Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Það er enn mikilvægara en áður að tala um tilfinningar en samkvæmt rannsóknarniðurstöðum Rannsókna og greiningar kom í ljós að andleg líðan ungmenna hefur mælst lakari en áður og þá sér í lagi meðal stúlkna á aldrinum 13-18 ára. Það er löng bið eftir sérfræðiaðstoð, skortur á úrræðum fyrir ungmenni og þau hafa oft fáa til að tala við um andlega líðan og tilfinningar. Eins og atburðir síðustu vikna bera til kynna er ástæða til að hafa áhyggjur af vopnaburði barna, sem þrátt fyrir að vera lítill hópur, þá er mikilvægt að grípa inn í. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að forvörnum og stuðningi fyrir þau ungmenni sem á þurfa að halda, ein möguleg lausn felur í sér að gefa börnum og ungmennum tækifæri og rými til að tjá sig um erfiðleika og andlega líðan. Mikilvægt er að til staðar sé úrræði þar sem ungmenni geta leitað sér aðgengilegrar og skilvirkrar þjónustu án kostnaðar, áður en illa fer. Þannig má koma í veg fyrir að erfiðleikar sem eru yfirstíganlegir með markvissri ráðgjöf verði óyfirstíganlegir og geti haft slæmar afleiðingar. Bergið Headspace er úrræði sem brúar bilið í þjónustu við ungt fólk og veitir lágþröskuldaþjónustu við ungmenni á aldrinum 12-25 ára án kostnaðar. Markmið Bergsins er að ungmenni geti mætt í öruggt og notalegt umhverfi og fengið stuðning, ráðgjöf og fræðslu með aðstoð fagfólks.Þar eru engin vandamál of lítil eða stór, það eru engir biðlistar og ekki þarf neina tilvísun til að geta sótt þjónustuna. Ungmenni geta mætt eins oft og þau vilja og rætt um það sem þeim liggur á hjarta. Þar sem það eru næstum sex ár síðan Bergið Headspace hóf starfsemi sína er blásið til samverutónleika þann 26 september í Iðnó. Aðgangseyrir er 3.500 kr og rennur allur ágóði óskiptur til Bergsins Headspace. Má þá líka minnast á að öll geta gerst styrktaraðilar Bergsins Headspace hvort sem það er með stakri greiðslu eða mánaðarlegum styrk og einnig er til sölu varningur á síðu samtakanna sem ég hvet öll til að skoða. Það að hafa tækifæri til að tala um tilfinningar, líðan og fá endurgjöf frá hlutlausum aðila er ómetanlegt og ættu öll að búa að því að geta sótt sér þá þjónustu. Ég veit að ég hefði óskað þess að hafa haft aðgang að sambærilegri þjónustu þegar ég var ung að kljást við kvíða og vanlíðan en ég er viss um að það hefði breytt miklu í mínu lífi. Nú skiptir enn meira máli en áður að hafa kærleikann einan að vopni, standa saman og tala um málin: Tala um tilfinningar.Ég hvet öll til að verja dýrmætum samverutíma með fjölskyldu, vinum, kunningjum, ættingjum, vinnufélögum og hlusta á frábært tónlistarfólk á samverutónleikum Bergsins Headspace. Sýnum samstöðu gegn ofbeldi, fjárfestum í geðheilbrigði, styðjum Bergið og styðjum ungmennin okkar allra. Höfundur er sérfræðingur í velferðarmálum einstaklinga með geðrænar raskanir og stjórnarmeðlimur í Berginu Headspace.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar