Íslenski boltinn

Iðrast gjörða sinna: „Var klár­lega rangt af mér“

Aron Guðmundsson skrifar
Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands.
Gary Martin, sem kom hingað til lands árið 2010 og hefur nánast verið hér síðan þá, er nú á heimleið til Englands. Vísir

Gary Martin segist aldrei munu firra sig ábyrgð frá því sem átti sér stað árið 2021, þegar að hann sem leikmaður ÍBV sýndi af sér athæfi sem varð til þess að hann var rekinn frá félaginu. 

Gary hafði á þeim tíma verið á mála hjá ÍBV síðan árið 2019 þegar að hann gekk til liðs við félagið frá Val. Gary var á þriggja ára samningi hjá ÍBV en árið 2021 var hann kærður af liðsfélaga sínum fyrir að hafa tekið nektarmynd af honum og deilt í lokaða spjallrás leikmanna liðsins á samfélagsmiðlum.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en í kjölfar atviksins rifti ÍBV samningi sínum við Englendinginn sem gaf á sínum tíma út þá skýringu á athæfi sínu að hann hafi verið að reyna vera fyndinn. 

Þrjú ár hafa nú liðið síðan þá og iðrast Gary sem er að kveðja íslenska boltann, að minnsta kosti í bili, gjörða sinna. Hann segist aldrei hafa átt að gera það sem að hann gerði.

„Það var algjörlega mér að kenna. Svona er ég bara,“ segir Gary í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Ég hafði sjálfur lent í svipuðu áður en við bregðumst öll mismunandi við svona. Mín upplifun af því að lenda sjálfur í þessu á sínum tíma þýðir ekki að það sé allt í lagi að sýna af sér svona athæfi gagnvart öðrum. Þetta var klárlega rangt af mér. Hefði aldrei átt að gera þetta. En þetta er búið og gert. Ég tók út mína refsingu og svo heldur lífið áfram. Ég mun hins vegar aldrei forðast ábyrgð í þessu máli. Ég hefði aldrei átt að gera þetta.“

Klippa: Gary Martin iðrast gjörða sinna

Tengdar fréttir

„Ég á Ís­landi líf mitt að þakka“

Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×