Lýðheilsa bætt um 64 milljarða Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 21. september 2024 08:00 Í vikunni var uppfærður sögulegur samgöngusáttmáli samþykktur í borgarstjórn Reykjavíkur. Svo ánægjulega vill til að þetta var gert í evrópsku samgönguvikunni. Samgöngusáttmáli sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldsins er sannkallað tímamótasamkomulag. Samkomulagið er stærra en Reykjavík, stærra en höfuðborgarsvæðið, stærra en stjórnmálaflokkar því það er samkomulag um sameiginlega framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun. Samfylkingin í Reykjavík lagði grunn að hjólaborginni Hlutirnir gerast yfirleitt ekki af sjálfu sér. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin í Reykjavík leitt stefnumótandi vinnu við að skapa lífsgæðaborg og byggja upp innviði fyrir fjölbreytta, vistvæna ferðamáta. Fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo núgildandi hjólreiðaáætlun 2021-2025 sem unnið er eftir. Þessi ákvörðun hefur ýtt undir algera umbreytingu á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, var nefndur níðnöfnum fyrir staðfestu sína í fjölmiðlum. Margir sögðu í hæðnistóni, að enginn vildi hjóla, þetta væri sóun enda vildi fólk ferðast með bílum en ekki hjólum. Raunin varð önnur, sem betur fer. Lagðir hafa verið 43 km af hjólastígum undanfarinn áratug. 500 milljónir króna eru settir árlega í lagningu nýrra hjólastíga. Það er enginn vafi á því með pólitísku hugrekki meirhlutans árið 2010 var ekki bara lagður grunnur að hjólaneti innan borgarinnar heldur líka stofnneti stíga milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu með undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019. Hlutdeild hjólreiða úr 2% í 7% Frá því fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt árið 2010 hefur hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum aukist úr 2% í 7%. Sú áætlun lagði grunn að byltingu sem hefur orðið í notkun hjóla í ferðum í borginni, meðal annars með því að margfalda lengd hjólastíga en markmið í hjólreiðaáætlun er hlutdeild aukist í 10%. Um sístækkandi hóp er að ræða sem gerir kröfur um öryggi, þjónustu og sýnileika, er kominn með sterka rödd og brýnt að á hana sé hlustað. Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera í júní 2021 kom fram að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Í uppfærslu samgöngusáttmálans sést að þarna hlustuðu stjórnmálin á þarfir þegna sinna. Lítið hefur farið fyrir því í fjölmiðlum hversu mikilvægt er að 13% af fjárfestingu uppfærðs samgöngusáttmála er áætlaður í uppbyggingu 80 km af nýjum hjóla- og göngustígum. Það er auðvitað liður í því að koma til móts við þessi 40% sem vilja gjarnan ferðast með öðru en einkabíl sem fyrsta valkost. Íbúar vilja hafa val. Valið hefur fram til þessa verið mjög takmarkað. Það er sem betur að breytast þessi misserin. Lýðheilsa bætt um 64 milljarða Í ábatagreiningu, sem gerð samhliða uppfærslu sáttmálanns, var metið til fjárs heilsufarslegur og samfélagslegur ábati af verkefninu. Í vinnunni var skoðað hvaða fjárhagslegi ávinningur verður til vegna aukinnar hreyfingar fólks í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlaður heilsufarsábati vegna aukinna hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu er um 40 milljarðar króna og ábati vegna fjölgunar þeirra vegfarenda sem ganga til og frá biðstöðvum almenningssamgangna og áfangastaða sinna er áætlaður um 24 milljarðar króna hvort tveggja yfir 50 ára tímabil. Ávinningurinn felst fyrst og fremst í lækkandi tíðni sjúkdóma á borð við sykursýki, hjarta og æðasjúkdóma. Eittþúsund, eitt hundrað og fjörtíu milljarðar króna í samfélagslegan ávinning Heildar samfélagslegur ábati þegar allt reiknast til eru eitt þúsund, eitt hundrað og fjörtíu milljarðar króna yfir 50 ára tímabil. Þá er allt tekið til, tímasparnaður í bíla- umferð og í almenningssamgöngum en íbúar og gestir höfuðborgarsvæðisins, vegfarendur njóta ávinnings í formi styttri ferðatíma, minni tafa ásamt bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Þetta er svo há tala að það þarf að búta hana niður í stærðir sem eru skiljanlegri eins og rekstrargjöld fyrir Skóla og frístundasvið í ár er áætlað 78 milljarða króna á meðan áætluð útgjöld til Landspítalans í fjárlagafrumvarpinu eru 100 milljarðar. Þannig væri hægt að reka Landspítalann í 11 ár fyrir samfélagslegan ábáta af heildar framkvæmdinni. Atkvæði gegn sáttmálanum er atkvæði gegn almannahagsmunum Atkvæði gegn sáttmálanum er atkvæði gegn almannahagsmunum, atkvæði gegn meiri lífsgæðum, atkvæði gegn hreinni loftgæðum, atkvæði gegn bættari lífskjörum og síðast en ekki síst atkvæði gegn betri lýðheilsu. Mögum íbúum í borginni svíður neikvæð umræða vissra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í garð sáttmálans enda skiptir lífsgæðaborgin þá miklu máli. Fólki þykir vænt um borgina sína, það vill hafa val um ferðamáta, hvort það gengur, hjólar, tekur strætó, hoppar upp í Borgalínu, deilibíl eða einkabíl. Það vill tryggja komandi kynslóðum góð lífsgæði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni var uppfærður sögulegur samgöngusáttmáli samþykktur í borgarstjórn Reykjavíkur. Svo ánægjulega vill til að þetta var gert í evrópsku samgönguvikunni. Samgöngusáttmáli sveitarstjórnanna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldsins er sannkallað tímamótasamkomulag. Samkomulagið er stærra en Reykjavík, stærra en höfuðborgarsvæðið, stærra en stjórnmálaflokkar því það er samkomulag um sameiginlega framtíðarsýn og framkvæmdaáætlun. Samfylkingin í Reykjavík lagði grunn að hjólaborginni Hlutirnir gerast yfirleitt ekki af sjálfu sér. Síðustu þrjú kjörtímabil hefur Samfylkingin í Reykjavík leitt stefnumótandi vinnu við að skapa lífsgæðaborg og byggja upp innviði fyrir fjölbreytta, vistvæna ferðamáta. Fyrst með hjólreiðaáætlun 2015-2020 og svo núgildandi hjólreiðaáætlun 2021-2025 sem unnið er eftir. Þessi ákvörðun hefur ýtt undir algera umbreytingu á ferðavenjum borgarbúa eftir mikla uppbyggingu á innviðum hjólastíga. Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson, var nefndur níðnöfnum fyrir staðfestu sína í fjölmiðlum. Margir sögðu í hæðnistóni, að enginn vildi hjóla, þetta væri sóun enda vildi fólk ferðast með bílum en ekki hjólum. Raunin varð önnur, sem betur fer. Lagðir hafa verið 43 km af hjólastígum undanfarinn áratug. 500 milljónir króna eru settir árlega í lagningu nýrra hjólastíga. Það er enginn vafi á því með pólitísku hugrekki meirhlutans árið 2010 var ekki bara lagður grunnur að hjólaneti innan borgarinnar heldur líka stofnneti stíga milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu með undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019. Hlutdeild hjólreiða úr 2% í 7% Frá því fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt árið 2010 hefur hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum aukist úr 2% í 7%. Sú áætlun lagði grunn að byltingu sem hefur orðið í notkun hjóla í ferðum í borginni, meðal annars með því að margfalda lengd hjólastíga en markmið í hjólreiðaáætlun er hlutdeild aukist í 10%. Um sístækkandi hóp er að ræða sem gerir kröfur um öryggi, þjónustu og sýnileika, er kominn með sterka rödd og brýnt að á hana sé hlustað. Í ferðavenjukönnun sem Reykjavíkurborg fékk Maskínu til að gera í júní 2021 kom fram að um 40% þeirra sem aka til vinnu í dag hefðu viljað velja aðra samgöngumáta. Í uppfærslu samgöngusáttmálans sést að þarna hlustuðu stjórnmálin á þarfir þegna sinna. Lítið hefur farið fyrir því í fjölmiðlum hversu mikilvægt er að 13% af fjárfestingu uppfærðs samgöngusáttmála er áætlaður í uppbyggingu 80 km af nýjum hjóla- og göngustígum. Það er auðvitað liður í því að koma til móts við þessi 40% sem vilja gjarnan ferðast með öðru en einkabíl sem fyrsta valkost. Íbúar vilja hafa val. Valið hefur fram til þessa verið mjög takmarkað. Það er sem betur að breytast þessi misserin. Lýðheilsa bætt um 64 milljarða Í ábatagreiningu, sem gerð samhliða uppfærslu sáttmálanns, var metið til fjárs heilsufarslegur og samfélagslegur ábati af verkefninu. Í vinnunni var skoðað hvaða fjárhagslegi ávinningur verður til vegna aukinnar hreyfingar fólks í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Áætlaður heilsufarsábati vegna aukinna hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu er um 40 milljarðar króna og ábati vegna fjölgunar þeirra vegfarenda sem ganga til og frá biðstöðvum almenningssamgangna og áfangastaða sinna er áætlaður um 24 milljarðar króna hvort tveggja yfir 50 ára tímabil. Ávinningurinn felst fyrst og fremst í lækkandi tíðni sjúkdóma á borð við sykursýki, hjarta og æðasjúkdóma. Eittþúsund, eitt hundrað og fjörtíu milljarðar króna í samfélagslegan ávinning Heildar samfélagslegur ábati þegar allt reiknast til eru eitt þúsund, eitt hundrað og fjörtíu milljarðar króna yfir 50 ára tímabil. Þá er allt tekið til, tímasparnaður í bíla- umferð og í almenningssamgöngum en íbúar og gestir höfuðborgarsvæðisins, vegfarendur njóta ávinnings í formi styttri ferðatíma, minni tafa ásamt bættri líkamlegri og andlegri heilsu. Þetta er svo há tala að það þarf að búta hana niður í stærðir sem eru skiljanlegri eins og rekstrargjöld fyrir Skóla og frístundasvið í ár er áætlað 78 milljarða króna á meðan áætluð útgjöld til Landspítalans í fjárlagafrumvarpinu eru 100 milljarðar. Þannig væri hægt að reka Landspítalann í 11 ár fyrir samfélagslegan ábáta af heildar framkvæmdinni. Atkvæði gegn sáttmálanum er atkvæði gegn almannahagsmunum Atkvæði gegn sáttmálanum er atkvæði gegn almannahagsmunum, atkvæði gegn meiri lífsgæðum, atkvæði gegn hreinni loftgæðum, atkvæði gegn bættari lífskjörum og síðast en ekki síst atkvæði gegn betri lýðheilsu. Mögum íbúum í borginni svíður neikvæð umræða vissra borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í garð sáttmálans enda skiptir lífsgæðaborgin þá miklu máli. Fólki þykir vænt um borgina sína, það vill hafa val um ferðamáta, hvort það gengur, hjólar, tekur strætó, hoppar upp í Borgalínu, deilibíl eða einkabíl. Það vill tryggja komandi kynslóðum góð lífsgæði. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar