Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun