Til varnar mennsku kúgarans Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 17. september 2024 15:01 Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni. Eins og við flest hef ég horft með skelfingu á hörmingarnar í Gaza síðastliðið ár. Ég hef líka hlustað á málefnið rætt fram og til baka á ýmsum vettvöngum, af alls konar fólki en alltaf þegar ég heyri talsmenn Ísraelsríkis tala þá verður mér hugsað til Paulo Freire. Málflutningur síonismans er til þess gerður að kúga og afmennska Palestínumenn, en endar alltaf á því að afmennska Ísraelsmenn í leiðinni. Ísraelski málflutningurinn gengur oftast út á að sýna fram á að kúgun Palestínumanna sé einhvers konar sjálfskaparvíti og að Ísrael hafi engra annarra kosta völ en að kúga Palestínumenn. Myndin sem er máluð af Palestínumönnum er mjög ljót og setur þá upp sem illkvittna, ofbeldisfulla og ósiðmenntaða gyðingahatara. Palestínumenn eru sagðir vondir, en í því felst líka að þeir séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum og þar af leiðandi færir um siðferðislegar ákvarðanir. Ísrael, aftur á móti, í ísraelska málflutningnum, er ekki fært um siðferðislega breytni. Allt sem ísraelsk stjórnvöld og ísraelski herinn gera eru, samkvæmt þeirra eigin málflutningi, viðbrögð við einhverju öðru, eins og heimskt dýr sem bregst bara við áreiti. Það er ekki við björninn að sakast að hann ráðist á þig, þú hefðir ekki átt að atast í honum. Þessa sömu áróðurstaktík má líka sjá hjá talsmönnum Rússlands þegar innrásin í Úkraínu er rædd. Ábyrgðin er öll sett á Úkraínu, Vesturlönd og NATO. Þau hefðu ekki átt að hleypa öllum þessum Austur-Evrópuríkjum inn í NATO, þau hefðu ekki átt að vera með herstöðvar nálægt Rússlandi, Úkraína hefði ekki átt að mynda tengsl við ESB og Bandaríkin. Ef þú potar í geitungabúið þá verður þú stunginn. Vladímír Pútín fær í þessum málflutningi ekki að vera viti borinn maður sem getur tekið ákvarðanir út frá siðferðiskennd sinni, hvað þá út frá skynsemi, heldur sem geitungnum sem að stingur vonda úkraínumanninn sem var að pota í búið. Annað dæmi má finna í umræðum um kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hef ég séð mörg dæmi þar sem að þolendum er sjálfum kennt um ofbeldið sem þeir eru beittir. Þar er m.a. bent á klæðaburð kvenna og sagt að þar sem að þær klæddu sig á ákveðinn hátt þá hafi þær verið að „bjóða upp á“ að vera nauðgað, að karlmenn einfaldlega ráði ekki við sig. Ég hef heyrt þessu líkt við það veifa kjötbita framan í úlf og búast við því að hann láti þig í friði. Markmiðið er að kenna konum um það ofbeldi sem þær eru beittar, en karlmenn eru afmennskaðir í leiðinni. Við karlmenn fáum í þessum málflutningi ekki að vera manneskjur, heldur bara óstjórnanleg rándýr sem tryllast þegar þau finna lyktina af blóði. Enn annað dæmi má sjá þegar rædd eru málefni fólks í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Síendurtekið er fólk nauðugt flutt úr landi fyrir þann eina glæp að hafa fæðst á vitlausum stað á hnettinum. Eðlilega blöskrar okkur þessi framganga, sér í lagi þegar börn eiga í hlut, en öllum mótmælum er svarað með því að segja að íslenska ríkið bara einfaldlega geti ekki gert neitt annað en að brottvísa og svipta fólk þjónustu. Útlendingastofnun er bara að fara eftir lögum. Dómsmálaráðherra hefur enga lagaheimild til þess að grípa inn í. Lögreglan er bara að fylgja fyrirmælum. Ekkert af þessu fólki fær að vera manneskjur í þeirra eigin málflutningi, heldur frekar vélar sem geta ekkert annað gert en að fylgja einhverjum óhagganlegum lagakóða. En þetta er bull. Ísraelskir ráðamenn og hermenn eru ekki heimskar skepnur, heldur manneskjur með hjörtu sem slá og geta ákveðið að enda á þjóðarmorðið í Gaza. Vladímír Pútín er ekki geitungur heldur maður og getur bundið enda á stríðið hvenær sem hann vill; syndir NATO og Vesturlanda eru vissulega margar en syndir Pútíns eru hans eigin. Karlmenn eru ekki rándýr heldur vitibornir menn og við erum fullfærir um sjálfstjórn. Dómsmálaráðherra, starfsfólk Útlendingastofnunar og lögregluþjónar eru ekki vélar heldur mannskjur. Í 9. grein siðareglum lögreglu er tekið fram að lögregluþjónum sé ekki skylt að fylgja fyrirmælum sem fara alvarlega gegn siðferðiskennd þeirra, starfsfólk Útlendingastofnunar þarf ekki að beita öllum mögulegum lagaheimildum til brottvísana (og í sumum tilvikum fara fram á brottvísanir sem eru beinlínis ólöglegar) og Dómsmálaráðherra situr í þingmeirihluta og getur hreinlega breytt lögunum. Kúgararnir eru ekki skepnur og vélar, heldur menn. Þar af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir eigin gjörðum, við getum gert þær kröfur til þeirra að þeir sýni af sér mennsku og við ættum aldrei að umbera það að þeir hagi sér eins og skepnur og vélar. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni. Eins og við flest hef ég horft með skelfingu á hörmingarnar í Gaza síðastliðið ár. Ég hef líka hlustað á málefnið rætt fram og til baka á ýmsum vettvöngum, af alls konar fólki en alltaf þegar ég heyri talsmenn Ísraelsríkis tala þá verður mér hugsað til Paulo Freire. Málflutningur síonismans er til þess gerður að kúga og afmennska Palestínumenn, en endar alltaf á því að afmennska Ísraelsmenn í leiðinni. Ísraelski málflutningurinn gengur oftast út á að sýna fram á að kúgun Palestínumanna sé einhvers konar sjálfskaparvíti og að Ísrael hafi engra annarra kosta völ en að kúga Palestínumenn. Myndin sem er máluð af Palestínumönnum er mjög ljót og setur þá upp sem illkvittna, ofbeldisfulla og ósiðmenntaða gyðingahatara. Palestínumenn eru sagðir vondir, en í því felst líka að þeir séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum og þar af leiðandi færir um siðferðislegar ákvarðanir. Ísrael, aftur á móti, í ísraelska málflutningnum, er ekki fært um siðferðislega breytni. Allt sem ísraelsk stjórnvöld og ísraelski herinn gera eru, samkvæmt þeirra eigin málflutningi, viðbrögð við einhverju öðru, eins og heimskt dýr sem bregst bara við áreiti. Það er ekki við björninn að sakast að hann ráðist á þig, þú hefðir ekki átt að atast í honum. Þessa sömu áróðurstaktík má líka sjá hjá talsmönnum Rússlands þegar innrásin í Úkraínu er rædd. Ábyrgðin er öll sett á Úkraínu, Vesturlönd og NATO. Þau hefðu ekki átt að hleypa öllum þessum Austur-Evrópuríkjum inn í NATO, þau hefðu ekki átt að vera með herstöðvar nálægt Rússlandi, Úkraína hefði ekki átt að mynda tengsl við ESB og Bandaríkin. Ef þú potar í geitungabúið þá verður þú stunginn. Vladímír Pútín fær í þessum málflutningi ekki að vera viti borinn maður sem getur tekið ákvarðanir út frá siðferðiskennd sinni, hvað þá út frá skynsemi, heldur sem geitungnum sem að stingur vonda úkraínumanninn sem var að pota í búið. Annað dæmi má finna í umræðum um kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hef ég séð mörg dæmi þar sem að þolendum er sjálfum kennt um ofbeldið sem þeir eru beittir. Þar er m.a. bent á klæðaburð kvenna og sagt að þar sem að þær klæddu sig á ákveðinn hátt þá hafi þær verið að „bjóða upp á“ að vera nauðgað, að karlmenn einfaldlega ráði ekki við sig. Ég hef heyrt þessu líkt við það veifa kjötbita framan í úlf og búast við því að hann láti þig í friði. Markmiðið er að kenna konum um það ofbeldi sem þær eru beittar, en karlmenn eru afmennskaðir í leiðinni. Við karlmenn fáum í þessum málflutningi ekki að vera manneskjur, heldur bara óstjórnanleg rándýr sem tryllast þegar þau finna lyktina af blóði. Enn annað dæmi má sjá þegar rædd eru málefni fólks í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Síendurtekið er fólk nauðugt flutt úr landi fyrir þann eina glæp að hafa fæðst á vitlausum stað á hnettinum. Eðlilega blöskrar okkur þessi framganga, sér í lagi þegar börn eiga í hlut, en öllum mótmælum er svarað með því að segja að íslenska ríkið bara einfaldlega geti ekki gert neitt annað en að brottvísa og svipta fólk þjónustu. Útlendingastofnun er bara að fara eftir lögum. Dómsmálaráðherra hefur enga lagaheimild til þess að grípa inn í. Lögreglan er bara að fylgja fyrirmælum. Ekkert af þessu fólki fær að vera manneskjur í þeirra eigin málflutningi, heldur frekar vélar sem geta ekkert annað gert en að fylgja einhverjum óhagganlegum lagakóða. En þetta er bull. Ísraelskir ráðamenn og hermenn eru ekki heimskar skepnur, heldur manneskjur með hjörtu sem slá og geta ákveðið að enda á þjóðarmorðið í Gaza. Vladímír Pútín er ekki geitungur heldur maður og getur bundið enda á stríðið hvenær sem hann vill; syndir NATO og Vesturlanda eru vissulega margar en syndir Pútíns eru hans eigin. Karlmenn eru ekki rándýr heldur vitibornir menn og við erum fullfærir um sjálfstjórn. Dómsmálaráðherra, starfsfólk Útlendingastofnunar og lögregluþjónar eru ekki vélar heldur mannskjur. Í 9. grein siðareglum lögreglu er tekið fram að lögregluþjónum sé ekki skylt að fylgja fyrirmælum sem fara alvarlega gegn siðferðiskennd þeirra, starfsfólk Útlendingastofnunar þarf ekki að beita öllum mögulegum lagaheimildum til brottvísana (og í sumum tilvikum fara fram á brottvísanir sem eru beinlínis ólöglegar) og Dómsmálaráðherra situr í þingmeirihluta og getur hreinlega breytt lögunum. Kúgararnir eru ekki skepnur og vélar, heldur menn. Þar af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir eigin gjörðum, við getum gert þær kröfur til þeirra að þeir sýni af sér mennsku og við ættum aldrei að umbera það að þeir hagi sér eins og skepnur og vélar. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar