Davíð Oddsson stendur ekki við eigin ritsjórnarstefnu - Þolir og birtir ekki gagnrýni á eigin skrif Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. september 2024 07:33 Á dögunum sendi ég eftirfarandi bréf á Davíð Oddsson, en innihald þess mun skýra sig sjálft: „Sæll, Davíð, Í viðhengdri frétt blaðsins, frá 25. september 2009, lýstir þú þinni ritstjórnarstefnu með þessum orðum: „Blað gengur út á að koma gagnrýnisröddum að svo allir geti komist að eigin niðurstöðum þegar öll sjónarmið hafa fengið framgang“. Þetta var fyrir mér fín stefna, stuðningur við frjálsa skoðanmyndun. Í gömlum og góðum anda blaðsins. Nú bregður hins vegar svo við, að þú setur fram ákveðin sjónarmið í Staksteinum 29. ágúst, sem ég er ósammála og vil gagnrýna. Sendi ég því inn svargrein samdægur með beiðni um birtingu. Góð regla alvöru fjölmiðla hefur verið að birta svargreinar innan viku frá birtingu þess pistils, sem verið er að svara. Mín gagnrýni hefur hins vegar ekki „fengið framgang“. Meira en 2 vikur eru liðnar, en svargreinin hefur ekki verið birt. Nýr framleiðslustjóri bað um, að svargreinin yrði stytt, yrði skorinorðaðri. Var við því orðið. Hvað er hér á seyði? Ertu búinn að farga rirstjórnarstefnunni góðu, eða gildir hún bara um alla, nema þig sjálfan? Má ekki gagnrýna þinn málflutning í blaðiðnu? Fyrir mér er þessi afstaða, ef endanlega er, alvarlegt áfall fyrir gæði blaðsins. Ritstjórn útilokar þá ákveðnar skoðanir, og lokar fyrir gagnrýni á sjálfa sig. Það kæmi mér ekki á óvart, að margir góðir og gegnir fyrri ritstjórar blaðsins snúi sér við í gröfinni, ef þetta á að vera þitt síðasta og endanlega orð. Ég hef verið áskirfandi blaðsins í áratugi. Ég tel mig eiga rétt á, að sú stefna, sem þú boðaðir 2009, standi; að ég geti treysti því, að blaðið sé boðberi ólíkra skoðana og málflutnings; „allra sjónarmiða“. Fyrir mér kemur nú endanlega í ljós, hvaða virðingu þú berð, annars vegar, fyrir boðaðri stefnu sjálfs þín, og, hins vegar, fyrir ímynd, gæðum og heiðarleika blaðsins. Vill ritsjórn stuðla að einhliða skoðanamyndun, sem er henni þóknanleg, eða vill hún, að „allir geti komist að eigin niðurstöðum þegar öll sjónarmið hafa fengið framgang“? Ég bíð spenntur eftir þínu svari og viðbrögðum. Fyrir mér er mannorð þitt í húfi. Beztu kveðjur“ Svo mörg voru þau orð. Auðvitað kom ekkert svar og engin birting. Svargreinin, sem Davíð vildi ekki birta, kemur því hér, þar sem frjáls skoðanamyndun gildir: Svar til Staksteina (ritstjóra blaðsins) Í blaðinu í dag, 29. ágúst, tekur ritsjóri blaðsins undir skrif Hjartar J. Guðmundssonar, en hann birti grein í blaðinu í gær, 28. ágúst, með fyrirsögninni „Telja Brussel vera langt í burtu“. Ritstjórinn trúir greinilega staðhæfingum Hjartar, telur þær góðar og gildar og gerir orð Hjartar að sínum. Ristjóri talar um „hálfan þingmann“, en með þessu orðatiltæki vill hann gera lítið úr þeirri staðreynd, að, ef við gengjum í ESB, myndum við fá 6 fulltrúa á Evrópuþingið af þeim 720, sem þingið skipa. Það kaldhæðnislega við þessa tilraun ritstjóra til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, er, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki, Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa,átti forseta framkvæmdastjórnarinnar, áhrifamesta einstakling sambandsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Varðandi fullyrðingu ritstjórans um, „...að möguleikar Íslands til að hafa áhrif yrðu litlir sem engir innan ESB“, skal þetta sagt: Möguleg full og formleg aðild okkar að ESB er feikilega stórt mál fyrir okkur með tilliti til mögulegra áhrifa á þróun og stefnu ríkjasambandsins, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, með okkar eigin framvæmdastjóra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn framkvæmdastjóra – og nefndum 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest væri, fullu neitunarvaldi til jafns við aðra, hvað varðar veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: Skattlagning hvers konar Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með yrtri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum með, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti framkvæmdastjórnarinnar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Allt tal ritstjórans og annarra um, að litlu ríkin séu áhrifalaus innan ESB fær því ekki staðizt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Á dögunum sendi ég eftirfarandi bréf á Davíð Oddsson, en innihald þess mun skýra sig sjálft: „Sæll, Davíð, Í viðhengdri frétt blaðsins, frá 25. september 2009, lýstir þú þinni ritstjórnarstefnu með þessum orðum: „Blað gengur út á að koma gagnrýnisröddum að svo allir geti komist að eigin niðurstöðum þegar öll sjónarmið hafa fengið framgang“. Þetta var fyrir mér fín stefna, stuðningur við frjálsa skoðanmyndun. Í gömlum og góðum anda blaðsins. Nú bregður hins vegar svo við, að þú setur fram ákveðin sjónarmið í Staksteinum 29. ágúst, sem ég er ósammála og vil gagnrýna. Sendi ég því inn svargrein samdægur með beiðni um birtingu. Góð regla alvöru fjölmiðla hefur verið að birta svargreinar innan viku frá birtingu þess pistils, sem verið er að svara. Mín gagnrýni hefur hins vegar ekki „fengið framgang“. Meira en 2 vikur eru liðnar, en svargreinin hefur ekki verið birt. Nýr framleiðslustjóri bað um, að svargreinin yrði stytt, yrði skorinorðaðri. Var við því orðið. Hvað er hér á seyði? Ertu búinn að farga rirstjórnarstefnunni góðu, eða gildir hún bara um alla, nema þig sjálfan? Má ekki gagnrýna þinn málflutning í blaðiðnu? Fyrir mér er þessi afstaða, ef endanlega er, alvarlegt áfall fyrir gæði blaðsins. Ritstjórn útilokar þá ákveðnar skoðanir, og lokar fyrir gagnrýni á sjálfa sig. Það kæmi mér ekki á óvart, að margir góðir og gegnir fyrri ritstjórar blaðsins snúi sér við í gröfinni, ef þetta á að vera þitt síðasta og endanlega orð. Ég hef verið áskirfandi blaðsins í áratugi. Ég tel mig eiga rétt á, að sú stefna, sem þú boðaðir 2009, standi; að ég geti treysti því, að blaðið sé boðberi ólíkra skoðana og málflutnings; „allra sjónarmiða“. Fyrir mér kemur nú endanlega í ljós, hvaða virðingu þú berð, annars vegar, fyrir boðaðri stefnu sjálfs þín, og, hins vegar, fyrir ímynd, gæðum og heiðarleika blaðsins. Vill ritsjórn stuðla að einhliða skoðanamyndun, sem er henni þóknanleg, eða vill hún, að „allir geti komist að eigin niðurstöðum þegar öll sjónarmið hafa fengið framgang“? Ég bíð spenntur eftir þínu svari og viðbrögðum. Fyrir mér er mannorð þitt í húfi. Beztu kveðjur“ Svo mörg voru þau orð. Auðvitað kom ekkert svar og engin birting. Svargreinin, sem Davíð vildi ekki birta, kemur því hér, þar sem frjáls skoðanamyndun gildir: Svar til Staksteina (ritstjóra blaðsins) Í blaðinu í dag, 29. ágúst, tekur ritsjóri blaðsins undir skrif Hjartar J. Guðmundssonar, en hann birti grein í blaðinu í gær, 28. ágúst, með fyrirsögninni „Telja Brussel vera langt í burtu“. Ritstjórinn trúir greinilega staðhæfingum Hjartar, telur þær góðar og gildar og gerir orð Hjartar að sínum. Ristjóri talar um „hálfan þingmann“, en með þessu orðatiltæki vill hann gera lítið úr þeirri staðreynd, að, ef við gengjum í ESB, myndum við fá 6 fulltrúa á Evrópuþingið af þeim 720, sem þingið skipa. Það kaldhæðnislega við þessa tilraun ritstjóra til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, er, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki, Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa,átti forseta framkvæmdastjórnarinnar, áhrifamesta einstakling sambandsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Varðandi fullyrðingu ritstjórans um, „...að möguleikar Íslands til að hafa áhrif yrðu litlir sem engir innan ESB“, skal þetta sagt: Möguleg full og formleg aðild okkar að ESB er feikilega stórt mál fyrir okkur með tilliti til mögulegra áhrifa á þróun og stefnu ríkjasambandsins, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, með okkar eigin framvæmdastjóra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn framkvæmdastjóra – og nefndum 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest væri, fullu neitunarvaldi til jafns við aðra, hvað varðar veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: Skattlagning hvers konar Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með yrtri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum með, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti framkvæmdastjórnarinnar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Allt tal ritstjórans og annarra um, að litlu ríkin séu áhrifalaus innan ESB fær því ekki staðizt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun