Keflvíkingar skutu Eyjamenn upp í Bestu deildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2024 16:03 Eyjamenn fagna hér sigri í Lengjudeildinni og sæti í Bestu deildinni. Vísir Eyjamenn endurheimtu sæti sitt í Bestu deild karla í fótbolta í dag en þá fór fram lokaumferðin í Lengjudeild karla. ÍBV féll í fyrra en kemur strax upp aftur. Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina. Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Eyjamenn þurftu ekki að treysta neinn nema sjálfan sig í lokaumferðinni því sigur nægði liðinu til að vinna deildina og fara upp. Á endanum þurftu Eyjamenn þó að fá hjálp úr Keflavík. ÍBV mætti Leikni upp í Efra-Breiðholti. Róbert Hauksson kom Leiknismönnum í 1-0 á 36. mínútu og það stefndi lengi í heimasigur. Vicente Valor náði að tryggja ÍBV jafntefli með marki úr víti í uppbótartíma. Eyjamenn sluppu því við að fagna eftir tapleik. Þeir vissu þá að Keflvíkingar væru með örugga forystu á móti þeirra helstu keppinautum úr Fjölni. Tekið við titlinumvísir / smári jökullÍBV gat fagnað þrátt fyrir að hafa ekki unnið leikinn. vísir / smári jökullTekið við titlinum.vísir / smári jökullStillt sér upp og tekið við ávísun frá Lengjunni.vísir / smári jökull Næstu fjögur lið, liðin í öðru til fimmta sæti, fara í umspil um hitt lausa sætið. Þar mætast Keflavík og ÍR annars vegar en Fjölnir og Afturelding hins vegar. Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölnismenn. Þeir unnu 4-0 sigur og hjálpuðu ekki aðeins ÍBV, heldur gulltryggðu þeir sér annað sætið og heimaleik í undanúrslitum umspilsins. Kári Sigfússon, Mihael Mlade, Ari Steinn Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson skoruðu mörk Keflavíkurliðsins Afturelding tryggði sér líka sæti í umspilinu með 3-0 sigri á ÍR. Aron Jóhannsson og Elmar Kári Enesson Cogic, úr víti, og Patrekur Orri Guðjónsson skoruðu mörk Mosfellinga. Það var líka spenna í baráttu Njarðvíkinga og ÍR um síðasta sætið inn í umspilið. Njarðvík komst yfir á móti Grindavík og var í góðum málum en Grindvíkingum tókst að snúa leiknum við. Njarðvík og ÍR töpuðu því bæði og það kom sér betur fyrir ÍR-inga sem eru síðasta liðið inn í umspilið. Oumar Diouck kom Njarðvík yfir en Kristófer Konráðsson breytti leiknum með tveimur mörkum með mínútu millibili. Njarðvíkingar jöfnuði undir lokin með marki Marcello Deverlan Vicente en það var ekki nóg. Það var samt spenna á síðustu sekúndum leiks og þetta var líka síðasti leikurinn til að klárast. Úrslitin urðu þó 2-2 og ÍR-ingar gátu fagnað umspilssætinu þrátt fyrir tapleik. Þróttur vann 5-2 sigur á Dalvík/Reyni og Þór Akureyri vann 2-1 útisigur á Gróttu en tapliðin voru bæði fallin niður í 2. deildina.
Lengjudeild karla ÍBV Afturelding Keflavík ÍF ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira