Viðskipti innlent

Flytja Fri­day's innan Smára­lindar og fjölga stöðunum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Helgi Magnús Hermannsson, Elís Árnason og Jóhannes Birgir Skúlason
Helgi Magnús Hermannsson, Elís Árnason og Jóhannes Birgir Skúlason Aðsend

Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

„Flutningurinn er hluti af stærri og spennandi breytingum í austurenda Smáralindar þar sem á næstu vikum hefjast þar framkvæmdir við nýtt og glæsilegt veitinga- og afþreyingarsvæði sem kynnt verður innan tíðar,“ segir í tilkynningunni.

Þar kemur einnig fram að til standi að fjölga Friday‘s stöðunum á Íslandi. Eigendurnir tóku fyrr á árinu yfir rekstur Grillhússins og hafa þegar breytt Grillhúsinu við Laugaveg í Friday‘s og ætla að breyta Grillhúsinu við Sprengisand sömuleiðis snemma á næsta ári.

Samingar undirritaðir á Sport & Grill. Á myndinni eru Akee rekstrarstjóri Sport & Gill, Jóhannes B Skúlason og Helgi M Hermannsson frá TGI Friday´s og Elís Árnason, Adesso og Sport & GrillAðsend

TGI Friday´s staðir eru vel yfir 900 um heim allan og hafa verið með vinsælli veitingastöðum síðan sá fyrsti var opnaður 1965.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×