Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 12:33 Heimir Hallgrímsson á langt í land með að sanna sig fyrir Eamon Dunphy, sem landsliðsþjálfari Írlands. Næsta tækifæri gefst 10. og 13. október, í útileikjum við Finnland og Grikkland. Getty/Stephn McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira