Viðbúinn átökum á Alþingi í vetur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 12:17 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis á von á átökum í pólitíkinni framundan. Vísir/Vilhelm Það er viðbúið að átakavetur sé framundan í stjórnmálum að sögn forseta Alþingis, sem vonar þó að þingstörf fari fram með skikkanlegum hætti. Síðasti þingvetur fyrir alþingiskosningar hefst í dag þegar þing verður sett síðdegis. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá. Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö í dag og þá heldur dagskráin áfram í Alþingishúsinu upp úr klukkan tvö. „Þar flytur forseti íslands ávarp og síðan ég sem forseti þingsins. Að því búnu verður gert hlé fram til klukkan fjögur og í hléinu verður gestum athafnarinnar boðið til kaffisamsætis í nýja húsinu okkar Smiðju,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Þetta verður fyrsta setningarathöfn Alþingis sem nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, taka þátt í. „Það eru tímamót af mörgu tagi,“ segir Birgir. Hægt verður að fylgjast með þingsetningunni í beinu streymi á Vísi. Klukkan fjögur hefst þingfundur að nýju þar sem fjárlagafrumvarpi verður meðal annars dreift, og þingmönnum úthlutuð ný sæti í þingsal. „Þingmenn draga númer þar sem vísar til þess hvar þeir sitja þannig þingmenn skipta um sæti á hverju einasta hausti,“ segir Birgir. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli þegar þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur. „Fólk hefur rétt á að mótmæla en við hins vegar látum það ekki trufla starf þingsins.“ Flokkarnir byrjaðir að hita upp fyrir kosningar Þá flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína og fram fara umræður um hana annað kvöld. Yfir tvö hundruð mál eru á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem hefur verið dreift á Alþingi og á eftir að koma í ljós hve mörg þeirra mun takast að afgreiða. „Það er auðvitað þannig að síðasta þing fyrir kosningar er auðvitað oft átaka þing. Bæði er það þannig að ríkisstjórn leggur auðvitað kapp á að klára ákveðin mál sem að hún hefur á sinni stefnuskrá. Svo er það auðvitað þannig að stjórnmálaflokkarnir, hver fyrir sig, þeir eru byrjaðir að hita sig upp fyrir kosningar og ég á alveg von á því að það komi til með að koma fram í þingstörfunum. Ég vonast hins vegar til að við getum alla veganna lokið þeim málum sem nauðsynleg eru með skikkanlegum hætti,“ segir Birgir.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira