Öryggi sjúklinga – gerum og greinum betur Alma D. Möller skrifar 17. september 2024 08:31 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin setti 17. september sem Alþjóðadag sjúklingaöryggis. Öryggi snýst um það að sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætluð er til að bæta heilsu þeirra og lífsgæði. Því miður verða sk. óvænt atvik sem eruskilgreind í lögum semóhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti að koma í veg fyrir slík atvik því heilbrigðisþjónusta er flókin og hefur flækjustig vaxið hraðar en geta mannsins til að aðlagast þeim breytingum sem fylgja. Talið er að allt að 10% sjúklinga á bráðasjúkrahúsum verði fyrir einhvers konar atviki og að hægt ætti að vera að fyrirbyggja umtalsverðan hluta þeirra. Öruggar sjúkdómsgreiningar Að þessu sinni er þema dagsins öruggar sjúkdómsgreiningar en rétt og tímanleg sjúkdómsgreining er augljóslega forsenda viðeigandi og góðrar meðferðar. Talið er að villur í sjúkdómsgreiningum telji um 16% þeirra atvika sem hægt væri að fyrirbyggja. Um getur verið að ræða seinkaða eða ranga greiningu, að sjúdómur greinist ekki og að sjúklingur sé ekki upplýstur um sjúkdómsgreiningu. Vel þekkt dæmi eru þegar bráð kransæðastífla greinist ekki eða að krabbamein greinist seint. Þá hefur mikilvægi ofgreininga, þ.e. að verið sé að greina og meðhöndla sjúkdóma að óþörfu, orðið æ ljósara. Almennt gildir að þegar alvarleg atvik verða í heilbrigðisþjónustu brestur gjarnan á nokkrum stöðum í keðjunni og er jafnan bæði um að ræða kerfistengda þætti eins og t.d. ónóga mönnun eða skort á þjálfun sem og sk. mannlega þætti t.d. samskiptabresti og gildrur hugans (cognitive errors) eins og sk. rörsýn er dæmi um. Eflum öryggi Alvarlegt atvik snertir auðvitað mest þann sem fyrir verður og getur haft hörmulegar afleiðingar fyrir sjúkling og ástvini. Því þarf að leita allra leiða til að fyrirbyggja alvarleg atvik. Hérlendis er hvað brýnast að bæta mönnun; að tryggja að fjöldi starfsmanna sem og menntun, reynsla og þjálfun þeirra sé í takti við starfsemi og verkefni hverju sinni. Þá þarf vinnuskipulag allt, verkferlar og menning að styðja við öryggi. Mikilvægi þess að virkja sjúklinga og aðstandendur í meðferð og öryggi hefur orðið æ ljósara. Í því samhengi er hér bent á bæklingana Sjúklingaráðin 10 og Örugg dvöl á sjúkrahúsi sem og lög um réttindi sjúklinga. Þema alþjóðadags sjúklingaöryggis á síðastliðnu ári snéri einmitt að því að virkja sjúklinga og hækka raddir þeirra. Samkvæmt Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030 ber stofnunum og veitendum heilbrigiðisþjónustu skylda til þess að vinna að bættu öryggi og gæðum með skipulögðu umbótastarfi, notkun gæðavísa til leiðbeiningar, markvissri úrvinnslu atvika til lærdóms og þjónustukönnunum þar sem viðhorf notenda koma fram. Viðbrögð við alvarlegum atvikum Þegar hlutirnir fara á verri veg og alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verða, sýna rannsóknir að sjúklingar og aðstandendur vilja viðurkenningu á því sem aflaga fór, afsökunarbeiðni og heiðarlegar útskýringar. Að verða fyrir alvarlegu atviki er gríðarlegt áfall og því þarf að sýna hlutaðeigandi samhygð, virðingu og umhyggju. Tryggja þarf viðeigandi stuðning og eftirfylgd fyrir sjúkling og aðstandendur. Þá er mikilvægt fyrir fólk að vita að atvikið verði rannsakað ofan í kjölinn til að finna á því skýringar svo hægt sé að ráðast í raunverulegar úrbætur til að hindra að atvik fái endurtekið sig. Embætti landlæknis hefur gefið út gátlista og leiðbeiningar um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu sem snúa að sjúklingi og aðstandendum, starfsfólki og stofnun. Alvarlegt atvik er sömuleiðis mikið áfall fyrir þá heilbrigðisstarfsmenn sem að koma og er rætt um „hitt fórnarlambið“ (e. second victim) í því samhengi. Það er því brýnt að stofnun veiti einstaklingsmiðaðan og vandaðan stuðning þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda. Málþing og styrkveitingar Í tilefni dagsins verður haldið málþing er snýr að gæðum og öryggi í heilbrigðisþjónustu með áherslu á sjúkdómsgreiningar, í Fróða, sal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8, Reykjavík, kl. 13-17 og verður upptöku að finna á vef embættisins að því loknu. Málþingið er öllum opið. Í lok málþings mun landlæknir afhenda styrki til gæða- og vísindaverkefna úr Minningarsjóði um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason, í fyrsta sinn frá því hann var sameinaður eldri sjóðum embættisins og stofnskrá breytt til samræmis við nútímann. Til þess að efla öryggi þurfum við öll að hjálpast að; stjórnvöld, stofnanir, heilbrigðisstarfsfólk og notendur þjónustu. Það er nauðsynlegt að taka öryggi sjúklinga fastari tökum.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun