Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vopnaburður barna og ungmenna Meðferðarheimili Rangárþing ytra Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun