„Það hlaut að koma að því“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2024 19:00 Arnar Gunnlaugsson sást oft fórna höndum á meðan leik stóð. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson tapaði bikarúrslitaleik í fyrsta sinn sem þjálfari í dag, 2-0 gegn KA. Hann segir sína menn í Víking hafa orðið undir í seinni bolta baráttunni og ekki gert vel í að nýta færin fjölmörgu sem liðið skapaði sér. „Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
„Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira