Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Hólmfríður Gísladóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 16. september 2024 08:22 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Yazan hefur verið í Rjóðrinu, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, undanfarnar vikur þangað sem hann var sóttur seint í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Yazan ekki á leiðinni aftur þangað heldur á Barnaspítala Hringsins. Við Rjóðrið á tíunda tímanum í morgun þangað sem talið var að komið yrði aftur með Yazan. Hann er á leiðinni í annað úrræði á Landspítalanum.Vísir/Berghildur „Já, ég hef það ekki staðfest en ég er búinn að heyra það í óstaðfestum fréttum að Yazan sé á leiðinni upp á Landspítala aftur. En lögregla verst enn allra fregna þannig að ég hef ekki heyrt neitt konkret.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, sem var vakinn rétt fyrir miðnætti á Rjóðrinu og fluttur á Keflavíkurflugvöll. Talið er að til hafi staðið að flytja Yazan til Spánar nú í morgunsárið en fréttastofu hefur borist ábending um að hætt hafi verið við flutningana. „Við erum ekkert að fagna núna því við vitum ekki hvað er í gangi og hvað lögregla hyggst gera,“ segir Albert, sem hefur ekki fengið að fylgjast með þróun mála í nótt né ræða við skjólstæðinga sína nema örstutt og án túlks. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkustundum og dögum.“ Albert segir augljóst að eitthvað vanti upp á að mál séu faglega unnin. „Eins og mér skilst var [Yazan] vakinn rétt fyrir klukkan tólf, á milli ellefu og tólf. Síðan er hann búinn að húka í því sem ég get bara lýst sem einangrun eða varðhaldsvist í átta klukkutíma uppi í flugstöð og maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif svona hefur á ungan dreng, sem er þegar mjög viðkvæmur.“ Albert segir framgöngu lögreglu algjörlega ástæðulausa þar sem fjölskylda Yazan hafi aldrei sýnt annað en fullan samstarfsvilja. „Mitt fyrsta takmark er að tryggja að Yazan verði bara ekki fluttur úr landi,“ segir Albert um framhaldið. „Þegar það liggur fyrir mun einhver skoðun eiga sér stað á því hvað átti sér stað hérna og ég veit að réttindagæslumaður hefur líka athugasemdir við málsmeðferðina og þá þjónustu sem Yazan hefur farið á mis við hér á Íslandi.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira