Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa 17. september 2024 14:38 Mörg hundruð eru sagðir hafa særst í sprengingunum. AP Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. Ríkisfjölmiðill Líbanons segja sprengingarnar margar hafa orðið í úthverfum í suðurhluta höfuðborgarinnar Beirút en fregnir hafa einnig borist af særðum Hezbollah-liðum í Sýrlandi. Heimildarmaður Wall Street Journal úr Hezbollah segir að símboðarnir hafi tilheyrt nýrri sendingu sem samtökunum barst á dögunu. Hundruð vígamanna eru sagðir hafa fengið símboða úr sendingunni. Leiðtogar Hezbollah kenna Ísrael um sprengingarnar og heita hefndum. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í dag að rúmlega 2.800 væru særðir og minnst átta væru látnir. Búist er við því að báðar tölur muni hækka. Reuters segir son þingmanns Hezbollah vera meðal hinna látnu. Á myndböndum og myndum sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum má sjá særða menn sem verið er að flytja á sjúkrahús. Liðsmaður Hezbollah segir í samtali við Reuters að um sé að ræða „stærsta öryggisbrestinn til þessa“ frá því að átökin við Ísrael stigmögnuðust í kjölfar stríðsátakanna á Gasa. Mikil óreiða ríkir á sjúkrahúsum í Líbanon. Hér að neðan má sjá myndband frá einu sjúkrahúsi en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Crazy scenes from a hospital in #Lebanon 🇱🇧 as over a 1000 people, including many #Hezbollah members have been injured following the simultaneous detonation of Hezbollah pagers across the country, and further away in #Syria.This has all the hallmarks of a orchestrated attack. pic.twitter.com/XEZQMVFfPg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 17, 2024 Í frétt BBC segir að talsmenn Ísraelshers hafi ekki ekki tjáð sig um málið. Ólíklegt er að Ísraelar muni lýsa yfir ábyrgð eða viðurkenna að hafa gert einhverskonar árás. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Stjórnvöld í Ísrael hafa áður varað við að möguleiki sé á að ráðist verði í hernaðaraðferð til að láta liðsmenn Hezbollah hörfa frá svæðum næst ísraelsku landamærunum. Spjótin beinast, eins og áður hefur komið fram, að yfirvöldum í Ísrael en óljóst er hvernig hægt væri að framvkæma árás sem þessa. Einhverjar fregnir hafa borist af því að fólk hafi fundið símboða sína hitna áður en þeir sprungu og einhverjum hafi tekist að kasta þeim frá sér áður. Eðli málsins samkvæmt er margt enn mjög óljóst en sérfræðingar segja ólíklegt að sprengingar sem myndbönd í drefingu sýna, geti gerst án sprengiefnis. Það er að segja að líklega hafi smáum sprengjum verið komið fyrir í símboðunum. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem eiga að sýna símboða springa í Líbanon. Myndböndin geta vakið óhug. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Hafa varað við notkun snjalltækja Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hefur varað meðlimi samtakanna um að bera farsíma, því yfirvöld í Ísrael geti vaktað þá og fylgst með ferðum þeirra. Sendiherra Írans í Líbanon er einn þeirra sem særðist í dag. Hezbollah hefur um árabil notið mikils stuðnings frá klerkastjórn landsins. Í fyrstu yfirlýsingu leiðtoga Hezbollah segir að símboðarnir hafi sprungið klukkan 15: 30 að staðartíma. Minnst tveir meðlimir samtakanna hafi látið lífið, auk tíu ára stúlku. Þar segir að mikill fjöldi manna hafi særst. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé til rannsóknar og eru meðlimir Hezbollah beðnir um að vera á varðbergi. Fréttin var síðast uppfærð 15:30. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. 13. september 2024 11:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ríkisfjölmiðill Líbanons segja sprengingarnar margar hafa orðið í úthverfum í suðurhluta höfuðborgarinnar Beirút en fregnir hafa einnig borist af særðum Hezbollah-liðum í Sýrlandi. Heimildarmaður Wall Street Journal úr Hezbollah segir að símboðarnir hafi tilheyrt nýrri sendingu sem samtökunum barst á dögunu. Hundruð vígamanna eru sagðir hafa fengið símboða úr sendingunni. Leiðtogar Hezbollah kenna Ísrael um sprengingarnar og heita hefndum. Heilbrigðisráðherra Líbanon sagði í dag að rúmlega 2.800 væru særðir og minnst átta væru látnir. Búist er við því að báðar tölur muni hækka. Reuters segir son þingmanns Hezbollah vera meðal hinna látnu. Á myndböndum og myndum sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum má sjá særða menn sem verið er að flytja á sjúkrahús. Liðsmaður Hezbollah segir í samtali við Reuters að um sé að ræða „stærsta öryggisbrestinn til þessa“ frá því að átökin við Ísrael stigmögnuðust í kjölfar stríðsátakanna á Gasa. Mikil óreiða ríkir á sjúkrahúsum í Líbanon. Hér að neðan má sjá myndband frá einu sjúkrahúsi en vert er að vara lesendur við því að það geti vakið óhug. Crazy scenes from a hospital in #Lebanon 🇱🇧 as over a 1000 people, including many #Hezbollah members have been injured following the simultaneous detonation of Hezbollah pagers across the country, and further away in #Syria.This has all the hallmarks of a orchestrated attack. pic.twitter.com/XEZQMVFfPg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 17, 2024 Í frétt BBC segir að talsmenn Ísraelshers hafi ekki ekki tjáð sig um málið. Ólíklegt er að Ísraelar muni lýsa yfir ábyrgð eða viðurkenna að hafa gert einhverskonar árás. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Stjórnvöld í Ísrael hafa áður varað við að möguleiki sé á að ráðist verði í hernaðaraðferð til að láta liðsmenn Hezbollah hörfa frá svæðum næst ísraelsku landamærunum. Spjótin beinast, eins og áður hefur komið fram, að yfirvöldum í Ísrael en óljóst er hvernig hægt væri að framvkæma árás sem þessa. Einhverjar fregnir hafa borist af því að fólk hafi fundið símboða sína hitna áður en þeir sprungu og einhverjum hafi tekist að kasta þeim frá sér áður. Eðli málsins samkvæmt er margt enn mjög óljóst en sérfræðingar segja ólíklegt að sprengingar sem myndbönd í drefingu sýna, geti gerst án sprengiefnis. Það er að segja að líklega hafi smáum sprengjum verið komið fyrir í símboðunum. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem eiga að sýna símboða springa í Líbanon. Myndböndin geta vakið óhug. 🚨 Breaking: Tens of Hezbollah communication devices are exploding during the past hour. Initial reports state that over one hundred Hezbollah terrorists already injured.Here's footage from two such explosion 👇 pic.twitter.com/rMwdRWsTGB— Dr. Eli David (@DrEliDavid) September 17, 2024 Hafa varað við notkun snjalltækja Hassan Nasrallah, æðsti leiðtogi Hezbollah, hefur varað meðlimi samtakanna um að bera farsíma, því yfirvöld í Ísrael geti vaktað þá og fylgst með ferðum þeirra. Sendiherra Írans í Líbanon er einn þeirra sem særðist í dag. Hezbollah hefur um árabil notið mikils stuðnings frá klerkastjórn landsins. Í fyrstu yfirlýsingu leiðtoga Hezbollah segir að símboðarnir hafi sprungið klukkan 15: 30 að staðartíma. Minnst tveir meðlimir samtakanna hafi látið lífið, auk tíu ára stúlku. Þar segir að mikill fjöldi manna hafi særst. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé til rannsóknar og eru meðlimir Hezbollah beðnir um að vera á varðbergi. Fréttin var síðast uppfærð 15:30.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. 13. september 2024 11:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Samhliða umfangsmiklum loftárásum Ísraela á fjölda skotmarka í Sýrlandi síðastliðinn sunnudag gerðu ísraelskir sérsveitarmenn áhlaup á eldflaugaverksmiðju Hezbollah. Verksmiðjan er sögð hafa verið reist af Írönum við landamæri Sýrlands og Líbanon. 13. september 2024 11:21