Ef Trump tapar kosningunum… Jun Þór Morikawa skrifar 20. september 2024 09:31 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru að verða spennuþrungnari dag frá degi. Ég sé að allir helstu fjölmiðlar á Íslandi eru með sérstaka umfjöllun um kosningarnar þar sem fleiri fylgjast með fréttum og það eru aðeins nokkrar vikur til þriðjudagsins 5. nóvember, þá er kjördagur. Í fyrra gagnrýndi ég Trump og stjórnmálahreyfingu hans harðlega í þessari grein Trump og lýðræðisleg hnignun - Vísir (visir.is)Síðan þá hefur svo margt gerst. Nú síðast hefur Trump lifað tvær morðtilraunir af sem hann kennir Biden og Harris um vegna „hættulegrar orðræðu“ sem hann heldur fram að hafi valdið pólitísku ofbeldi. Þetta er ekkert annað en hrein hræsni. Það er enginn sem notar ofbeldisfyllri, hatursfyllri, og meira ögrandi orðræðu í nútíma bandarískum stjórnmálum en Donald Trump sjálfur. Bara til að nefna örfá dæmi meðal svo margra; Árið 2016 sagði hann stuðningsmönnum sínum að berja „Knock the crap out“ mótmælendur, - þá lofaði hann að hann myndi borga fyrir lögfræðikostnaðinn. Hann sagði að „Second Amendment People“ gæti brugðist við Hillary Clinton og vísaði til þess að stuðningsmenn byssuréttar gætu tekið málin í sínar hendur til að stöðva Hillary Clinton. Hann lagði til að herforinginn Mark Milley, sem var gagnrýninn á hann, ætti skilið aftöku. Hann gerði grín að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings , og eiginmanni hennar sem urðu fyrir hrottalegri árás eins stuðningsmanna hans. Hann kallaði pólitíska andstæðinga sína óvini „meindýr (vermin)“ sem er fasískt hugtak, og sagði að innflytjendamál væru „eitrun í blóði“ Bandaríkjanna, sem er nasista hugtak, sem hann sagði að ætti að "útrýma". Og auðvitað var hann aðalgaurinn sem hvatti til fjöldaofbeldis á pólitískum fundi sínum 6. janúar 2021 í kjölfar árásarinnar á bandaríska þingið. Hann sat og gerði ekkert neitt í meira en tvo tíma til að stöðva múg stuðningsmanna hans ráðast á þingið. Hann lagði jafnvel til að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti, sem fylgdi ekki skipun Trumps um að hafna niðurstöðu kosninganna vottun, ætti skilið að vera hengdur. Hann kallaði þá ofbeldisfullu árásarmenn 6. janúar „þjóðrækna (patriots)“ sem verða náðaðir, verði hann kjörinn forseti. Í nútíma bandarískum stjórnmálum er ekki hægt að gera annan samanburð við Trump sem þrífst í raun í ótta, hatri og reiði fólks. Trump notar oft ofbeldisfulla orðræðu til að efla stuðningsmenn sína á meðan hann elskar að fá athygli og fagnaðarhróp frá hópnum. Það er hann sem hvetur til ofbeldis og haturs með hættulegri orðræðu. Þannig að ef hann tapar kosningunum, sem ég býst við að gerist þar sem ég spái Harris-Walz sigri, verður röð af mjög árásargjarnum illgjörnum athöfnum Trumps til að stöðva friðsamlegt valdaframsal aftur eins og kosningarnar 2020. Hann mun 100% afneita niðurstöðunni og lögmæti kosningana í heild. Hann mun örugglega halda því fram að kosningunum hafi verið hagrætt gegn honum. Hann mun jafnvel afneita heilindum bandaríska réttarkerfisins. Hann mun hóta kosningafulltrúum í sveifluríkjunum (swing states) svo að þeir staðfesti ekki niðurstöðuna. Hann mun gera allt sem þarf til að koma í veg fyrir staðfestingu á niðurstöðu kosninganna. Hann sagði sjálfur fyrr á þessu ári að það yrði „blóðbað (bloodbath)“ ef hann tapaði kosningunum. Að þessu sinni mun andlaus varaforsetaframbjóðandi hans JD Vance, ólíkt Mike Pence, bara fylgja því sem yfirmaður hans segir honum að gera með því að útbreiða og tvöfalda lygar og samsæriskenningar sem myndu leiða til félagslegs glundroða og meira pólitísks ofbeldis. Ég get líka ímyndað mér að áhrifamikill og öflugur einstaklingur eins og Elon Musk, eigandi X, muni taka þátt í slíkri kosningaafneitun (election denialism) og kynda undir reiði almennings. Ég vona svo sannarlega að þetta gerist ekki eins og sagt er hér að ofan. En það er ekki erfitt að ímynda sér hvað Trump og stjórnmálahreyfing hans geta gert. Við höfum séð það. Af þeirri ástæðu get ég ekki séð annað en að glundroði og meira pólitískt ofbeldi muni fylgja í kjölfarið ef Trump tapar kosningunum. Höfundur er með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands og er nú skráður meistaranemi í kennaranámi.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun