lofti og húsið fær að standa. Að minnsta kosti í bili. „Húsið er altjónað og þarna liggur sprunga í gegn, það er rétt. En það kom bréf frá Batteríinu sem er verkfræði- og arkitektúrstofa, um að við myndum skoða allar ákvarðanir við tökum, litlar sem smáar. Við myndum horfa til framtíðar því hér verður mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ segir Ásrún. Hinkra á aðeins og sjá hvort mögulega sé hægt að breyta hópinu í safn um jarðhræringarnar í Grindavík. „Þeir segja það sem hafa farið þangað inn að þetta sé ótrúleg upplifun. Að vera þarna inni og sjá sprunguna í gegn,“ segir Ásrún. Íþróttamiðstöðin í Grindavík gæti orðið að safni.Vísir/Bjarni Þannig þið ætlið aðeins að bíða og sjá, mögulega fer húsið og mögulega ekki. Þið ætlið bara aðeins að meta stöðuna upp á nýtt? „Já, við ætlum bara að anda ofan í kviðinn og sjá hvað verður. Hvaða skynsamlegu ákvörðun við tökum,“ segir Ásrún.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Söfn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira