Allir fulltrúar meirihlutans, þ.e. borgarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar, greiddu atkvæði með uppfærðum sáttmála, ásamt borgarfulltrúa VG. Auk fjögurra fulltrúa Sjálfstæðisflokks greiddu fulltrúi Sósíalistaflokksins og fulltrúi Flokks fólksins atkvæði gegn sáttmálanum.
Sá fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með sáttmálanum er Sandra Hlíf Ocares, varaborgarfulltrúi,
Vilja forgansraða Sundabraut
Sandra lagði fram bókun um málið ásamt Friðjóni R. Friðjónssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Í bókuninni segir að ráðast verði í stórátak á höfuðborgarsvæðinu til að bæta samgöngur og auka öryggi í umferðinni, með skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi.
„Gjöld af umferð til að fjármagna samgöngumannvirki skulu miðast við notkun, samhliða niðurfellingu vörugjalda af bifreiðum og eldsneyti,“ segir í bókuninni, sem fjallað er um á vef RÚV.
Þá lögðu þau áherslu á að verekefnum yrði forgangsraðað með ákveðnum hætti, til að vinna á þeim „bráðavanda sem miklar og vaxandi umferðatafir valda og tryggja að arðsemi ráði forgangsröðun.“
„Þá telja borgarfulltrúarnir jafnframt að lagning Sundabrautar skuli vera í forgangi. Borgarfulltrúarnir harma höfnun borgarstjórnar að Miklubrautargöngum verði flýtt.“