Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Daði Rafnsson, Margrét Manda Jónsdóttir og Kristján Vigfússon skrifa 11. september 2024 08:02 Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. Einkaþotur bíða í gangi eftir auðkýfingum við Hlíðarenda og dreifa hávaða og mengun yfir leikskóla og íbúðir. Það er með öllu óskiljanlegt að einkaþotum auðkýfinga og útsýnisflugi með þyrlum skuli vera beint inn í hjarta höfuðborgarinnar á þann hátt og í því magni sem nú er. Og það án lýðræðislegrar þátttöku íbúa í kringum um völlinn. Þess vegna erum við nú að stofna samtök íbúa úr ólíkum áttum sem telja þessa umferð hafa haft neikvæð áhrif á lífsgæði í þeirra nærumhverfi. Markmið samtakanna eru að óþarfa flug hverfi frá vellinum og að félagið fái aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. Við teljum að hagsmunir íbúa hafi orðið undir við þróun umferðar um Reykjavíkurflugvöll undanfarin ár. Við viljum segja frá því hvernig stóraukin flugumferð veldur raski og ónæði í okkar daglega lífi. Meginástæða aukins rasks frá Reykjavíkurflugvelli liggur í því sem erlendis er kallað óþarfa flug. Það er flugumferð sem þjónar ekki öryggishlutverki á borð við björgunar-og sjúkraflug. Við íslenskar aðstæður væri hægt að ætla áætlunarflugi innanlands slíkt hlutverk. Við gerum okkur grein fyrir því að vel fjármagnaðir sérhagsmunahópar hafa beint umræðu um Reykjavíkurflugvöll í skotgrafir æsings og upplýsingaóreiðu undanfarin ár. Við teljum hins vegar að það sé komin tími til að umræðan taki þroskakipp og fullorðnist. Það skiptir engu máli fyrir öryggi eða aðgengi íbúa á landsbyggðinni að auðkýfingar fái að leggja einkaþotum í ódýr stæði við rætur Öskjuhlíðar, eða að ferðamenn leggi í útsýnisferðir með þyrlum steinsnar frá Hallgrímskirkju. Fólk sem telur sig ekki verða fyrir truflun af völdum óþarfa flugumferðar ætti varla að finna fyrir því ef hún hverfur. Að losna við óþarfa flugumferð skiptir hins vegar miklu máli fyrir fólk sem þarf að sofa, vakna, lifa og sofna við þyrlusmelli og þotudrunur. Samtökin okkar hafa hlotið nafnið Hljóðmörk - íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Við höfum nú þegar óskað eftir fundum og samráði við Innviðaráðuneytið, ISAVIA, borgarstjórn Reykjavíkur, bæjarstjórn Kópavogs og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við okkur eða deila reynslu þinni bendum við þér á Facebook og Instagram síður okkar með sama nafni og samtökin. Sömuleiðis ef þú hefur áhuga á að sjá myndbönd af þyrlum og þotum í lágflugi yfir húsaþökum, flugumferð um miðja nótt, eða einkaþotum í gangi í miðju íbúðahverfi. Fh. HljóðmarkarDaði Rafnsson, KópavogiMargrét Manda Jónsdóttir, ReykjavíkKristján Vigfússon, Reykjavík
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun