Vill halda Borgarspítalanum opnum þegar að nýi spítalinn opnar Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2024 09:09 Jón Magnús vill að það sé talað um það upphátt að það sé þörf á að halda spítalanum í Fossvogi, Borgarspítalanum, opnum þegar Nýi-Landspítalinn opnar. Vísir/Vilhelm Jón Magnús Kristjánsson, bráðalæknir og fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala, vill að hætt verði við að loka spítalanum í Fossvogi þegar Nýi-Landspítalinn opnar við Hringbraut. Spítalinn verði aftur að Borgarspítala og aðgengilegur til dæmis heimilislæknum sem þurfi að vísa sjúklingum í bráða innlögn á höfuðborgarsvæðinu. Jón Magnús ræddi stöðu spítalans og bráðamóttökunnar í Bítinu í morgun. Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ræddi sama mál í Bítinu í gær. Hann sagði þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan væri sprungin. Það væri þörf á að byggja nýja bráðamóttöku. Enn eru fimm ár í að ný og stærri bráðamóttaka tekur við þeim fimm eru starfandi á spítalanum í dag. Áætlað er að í meðferðarkjarna Nýja-Landspítalans verði ein stór bráðamóttaka sem tekur við af þeim. Auk þess að hafa starfað um árabil á bráðamóttökunni og hafa verið yfirlæknir þar var Jón Magnús árið 2022 ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. Síðustu mánuði hefur hann svo leitt tilraunaverkefni innan spítalans um fjarskiptalækningar. Það er ný þjónusta innan spítalans sem veitir stuðning við heilbrigðisstarfsfólk um land allt sem sinnir bráðaþjónustu. Fjörutíu biðu í morgun Jón Magnús segir mikið hafa breyst á bráðamóttökunni á síðustu tuttugu árum og sérstaklega á síðustu tíu árum. Stærsta vandamálið sé samt alltaf það sama. Að fólk sé fast á bráðamóttökunni og komist ekki annað. „Bara í morgun voru 40 manns í þessari stöðu,“ segir hann og að eftir því sem fólk er eldra og vandi þeirra fjölþættari þá stoppi það lengur. Hann útskýrir að á bráðamóttökunni séu um 35 til 40 meðferðarstæði og ef það eru 40 innlagðir þá er rest á göngunum því það er ekki meira pláss. Þau sem búið er að leggja inn verði að vera stundum í einangrun eða séu að bíða og því þurfi þau sem eru ný að koma á móttökuna að byrja á ganginum. Jón Magnús segir lausnina við þessu tvíþætta. Það vanti meira pláss og fleiri legupláss. „Legudeildirnar eru með 100 og 103 prósent rúmanýtingu. Þannig það er meira en einn í hverju rúmi,“ segir hann og að því sé ekki pláss fyrir fleiri á deild. Jón Magnús að lengi hafi það verið þannig að legupláss séu lokað því það vantar starfsfólk, bæði hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og það hafi verið erfitt. Það hafi komið fyrir að allt að 40 rúm séu lokuð vegna manneklu. Skattaafsláttur og niðurgreiðsla námslána fyrir fólk sem snýr aftur heim Það hafi gengið betur síðustu ár að manna stöðurnar og á sama tíma sé meiri aðsókn í hjúkrunarfræði- og læknanám. Fleiri sæki um en komast inn og sumir fari jafnvel út í nám. Það sé hins vegar ekki nægilega vel tekið á móti þeim til baka. Það sé bæði mikill kostnaður við námið en einnig mikil pappírsvinna. Hann segir að það væri, til að fá fólk aftur heim eftir nám, til dæmis hægt að bjóðast til þess að greiða fyrir þau námslánaskuld þeirra. „Við getum notað samskonar reglur og fyrir komur erlendra sérfræðinga sem fá afslátt af tekjuskattinum sínum fyrstu þrjú árin,“ segir Jón Magnús. Þá leggur hann líka til að þessum hópi sé boðin sérstök aðstoð velji það að vinna á ákveðnum svæðum þar sem er skortur á ákveðnum stéttum heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra ræddi þessi sömu mál í Bítinu í gær og nefndi að skipulagið mætti vera betra, innan og utan spítalans. Jón Magnús tekur undir það og nefnir sérstaklega skipulag sem nær aðeins utar en bráðamóttakan. Jón Magnús segir að það hafi verið viðvarandi síðustu tíu ár að um 30 til 40 bíði eftir innlögn. Sú tala hafi ekkert hækkað á þessum tíma. Hann segir það flókna við það að leysa þennan vanda vera meðallegutíma fólks. Hann sé um fjórir dagar og fyrir 20 manns þurfi að gera ráð fyrir 80 rúmum því hver liggi í fjóra daga. Óþægilegar ákvarðanir Hann segir að það sé vel hægt að gera betur. En auk þess sé þetta mikil sóun á fjármunum. Dagurinn á bráðamóttökunni sé miklu dýrari en dagurinn á legudeild og dagurinn á legudeild miklu dýrari en dagurinn á hjúkrunarheimili. „Margar ákvarðanir í heilbrigðiskerfinu eru ekki teknar vegna þess að þær eru óþægilegar,“ segir Jón Magnús. Ákvörðunin sé að það sé „minna óþægilegt“ að hafa fólkið á bráðamóttökunni en að fara í þær aðgerðir sem raunverulega þurfi að fara í. Fram kom í viðtali við Willum Þór í gær í Bítinu að enn séu fimm ár í að meðferðarkjarni Nýja-Landspítalans eigi að opna. Þar verður ný bráðamóttaka sem á að taka við af fimm bráðamóttökum spítalans sem eru á ólíkum stöðum innan spítalans. Þarf að segja það upphátt Jón Magnús segir það alltaf hafa verið stefnuna að þegar Nýi-Landspítalinn opnar þá eigi að loka spítalanum í Fossvogi. Vandamálið við það sé að þá er enn sami fjöldi legurýma og því vandinn ekki leystur. Því telur hann réttast að halda spítalanum í Fossvogi opnum eftir að nýi spítalinn opnar. „Við þurfum að segja upphátt þessa ákvörðun. Við eigum að hafa opið áfram í Fossvoginum,“ segir hann og að það geti verið miklir kostir við það. Spítalinn geti verið héraðsspítalinn, Borgarspítalinn. Heimilislæknar geti vísað fólki þangað í innlögn vegna til dæmis lungnabólgu og þvagfærasýkingar. „Í staðinn fyrir að fólk þurfi að fara á Háskólasjúkrahús allra landsmanna. Sem er dýrara og flóknara fyrirbæri og sem þarf að fá frið til að sinna því hlutverki,“ segir hann og að það sé margt flókið við að reka slíkt sjúkrahús. Hvað varðar byggingu annars spítala, en þess sem er í byggingu, segir hann að það eigi að byrja á því að hugsa um að byggja annan spítala en að það eigi fyrst að taka þetta til skoðunar, að halda spítalanum í Fossvogi opnum. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi Í könnun sem fyrirtækið Prósent gerði nýverið fyrir hlaðvarpið Bakherbergið kom fram að þrátt fyrir langvinna himinháa vexti og verðbólgu mælast heilbrigðismálin ennþá efst þeirra mála sem almenningur á Íslandi vill að stjórnmálaflokkar einblíni á. Niðurstöður könnunarinnar sem birtar voru á Facebook-síðu hlaðvarpsins sýndu að 59% nefna heilbrigðismálin en 51% efnahagsmál, 47% verðbólgu og 41% húsnæðis- og lóðamál. 28. ágúst 2024 10:02 Mikið álag sem bitnar mest á bráðamóttökunni Mikið álag er á deildum Landspítalans sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Yfir tvö hundruð manns hafa leitað á bráðamóttökuna undanfarna tvo daga. 9. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Jón Magnús ræddi stöðu spítalans og bráðamóttökunnar í Bítinu í morgun. Um helgina var á Vísi fjallað um veikindi Emblu Steindórsdóttur, landsliðskonu í handbolta, en hún þurfti að leita á bráðamóttökuna í ágúst og þurft að bíða lengi eftir aðstoð þrátt fyrir að vera með beiðni frá heimilislækni um tafarlausa innlögn. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ræddi sama mál í Bítinu í gær. Hann sagði þetta eitt dæmi þess að bráðamóttakan væri sprungin. Það væri þörf á að byggja nýja bráðamóttöku. Enn eru fimm ár í að ný og stærri bráðamóttaka tekur við þeim fimm eru starfandi á spítalanum í dag. Áætlað er að í meðferðarkjarna Nýja-Landspítalans verði ein stór bráðamóttaka sem tekur við af þeim. Auk þess að hafa starfað um árabil á bráðamóttökunni og hafa verið yfirlæknir þar var Jón Magnús árið 2022 ráðinn í tímabundið verkefni til að leiða viðbragðstreymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu vegna alvarlegrar stöðu innan hennar. Síðustu mánuði hefur hann svo leitt tilraunaverkefni innan spítalans um fjarskiptalækningar. Það er ný þjónusta innan spítalans sem veitir stuðning við heilbrigðisstarfsfólk um land allt sem sinnir bráðaþjónustu. Fjörutíu biðu í morgun Jón Magnús segir mikið hafa breyst á bráðamóttökunni á síðustu tuttugu árum og sérstaklega á síðustu tíu árum. Stærsta vandamálið sé samt alltaf það sama. Að fólk sé fast á bráðamóttökunni og komist ekki annað. „Bara í morgun voru 40 manns í þessari stöðu,“ segir hann og að eftir því sem fólk er eldra og vandi þeirra fjölþættari þá stoppi það lengur. Hann útskýrir að á bráðamóttökunni séu um 35 til 40 meðferðarstæði og ef það eru 40 innlagðir þá er rest á göngunum því það er ekki meira pláss. Þau sem búið er að leggja inn verði að vera stundum í einangrun eða séu að bíða og því þurfi þau sem eru ný að koma á móttökuna að byrja á ganginum. Jón Magnús segir lausnina við þessu tvíþætta. Það vanti meira pláss og fleiri legupláss. „Legudeildirnar eru með 100 og 103 prósent rúmanýtingu. Þannig það er meira en einn í hverju rúmi,“ segir hann og að því sé ekki pláss fyrir fleiri á deild. Jón Magnús að lengi hafi það verið þannig að legupláss séu lokað því það vantar starfsfólk, bæði hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og það hafi verið erfitt. Það hafi komið fyrir að allt að 40 rúm séu lokuð vegna manneklu. Skattaafsláttur og niðurgreiðsla námslána fyrir fólk sem snýr aftur heim Það hafi gengið betur síðustu ár að manna stöðurnar og á sama tíma sé meiri aðsókn í hjúkrunarfræði- og læknanám. Fleiri sæki um en komast inn og sumir fari jafnvel út í nám. Það sé hins vegar ekki nægilega vel tekið á móti þeim til baka. Það sé bæði mikill kostnaður við námið en einnig mikil pappírsvinna. Hann segir að það væri, til að fá fólk aftur heim eftir nám, til dæmis hægt að bjóðast til þess að greiða fyrir þau námslánaskuld þeirra. „Við getum notað samskonar reglur og fyrir komur erlendra sérfræðinga sem fá afslátt af tekjuskattinum sínum fyrstu þrjú árin,“ segir Jón Magnús. Þá leggur hann líka til að þessum hópi sé boðin sérstök aðstoð velji það að vinna á ákveðnum svæðum þar sem er skortur á ákveðnum stéttum heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra ræddi þessi sömu mál í Bítinu í gær og nefndi að skipulagið mætti vera betra, innan og utan spítalans. Jón Magnús tekur undir það og nefnir sérstaklega skipulag sem nær aðeins utar en bráðamóttakan. Jón Magnús segir að það hafi verið viðvarandi síðustu tíu ár að um 30 til 40 bíði eftir innlögn. Sú tala hafi ekkert hækkað á þessum tíma. Hann segir það flókna við það að leysa þennan vanda vera meðallegutíma fólks. Hann sé um fjórir dagar og fyrir 20 manns þurfi að gera ráð fyrir 80 rúmum því hver liggi í fjóra daga. Óþægilegar ákvarðanir Hann segir að það sé vel hægt að gera betur. En auk þess sé þetta mikil sóun á fjármunum. Dagurinn á bráðamóttökunni sé miklu dýrari en dagurinn á legudeild og dagurinn á legudeild miklu dýrari en dagurinn á hjúkrunarheimili. „Margar ákvarðanir í heilbrigðiskerfinu eru ekki teknar vegna þess að þær eru óþægilegar,“ segir Jón Magnús. Ákvörðunin sé að það sé „minna óþægilegt“ að hafa fólkið á bráðamóttökunni en að fara í þær aðgerðir sem raunverulega þurfi að fara í. Fram kom í viðtali við Willum Þór í gær í Bítinu að enn séu fimm ár í að meðferðarkjarni Nýja-Landspítalans eigi að opna. Þar verður ný bráðamóttaka sem á að taka við af fimm bráðamóttökum spítalans sem eru á ólíkum stöðum innan spítalans. Þarf að segja það upphátt Jón Magnús segir það alltaf hafa verið stefnuna að þegar Nýi-Landspítalinn opnar þá eigi að loka spítalanum í Fossvogi. Vandamálið við það sé að þá er enn sami fjöldi legurýma og því vandinn ekki leystur. Því telur hann réttast að halda spítalanum í Fossvogi opnum eftir að nýi spítalinn opnar. „Við þurfum að segja upphátt þessa ákvörðun. Við eigum að hafa opið áfram í Fossvoginum,“ segir hann og að það geti verið miklir kostir við það. Spítalinn geti verið héraðsspítalinn, Borgarspítalinn. Heimilislæknar geti vísað fólki þangað í innlögn vegna til dæmis lungnabólgu og þvagfærasýkingar. „Í staðinn fyrir að fólk þurfi að fara á Háskólasjúkrahús allra landsmanna. Sem er dýrara og flóknara fyrirbæri og sem þarf að fá frið til að sinna því hlutverki,“ segir hann og að það sé margt flókið við að reka slíkt sjúkrahús. Hvað varðar byggingu annars spítala, en þess sem er í byggingu, segir hann að það eigi að byrja á því að hugsa um að byggja annan spítala en að það eigi fyrst að taka þetta til skoðunar, að halda spítalanum í Fossvogi opnum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Bítið Tengdar fréttir Framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi Í könnun sem fyrirtækið Prósent gerði nýverið fyrir hlaðvarpið Bakherbergið kom fram að þrátt fyrir langvinna himinháa vexti og verðbólgu mælast heilbrigðismálin ennþá efst þeirra mála sem almenningur á Íslandi vill að stjórnmálaflokkar einblíni á. Niðurstöður könnunarinnar sem birtar voru á Facebook-síðu hlaðvarpsins sýndu að 59% nefna heilbrigðismálin en 51% efnahagsmál, 47% verðbólgu og 41% húsnæðis- og lóðamál. 28. ágúst 2024 10:02 Mikið álag sem bitnar mest á bráðamóttökunni Mikið álag er á deildum Landspítalans sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Yfir tvö hundruð manns hafa leitað á bráðamóttökuna undanfarna tvo daga. 9. ágúst 2024 14:24 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi Í könnun sem fyrirtækið Prósent gerði nýverið fyrir hlaðvarpið Bakherbergið kom fram að þrátt fyrir langvinna himinháa vexti og verðbólgu mælast heilbrigðismálin ennþá efst þeirra mála sem almenningur á Íslandi vill að stjórnmálaflokkar einblíni á. Niðurstöður könnunarinnar sem birtar voru á Facebook-síðu hlaðvarpsins sýndu að 59% nefna heilbrigðismálin en 51% efnahagsmál, 47% verðbólgu og 41% húsnæðis- og lóðamál. 28. ágúst 2024 10:02
Mikið álag sem bitnar mest á bráðamóttökunni Mikið álag er á deildum Landspítalans sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Yfir tvö hundruð manns hafa leitað á bráðamóttökuna undanfarna tvo daga. 9. ágúst 2024 14:24
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent