„Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 16:56 Brynhildur fann fyrst karlkyns könguló í vínberjaklasanum og henti henni í vaskinn án þess að pæla frekar í því. Eftir frekar grennslan fann hún síðan ekkjuna sjálfa. Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan. Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína. Dýr Matur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu um köngulóna á Facebook. Þar segir að starfsmaður Dýraþjónustunnar hafi sótt könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu. „Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous,“ segir í færslunni. Einnig kemur þar fram að köngulóin innihaldi afar öflugt taugaeitur sem hún gefi frá sér við bit. Það sé þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið sé lítið, en afar sársaukafullt. Húsmóðirin gerði köngulóna að ekkju Brynhildur Helgadóttir, húsmóðir í Grafarvoginum, fann köngulóna þegar hún var að elda kvöldmatinn í gær. Hún var viss um að hin alræmda svarta ekkja væri komin í heimsókn. „Ég var að elda matinn og ætlaði að hafa vínber með salatinu. Ég er ekkert mjög dugleg að skola ávexti almennt þannig ég var ekkert búin að skola þau. Svo tek ég upp einn stilk og þá dettur úr könguló sem er alveg hvít á litinn,“ segir Brynhildur. Hún hafi séð að þetta væri ekki íslensk könguló, sýnt manninum sínum hana en síðan sturtaði henni ofan í vaskinn. Eftir á kom í ljós að um var að ræða karlkyns könguló og því hafi hún verið svo óvenjuleg á litin. „Þegar ég fer að skoða vínberin betur sé ég glitta í rassinn á þessari undirtegund af svörtu ekkjunni. Þau voru þá búin að hreiðra þarna um sig,“ segir hún um köngulóarfjölskylduna. Vonar að köngulóin verði skírð Brynhildur Brynhildur segir að hún hafi verið viss um að köngulóin væri sjálf svarta ekkjan þegar hún sá blettina á baki hennar. Dýraþjónustan hafi svo tilkynnt henni að um væri að ræða skylda tegund en ekki ekkjuna fræga. „Hún er svo auðþekkjanleg, þessir rauðu blettir voru eitthvað sem maður kveikti strax á. Þá panikkaði ég og hrópaði ÞETTA ER SVARTA EKKJAN,“ segir Brynhildur. „Það var mikil geðshræring á heimilinu af því við erum með tvö ung börn.“ Þau hjónin náðu á endanum að koma köngulónni í plasthólf og hringdu á dýraþjónustuna sem kom að sækja ekkjuna og egg hennar. Brynhildur segist þá hafa lagt fram sérstaka ósk. „Ég óskaði sérstaklega eftir því að hún yrði skírð í höfuðið á mér þegar þeir komu og náðu í hana. Ég vona innilega að hún verð skírð Brynhildur,“ segir Brynhildur um mögulega nöfnu sína.
Dýr Matur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira