Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 16. september 2024 08:22 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira