Þær 25 aðgerðir sem fjármagna á vegna ofbeldis barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2024 13:54 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tók við völdum á Bessastöðum hinn 9. apríl. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga aðgerðum vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum og auka fjármagn til aðgerðanna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í gær. Alvarlegt ofbeldi sem hefur átt sér stað á síðustu misserum undirstrikar þörfina á samstilltu átaki til að bregðast við þróuninni af festu. Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í júní og fjölgar nú úr 14 í 25. Þær snúa m.a. að eflingu meðferðarúrræða, samfélagslögreglu og vettvangsstarfs Flotans, auk eflingar þjónustu við börn í öllum sveitarfélögum á grundvelli farsældarlaga. Löggæsla verður sýnilegri og eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna aukin. Komið verður á fót skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins og úrræði til að vinna með öll ofbeldismál barna. Þá verður undirbúið samfélagsátak í virku samtali við börn og ungmenni, foreldra og aðila sem hafa aðkomu að málefnum barna. Aðgerðir er snúa að samfélagslögreglu, Flotanum, ungmennastarfi í Breiðholti, svæðisbundnu samráði um allt land og eflingu Saman-hópsins til eflingar foreldrastarfs hafa þegar farið af stað. Með aðgerðunum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Mikil samvinna hefur átt sér stað þvert á ráðuneyti og aðila sem starfa að málefnum barna við að kortleggja birtingarmyndir ofbeldis gagnvart og meðal barna og ungmenna. Aðgerðirnar byggja á þessari vinnu. Aðgerðahópur um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum hefur þegar tekið til starfa. Hópurinn mun forgangsraða aðgerðum og hrinda þeim í framkvæmd. Árangur af aðgerðum verður metinn reglulega og þær aðlagaðar eftir þörfum. Aðgerðirnar eru: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræði fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16–17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir – samfélagsátak Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir gegn ofbeldi og móta stefnu til framtíðar Koma á skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins Útbúa leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bregðast við vegna limlestinga á kynfærum barna Uppfæra og samræma verklag hjá öllum heilbrigðisstofnunum landsins í heilbrigðisþjónustu við börn sem eru þolendur ofbeldis Útbúa fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um rétt viðbrögð og verklag Skýra samskipti barnaverndar, lögreglu og heilbrigðisþjónustu um afdrif mála hjá barnavernd Samræma á landsvísu verklag við heilbrigðisþjónustu sem og réttarlæknisfræðilegar skoðanir og sýnatökur þegar grunur er um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi Móta framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi Auka viðbragð og sýnilega löggæslu Auka stuðning við 1., 2. og 3. stigs þjónustu í öllum sveitarfélögum vegna farsældar Styðja við innleiðingu framkvæmdaáætlunarinnar í barnavernd 2023–2027 Auka eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Aðgerðirnar voru kynntar á blaðamannafundi í júní og fjölgar nú úr 14 í 25. Þær snúa m.a. að eflingu meðferðarúrræða, samfélagslögreglu og vettvangsstarfs Flotans, auk eflingar þjónustu við börn í öllum sveitarfélögum á grundvelli farsældarlaga. Löggæsla verður sýnilegri og eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna aukin. Komið verður á fót skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins og úrræði til að vinna með öll ofbeldismál barna. Þá verður undirbúið samfélagsátak í virku samtali við börn og ungmenni, foreldra og aðila sem hafa aðkomu að málefnum barna. Aðgerðir er snúa að samfélagslögreglu, Flotanum, ungmennastarfi í Breiðholti, svæðisbundnu samráði um allt land og eflingu Saman-hópsins til eflingar foreldrastarfs hafa þegar farið af stað. Með aðgerðunum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Mikil samvinna hefur átt sér stað þvert á ráðuneyti og aðila sem starfa að málefnum barna við að kortleggja birtingarmyndir ofbeldis gagnvart og meðal barna og ungmenna. Aðgerðirnar byggja á þessari vinnu. Aðgerðahópur um aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna og gegn börnum hefur þegar tekið til starfa. Hópurinn mun forgangsraða aðgerðum og hrinda þeim í framkvæmd. Árangur af aðgerðum verður metinn reglulega og þær aðlagaðar eftir þörfum. Aðgerðirnar eru: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræði fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16–17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir – samfélagsátak Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir gegn ofbeldi og móta stefnu til framtíðar Koma á skimun fyrir ofbeldi í grunnskólum landsins Útbúa leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að bregðast við vegna limlestinga á kynfærum barna Uppfæra og samræma verklag hjá öllum heilbrigðisstofnunum landsins í heilbrigðisþjónustu við börn sem eru þolendur ofbeldis Útbúa fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsfólk um rétt viðbrögð og verklag Skýra samskipti barnaverndar, lögreglu og heilbrigðisþjónustu um afdrif mála hjá barnavernd Samræma á landsvísu verklag við heilbrigðisþjónustu sem og réttarlæknisfræðilegar skoðanir og sýnatökur þegar grunur er um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi Móta framtíðarsýn heilbrigðisþjónustu við börn sem búa við ofbeldi Auka viðbragð og sýnilega löggæslu Auka stuðning við 1., 2. og 3. stigs þjónustu í öllum sveitarfélögum vegna farsældar Styðja við innleiðingu framkvæmdaáætlunarinnar í barnavernd 2023–2027 Auka eftirfylgni vegna brota barna og ungmenna
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira