Ásdís Karen lék allan leikinn fyrir Lillestrøm og hún jafnaði í 1-1 á 33. mínútu, þremur mínútum eftir að Lyn náði forystunni. Eftir mark Ásdísar Karenar gekk Lillestrøm á lagið og vann á endanum þriggja marka sigur, 2-5.
Þetta var þriðji sigur Lillestrøm í röð. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 38 stig, tveimur stigum á eftir Rosenborg sem laut í lægra haldi fyrir Rosenborg, 2-1. Selma Sól Magnúsdóttir var í byrjunarliði Rosenborg en var tekin af velli eftir rúman klukkutíma.
Í þýsku úrvalsdeildinni unnu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í Bayer Leverkusen 0-2 sigur á Essen á útivelli. Karólína var í byrjunarliði Leverkusen og lék fyrstu 71 mínútu leiksins.
Leverkusen er á toppi deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki.