Biðin sem veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 16. september 2024 07:02 Fyrir rúmum tveimur árum opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér. Áhersla er á að tryggja líkamlega, vitræna og félagslega virkni skjólstæðinga á fjölbreyttan hátt og eftir þörfum einstaklinganna sem sækja þjónustuna hverju sinni. Það er fjölbreyttur hópur sem greinist með heilabilun, sum eru eldri, en önnur yngri og enn virk á vinnumarkaði. Flest þeirra detta því miður fljótlega út af vinnumarkaði eftir greiningu á heilabilun og mörg hver alltof snemma vegna vanþekkingar vinnuveitenda. Í kjölfarið einangrast mörg þeirra og draga sig í hlé sem hefur slæm áhrif. Rannsóknir sýna okkur að með því að vera líkamlega, félagslega og vitrænt virk minnkum við ekki einungis líkur á heilabilun heldur geta einstaklingar með heilabilun einnig hægt á framgangi sjúkdómsins, minnkað einkenni og aukið lífsgæði sín. Í dag eru 33 pláss í Seiglunni og eru um 50 einstaklingar um þau pláss á hverjum tíma, sum þeirra mæta alla daga en önnur sjaldnar. Reksturinn er fjármagnaður af Sjúkratryggingum Íslands en rekstrarkostnaður Seiglunnar er um 90 m.kr. á ári sem er ekki há upphæð ef horft til ávinningsins. Aukin lífsgæði þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu Seiglunnar og léttir aðstandenda, er ekki metinn til fjár. En ef við viljum skoða fjárhagslegan ávinning slíks úrræðis fyrir samfélagið er hann umtalsverður. Fyrir hvern mánuð sem við komum í veg fyrir þörf á plássi á hjúkrunarheimili fyrir þá 50 einstaklinga sem sækja þjónustu í Seigluna sparast tæplega 90 m.kr. sem er rekstrarkostnaður Seiglunnar á einu ári. Fjárhagslegi ávinningurinn fyrir samfélagið er því borðleggjandi og augljós. Í dag eru um 60 einstaklingar á biðlista eftir plássi í Seiglunni. Á meðan þau bíða missa þau hratt færni og eru jafnvel komin of langt í sínum sjúkdómi til að þiggja pláss í Seiglunni þegar röðin kemur að þeim. Við þurfum fjármagn til þess að opna annað sambærilegt úrræði líkt og Seigluna sem allra fyrst, því ljóst er að þörfin er aðkallandi og biðin, hún veikir og tekur. Ég vil nota tækifærið og minna á ráðstefnu Alzheimersamtakanna á alþjóðlegum degi Alzheimer þann 21. september á Hótel Reykjavík Grand kl. 12.30 -15.30. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér. Áhersla er á að tryggja líkamlega, vitræna og félagslega virkni skjólstæðinga á fjölbreyttan hátt og eftir þörfum einstaklinganna sem sækja þjónustuna hverju sinni. Það er fjölbreyttur hópur sem greinist með heilabilun, sum eru eldri, en önnur yngri og enn virk á vinnumarkaði. Flest þeirra detta því miður fljótlega út af vinnumarkaði eftir greiningu á heilabilun og mörg hver alltof snemma vegna vanþekkingar vinnuveitenda. Í kjölfarið einangrast mörg þeirra og draga sig í hlé sem hefur slæm áhrif. Rannsóknir sýna okkur að með því að vera líkamlega, félagslega og vitrænt virk minnkum við ekki einungis líkur á heilabilun heldur geta einstaklingar með heilabilun einnig hægt á framgangi sjúkdómsins, minnkað einkenni og aukið lífsgæði sín. Í dag eru 33 pláss í Seiglunni og eru um 50 einstaklingar um þau pláss á hverjum tíma, sum þeirra mæta alla daga en önnur sjaldnar. Reksturinn er fjármagnaður af Sjúkratryggingum Íslands en rekstrarkostnaður Seiglunnar er um 90 m.kr. á ári sem er ekki há upphæð ef horft til ávinningsins. Aukin lífsgæði þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu Seiglunnar og léttir aðstandenda, er ekki metinn til fjár. En ef við viljum skoða fjárhagslegan ávinning slíks úrræðis fyrir samfélagið er hann umtalsverður. Fyrir hvern mánuð sem við komum í veg fyrir þörf á plássi á hjúkrunarheimili fyrir þá 50 einstaklinga sem sækja þjónustu í Seigluna sparast tæplega 90 m.kr. sem er rekstrarkostnaður Seiglunnar á einu ári. Fjárhagslegi ávinningurinn fyrir samfélagið er því borðleggjandi og augljós. Í dag eru um 60 einstaklingar á biðlista eftir plássi í Seiglunni. Á meðan þau bíða missa þau hratt færni og eru jafnvel komin of langt í sínum sjúkdómi til að þiggja pláss í Seiglunni þegar röðin kemur að þeim. Við þurfum fjármagn til þess að opna annað sambærilegt úrræði líkt og Seigluna sem allra fyrst, því ljóst er að þörfin er aðkallandi og biðin, hún veikir og tekur. Ég vil nota tækifærið og minna á ráðstefnu Alzheimersamtakanna á alþjóðlegum degi Alzheimer þann 21. september á Hótel Reykjavík Grand kl. 12.30 -15.30. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun