„Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla. Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira