Fótbolti

X yfir tapinu í Tyrk­landi: „Þessi Fazmo horn eru un­playa­ble“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði mark Íslands eftir glæsilega hornspyrnu.
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði mark Íslands eftir glæsilega hornspyrnu. Mehmet Emin Menguarslan/Getty Images

Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrklandi í öðrum leik sínum í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Staðan var 1-1 í hálfleik en Tyrkir gengu frá dæminu í síðari hálfleik. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, á meðan leik stóð.

Það fór vel um Gumma Ben fyrir leik á uppseldum leikvangingum í İzmir.

Líkt og svo oft áður í Tyrklandi voru læti á vellinum.

Uppistandarinn Dóri DNA gæti átt rætur að rekja til Tyrklands. 

Dóri fagnaði þó ekki þegar Tyrkland komst eftir aðeins 78 sekúndur. Varnarleikur Íslands var ekki upp á marga fiska þegar sá sem skal ekki nefna kom heimamönnum yfir.

Guðlaugur Victor Pálsson jafnaði metin eftir hornspyrnu sem Mikarl Andersson sótti. Sölvi Geir Ottesen sér um föst leikatriði hjá landsliðinu og fær sitt hrós enda komu bæði mörk Íslands gegn Svartfjallalandi eftir hornspyrnur.

Staðan var 1-1 í hálfleik.

Tyrkir komust 2-1 yfir snemma í síðari hálfleik.

Tyrkir kláruðu svo dæmið undir lok leiks. Muhammed Kerem Aktürkoğlu skoraði öll þrjú mörkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×