„Þetta er alvöru hret“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 20:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ræddi við Bjarka um veðrið næstu daga í Kvöldfréttum. Vísir Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. „Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“ Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Sjá meira
„Veðrið er nú eiginlega alveg hætt að koma manni á óvart, þannig að maður tekur þessu bara eins og þetta er,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur en fréttamaður ræddi við hann um viðvaranirnar í Kvöldfréttum. Hann segir appelsínugula viðvörun í september taka mið af því hver áhrifin af veðrinu gætu orðið, en ekki einungis veðrinu sem slíku. Herlegheitin byrji í nótt með því að krapa gerir á nokkrum fjallvegum, ekki síst Holtavörðuheiði og á Möðrudalsöræfum. „Og það væri ágætt ef fólk biði með ferðir yfir þessa fjallvegi á morgun þar til Vegagerðin er búin að hreinsa krapann frá,“ segir Einar. Þá kólni og hvessi enn fremur á morgun og reikna megi með að annað kvöld og fram á miðvikudag snjói niður undir byggð. „Þá er meiri snjókoma á ferðinni en þetta er svo sem ekkert í líkingu við það sem við fengum fyrir rúmum áratug í svokölluðu fjárfellishreti.“ Þá hafi úrkoman verið mun meiri. „Þetta er samt alvöru hret að hausti eða síðla sumars. Það fer eftir hvernig við lítum á það.“ Aðspurður segir hann að Akureyringar ættu að sleppa við snjókomuna að þessu sinni. „Það snjóar ekki í bænum en það fer ansi nærri því í efri hverfum.“ Hann bendir á að á miðvikudag hvessi rækilega á Norðausturlandi og þar gætu aðstæður orðið leiðinlegar vegna vinds. Sama muni gerast undir Vatnajökli, og þar verði oft byljótt við slíkar aðstæður. Um núliðna helgi mældist hiti um fimmtán gráður á því svæði sem nú er undirlagt gulum viðvörunum á vef Veðurstofunnar. Er oft svona stutt á milli? „Þetta er búið að vera svona í sumar. Þetta kemur manni ekki lengur á óvart en þetta eru ansi glögg veðurafbrigði, að þetta fari beint úr ágætum sumardögum og yfir í vetur, ekki haust. En þetta tekur nú enda.“
Veður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Sjá meira