Leikurinn fór fram á heimavelli Sporting og voru heimamenn með yfirhöndina framan af, staðan í hálfleik var 17-14 Sporting í vil.
𝐇𝐚𝐥𝐟-𝐓𝐢𝐦𝐞
— EHF Champions League (@ehfcl) September 11, 2024
𝐒𝐩𝐨𝐫𝐭𝐢𝐧𝐠 𝐂𝐏 🆚 𝐎𝐫𝐥𝐞𝐧 𝐖𝐢𝐬𝐥𝐚 𝐏𝐥𝐨𝐜𝐤 17:14
𝐏𝐚𝐫𝐢𝐬 𝐒𝐚𝐢𝐧𝐭-𝐆𝐞𝐫𝐦𝐚𝐢𝐧 𝐇𝐚𝐧𝐝𝐛𝐚𝐥𝐥 🆚 𝐇𝐂 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐟𝐚𝐫𝐦 𝐏𝐞𝐥𝐢𝐬𝐭𝐞𝐫 18:13#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/aYmkvuioF5
Í síðari hálfleik juku heimamenn forystuna og unnu á endanum sannfærandi sigur. Þegar flautað var til leiksloka var munurinn kominn fimm mörk, lokatölur 34-28. Orri Freyr skoraði þrjú mörk og var með 100 prósent nýtingu úr horninu. Samkvæmt vef Meistaradeildarinnar varði Viktor Gísli fjögur skot í marki Wisla.
Það var þó ekki eini leikurinn sem fór fram í Portúgal í kvöld þar sem Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto unnu stórsigur á Vitoria, lokatölur 42-22. Porto hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína á leiktíðinni.
Í Svíþjóð tryggði Íslendingalið Kristianstad sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppni kvenna með öruggum níu marka sigri á Eskilstuna, lokatölur 34-25. Kristianstad vann fyrri leik liðanna með 11 marka mun og einvígið því með 20 marka mun.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad og Berta Rut Harðardóttir gerði eitt mark.