Innlent

„Upp með pelana og fjörið“

Jakob Bjarnar skrifar
Glatt á hjalla er meðal hinna 25 rekstrarmanna sem eru nú að ljúka smölun.
Glatt á hjalla er meðal hinna 25 rekstrarmanna sem eru nú að ljúka smölun. vísir/vilhelm

Smölun er nú að ljúka eftir níu daga rekstur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vísir var að sjálfsögðu á staðnum og náði tali af hinum knáa fjallkóngi Guðmundi Árnasyni, sem hafði reyndar takmarkaðan tíma til að spjalla við blaðamann.

„Við erum að komast niður í Skaftholtsréttir,“ segir Guðmundur. Hann er á hestbaki eins og allir rekstrarmenn í þessum tiltekna rekstri. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var staddur í Þjórsárdal og myndaði það helsta sem fyrir augu bar.

Guðmundur metur það svo að verið sé að reka í réttir um sextán hundruð fjár.vísir/vilhelm

„Við erum svona 25 fjallmenn að reka og svo kemur ósköp af liði á móti og hjálpar okkur,“ segir Guðmundur en reksturinn var við að ná hámarki þegar blaðamaður náði í hann.

Guðmundur gaf sér örlítinn tíma til að ræða við blaðamann Vísis. Rekstrinum er við að ljúka.vísir/vilhelm

Guðmundur fjallkóngur telur að féð telji um sextán hundruð en hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur, hefur verið fjallkóngur frá 2018.

„Jú, ég ætti að vera það. En það er fullt af góðu fólki með mér þannig að þetta gengur allt.“

Eftir níu daga á fjöllum sjá menn fram á fjörið sem við tekur í réttunum.vísir/vilhelm

Guðmundur telur að réttir hljóti að teljast hápunkturinn á bústörfum. „Og svo er bara upp með pelana og fjörið,“ sagði Guðmundur og þar með var það samtal búið. Við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli:

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×