Ráðist í aðgerðir gegn samskiptaþjónustu sem glæpamenn notuðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2024 09:32 Lögregla lagði hald á vopn, fíkniefni og fjármuni í aðgerðum sínum. Europol Lögregluyfirvöld á Íslandi áttu aðkomu að aðgerðum á dögunum sem miðuðu að því að taka niður dulkóðaðan samskiptamiðil sem notaður var til skipulagðrar glæpastarfsemi. Samkvæmt frétt á vef European Union Agency for Criminal Justice Cooperation var 51 handtekinn í samræmdum aðgerðum víða um heim, þar af 38 í Ástralíu, ellefu á Írlandi, einn á Ítalíu og einn í Kanada. Það voru yfirvöld á Frakklandi sem hófu rannsókn á málinu en samskiptaþjónustan var hýst á vefþjónum í Frakklandi og á Íslandi. Sérfræðingar frá Europol ferðuðust til Íslands, Írlands og Ástralíu til samráðs á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Samkvæmt tilkynningu frá Europol var samkskiptaþjónustan, kölluð Ghost, notið til að skipuleggja sölu og dreifingu fíkniefna, peningaþvætti, ofbeldisverk og önnur brot. Glæpasamtök voru sögð nýta sér þjónustuna, þar sem notendur gátu keypt aðgang án þess að gefa upp neinar persónuupplýsingar og öll samskipti voru vandlega dulkóðuð. Þá var hægt að senda skilaboð í síma með ákveðnum kóða til að eyðileggja öll gögn á viðkomandi símtæki. Þjónustan er sögð hafa verið til sölu í mörgum ríkjum og notendurnir telja þúsundir. Talið er að um þúsund skilaboð hafi verið send í gegnum þjónustuna daglega. Eigendur samskiptamiðilsins eru sagðir hafa verið staðsettir í Ástralíu en fjárhagslegar eignir í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar í Ástralíu miðuðu einnig að því að taka niður fíkniefnaframleiðslu og þá var lagt hald á vopn, fíkniefni og fjármuni. Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Samkvæmt frétt á vef European Union Agency for Criminal Justice Cooperation var 51 handtekinn í samræmdum aðgerðum víða um heim, þar af 38 í Ástralíu, ellefu á Írlandi, einn á Ítalíu og einn í Kanada. Það voru yfirvöld á Frakklandi sem hófu rannsókn á málinu en samskiptaþjónustan var hýst á vefþjónum í Frakklandi og á Íslandi. Sérfræðingar frá Europol ferðuðust til Íslands, Írlands og Ástralíu til samráðs á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Samkvæmt tilkynningu frá Europol var samkskiptaþjónustan, kölluð Ghost, notið til að skipuleggja sölu og dreifingu fíkniefna, peningaþvætti, ofbeldisverk og önnur brot. Glæpasamtök voru sögð nýta sér þjónustuna, þar sem notendur gátu keypt aðgang án þess að gefa upp neinar persónuupplýsingar og öll samskipti voru vandlega dulkóðuð. Þá var hægt að senda skilaboð í síma með ákveðnum kóða til að eyðileggja öll gögn á viðkomandi símtæki. Þjónustan er sögð hafa verið til sölu í mörgum ríkjum og notendurnir telja þúsundir. Talið er að um þúsund skilaboð hafi verið send í gegnum þjónustuna daglega. Eigendur samskiptamiðilsins eru sagðir hafa verið staðsettir í Ástralíu en fjárhagslegar eignir í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar í Ástralíu miðuðu einnig að því að taka niður fíkniefnaframleiðslu og þá var lagt hald á vopn, fíkniefni og fjármuni.
Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira