Það er Handbolti.is greinir frá. Í frétt miðilsins segir að sé óvist hvenær Sveinur fær leikheimild þar sem Afturelding þarf að greiða uppeldisbætur upp á hálfa milljón íslenskra króna eftir að hafa greitt annað eins í alþjóðlegt félagaskiptagjald.
Sveinur hefur leikið með yngri landsliðum Færeyja og því gat handknattleikssamband Færeyja farið fram á uppeldisbætur. Á meðan þær hafa ekki verið greiddar þá fær Sveinur ekki að spila með Aftureldingu.
Afturelding byrjaði tímabilið á eins marks tapi gegn Haukum í 1. umferð Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er á föstudaginn kemur gegn Val á Hlíðarenda.