Má ekkert gera fyrir millistéttina? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. september 2024 12:31 Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum. Viðreisn hefur aftur og aftur talað um þessa stöðu. Hina ógnarháu vexti krónunnar sem almenningur á Íslandi býr við í öllum alþjóðlegum samanburði. Vextir á Íslandi eru á pari við það sem þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. Verðbólga hefur núna verið yfir markmiðum í fjögur ár. Og það er reyndar ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti náð 2,5% markmiði Seðlabankans. Það yrði þá eftir næstum 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Það er með því lengsta í sögunni. Fólkið sem er að díla við erfið húsnæðislán fær núna þau skilaboð að ætlunin sé að hrifsa burt það úrræði að geta nýtt séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Ég spurði forsætisráðherra í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi út í þau plön ríkisstjórnarinnar að taka burt heimild fólks til að nýta séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Hvaða pólitísku skilaboð eru í því gagnvart millistéttinni ? Ég segi millistéttinni því þetta er úrræði sem launafólk notfærir sér. Er það málið að fólk sem fær verðbólguna á sig af fullum þunga hafi það of gott? Núna er talað um að þetta nýtist sterkefnuðu stóreignafólki. Fólki sem á mjög mikið af eignum. Eins og moldríkt stóreignafólk sé mikið með húsnæðislán á fasteignum sínum. Stóreignafólk lifir af fjármagnstekjum en ekki af launum. Og stóreignafólk borgar ekki heldur í lífeyrissjóði af fjármagnstekjunum. Það er venjulegt millistéttarfólk sem finnur fyrir því að þessi heimild hverfur. Og þetta úrræði hefur reynst millistéttinni vel. Upphæðirnar hafa síðan verið þær sömu í heilan áratug. Hafa sem sagt lækkað verulega að raunvirði og mörkin á þessum heimildum eru frekar lág. Önnur úrræði sem stjórnin hefur lagt upp nýtast eðlilega fyrst og fremst lægri tekjuhópum. Húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur. Hér er eitt úrræði sem fer aðeins lengra upp tekjustigann. En hvað með það? Má ekkert gera fyrir millistéttina? Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Vaxtakostnaður heimila jókst um meira en 30 milljarða í fyrra. Fórnarkostnaður fólks er mikill af ævintýralega háum vöxtum. Viðreisn hefur aftur og aftur talað um þessa stöðu. Hina ógnarháu vexti krónunnar sem almenningur á Íslandi býr við í öllum alþjóðlegum samanburði. Vextir á Íslandi eru á pari við það sem þekkist í stríðshrjáðum ríkjum. Verðbólga hefur núna verið yfir markmiðum í fjögur ár. Og það er reyndar ekki fyrr en haustið 2026 sem gert er ráð fyrir að verðbólga geti náð 2,5% markmiði Seðlabankans. Það yrði þá eftir næstum 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Það er með því lengsta í sögunni. Fólkið sem er að díla við erfið húsnæðislán fær núna þau skilaboð að ætlunin sé að hrifsa burt það úrræði að geta nýtt séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Ég spurði forsætisráðherra í gær í fyrirspurnartíma á Alþingi út í þau plön ríkisstjórnarinnar að taka burt heimild fólks til að nýta séreignasparnað til að greiða inn á húsnæðislán. Hvaða pólitísku skilaboð eru í því gagnvart millistéttinni ? Ég segi millistéttinni því þetta er úrræði sem launafólk notfærir sér. Er það málið að fólk sem fær verðbólguna á sig af fullum þunga hafi það of gott? Núna er talað um að þetta nýtist sterkefnuðu stóreignafólki. Fólki sem á mjög mikið af eignum. Eins og moldríkt stóreignafólk sé mikið með húsnæðislán á fasteignum sínum. Stóreignafólk lifir af fjármagnstekjum en ekki af launum. Og stóreignafólk borgar ekki heldur í lífeyrissjóði af fjármagnstekjunum. Það er venjulegt millistéttarfólk sem finnur fyrir því að þessi heimild hverfur. Og þetta úrræði hefur reynst millistéttinni vel. Upphæðirnar hafa síðan verið þær sömu í heilan áratug. Hafa sem sagt lækkað verulega að raunvirði og mörkin á þessum heimildum eru frekar lág. Önnur úrræði sem stjórnin hefur lagt upp nýtast eðlilega fyrst og fremst lægri tekjuhópum. Húsnæðisbætur, vaxtabætur og barnabætur. Hér er eitt úrræði sem fer aðeins lengra upp tekjustigann. En hvað með það? Má ekkert gera fyrir millistéttina? Höfundur er þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í fjárlaganefnd.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun