Sport

Bein út­sending: Bakgarðshlaupið í Heið­mörk

Garpur I. Elísabetarson skrifar
Marlena og Adam hafa verið fyrst í mark síðustu hringi.
Marlena og Adam hafa verið fyrst í mark síðustu hringi. Gummi St.

Áttunda Bakgarðshlaupið fer fram í Heiðmörk um helgina en rúmlega 250 þáttakendur voru skráðir til leiks. Mikil spenna var fyrir hlaupinu en margir af sterkustu hlaupurum landsins taka þátt. Fylgst er með í beinni útsendingu og vaktinni hér að neðan.

Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu á laugardagsmorgun og verður í beinni útsendingu á Vísi alla helgina. 

Eftir fyrstu nóttina voru tíu hlauparar enn að.

Hlaupararnir fá eina klukkustund til að hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og verður hlaupið þar til einungis einn er eftir. Mari Järsk sigraði hlaupið sem fór fram í Öskjuhlíðinni í vor en þá hljóp hún 382 kílómetra.

  • Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir
  • Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir
  • Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir
  • Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir
  • Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur
  • Árið 2023 Heiðmörk: Marlena Radziszewska - 38 hringir
  • Árið 2024 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 57 hringir
  • Árið 2024 Heiðmörk: ?

Fylgst er með gangi mála í Vaktinni hér fyrir neðan: 

Ef Vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða (e.refresh) síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×