Þar sem náttúran tapar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 22. september 2024 12:00 Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands. Almennt séð verður um gífurlega mikið rask að ræða og munu til dæmis fyrirhugaðar byggingar mölunarverksmiðju Heidelberg sjást frá stöðum líkt og Selvogsvita, Karlsminni, Arnarkeri og fjörunni við Eyrarbakka sem skráðir eru sem áhugaverðir staðir á vefsjá Ferðamálastofu. Verksmiðjan mun sjást á nánast allri gönguleiðinni frá Hafnarnesi að Selvogsvita og áhrifa mun gæta á öðrum svæðum sem nýtt eru til útivistar og geta verið viðkvæm fyrir ásýndaráhrifum enda muni framkvæmdin hafa bein og varanleg áhrif á ásýnd í allt að 20 km fjarlægð frá verksmiðjunni. Mannvirki verksmiðju Heidelberg munu einnig vera umfangsmikil og ráðgert er að lækka efri hluta hraunsins sem hún mun standa á um nokkra metra auk þess sem verulegar breytingar á jarðmyndunum næst ströndinni, vegna afrennslis frá settjörnum og hafnargerðar, munu verða að veruleika. Hafsbotni þarf að raska mjög mikið með dýpkun til að koma upp starfhæfri höfn og gríðarlegri umbreyting mun eiga sér stað á stóru svæði við Þorlákshöfn. Hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem er afar verðmætt svæði eru afskaplega varhugaverðar. Bæði vegna lífríkis eins og komið hefur fram í skrifum margra en einnig mun efnisþörf vegna hafnargerðar verða töluvert umfangsmikil og ekki er fyrir séð úr hvaða námum sú efnistaka eigi að fara fram. Það er nefnilega ekki sjálfbært til framtíðar að einstök sveitarfélög og landeigendur taki ákvarðanir um efnistöku á móbergi (eða hverju öðru hráefni í náttúrunni) á forsendum stakra verkefna heldur þarf að móta heildstæða stefnu byggða á greinagóðu mati til að tryggja megi sjálfbæra landnýtingu og vernd. Samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd njóta ákveðnar jarðmyndanir sérstakrar verndar. Hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis (litla Sandfell) er staðsett á Leitarhrauni sem er rúmlega 5000 ára gamalt. Í hrauninu er að finna marga hella þ.á.m. Raufarhólshelli, Arnarker og Árnahelli. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skal forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra, sem undir greinina falla, nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki til staðar. Mikil áhersla er á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Erfitt er að sjá hvaða brýnu hagsmuni er um að ræða, auk þess er rask á hrauni er varanleg og óafturkræf aðgerð sem verður hvorki bætt né milduð með mótvægisaðgerðum. Heidelberg er einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg bein og óafturkræf áhrif á jarðmyndanir og sjávarbotn. Umfang áhrifanna er mikið þar sem nálega öllu hrauni innan athafnasvæðis verður raskað og heildaráhrif á jarðmyndanir og hafsbotn eru neikvæð að mati sérfræðinga. Lífríki sveitarfélagsins og landsins alls mun bera skaða af. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyrirbæri. Fuglalíf mun einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þá er bent á að grunnsævið verði fyrir varanlegu og óafturkræfu raski með tilheyrandi áhrifum á lífríki þess. Landvernd ályktaði á síðasta landsfundi um mikilvægi þess að koma 5% allra hafsvæða við landið undir stranga vernd og að ráðast þyrfti í viðamiklar rannsóknir á vistkerfum hafbotnsins til að ákvarða hvaða 30% hafsvæða (að lágmarki) þarfnist verndar á grundvelli mikilvægra vistkerfa. Næsta víst er að Selvogsbanki myndi falla þar undir og því glapræði að ráðast í óafturkræfar og eyðileggjandi framkvæmdir á meðan rannsóknarniðurstöður liggja ekki fyrir. Höfundur er leikskólastjóri, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Umhverfismál Ölfus Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands. Almennt séð verður um gífurlega mikið rask að ræða og munu til dæmis fyrirhugaðar byggingar mölunarverksmiðju Heidelberg sjást frá stöðum líkt og Selvogsvita, Karlsminni, Arnarkeri og fjörunni við Eyrarbakka sem skráðir eru sem áhugaverðir staðir á vefsjá Ferðamálastofu. Verksmiðjan mun sjást á nánast allri gönguleiðinni frá Hafnarnesi að Selvogsvita og áhrifa mun gæta á öðrum svæðum sem nýtt eru til útivistar og geta verið viðkvæm fyrir ásýndaráhrifum enda muni framkvæmdin hafa bein og varanleg áhrif á ásýnd í allt að 20 km fjarlægð frá verksmiðjunni. Mannvirki verksmiðju Heidelberg munu einnig vera umfangsmikil og ráðgert er að lækka efri hluta hraunsins sem hún mun standa á um nokkra metra auk þess sem verulegar breytingar á jarðmyndunum næst ströndinni, vegna afrennslis frá settjörnum og hafnargerðar, munu verða að veruleika. Hafsbotni þarf að raska mjög mikið með dýpkun til að koma upp starfhæfri höfn og gríðarlegri umbreyting mun eiga sér stað á stóru svæði við Þorlákshöfn. Hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem er afar verðmætt svæði eru afskaplega varhugaverðar. Bæði vegna lífríkis eins og komið hefur fram í skrifum margra en einnig mun efnisþörf vegna hafnargerðar verða töluvert umfangsmikil og ekki er fyrir séð úr hvaða námum sú efnistaka eigi að fara fram. Það er nefnilega ekki sjálfbært til framtíðar að einstök sveitarfélög og landeigendur taki ákvarðanir um efnistöku á móbergi (eða hverju öðru hráefni í náttúrunni) á forsendum stakra verkefna heldur þarf að móta heildstæða stefnu byggða á greinagóðu mati til að tryggja megi sjálfbæra landnýtingu og vernd. Samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd njóta ákveðnar jarðmyndanir sérstakrar verndar. Hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis (litla Sandfell) er staðsett á Leitarhrauni sem er rúmlega 5000 ára gamalt. Í hrauninu er að finna marga hella þ.á.m. Raufarhólshelli, Arnarker og Árnahelli. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skal forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra, sem undir greinina falla, nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki til staðar. Mikil áhersla er á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Erfitt er að sjá hvaða brýnu hagsmuni er um að ræða, auk þess er rask á hrauni er varanleg og óafturkræf aðgerð sem verður hvorki bætt né milduð með mótvægisaðgerðum. Heidelberg er einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg bein og óafturkræf áhrif á jarðmyndanir og sjávarbotn. Umfang áhrifanna er mikið þar sem nálega öllu hrauni innan athafnasvæðis verður raskað og heildaráhrif á jarðmyndanir og hafsbotn eru neikvæð að mati sérfræðinga. Lífríki sveitarfélagsins og landsins alls mun bera skaða af. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyrirbæri. Fuglalíf mun einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þá er bent á að grunnsævið verði fyrir varanlegu og óafturkræfu raski með tilheyrandi áhrifum á lífríki þess. Landvernd ályktaði á síðasta landsfundi um mikilvægi þess að koma 5% allra hafsvæða við landið undir stranga vernd og að ráðast þyrfti í viðamiklar rannsóknir á vistkerfum hafbotnsins til að ákvarða hvaða 30% hafsvæða (að lágmarki) þarfnist verndar á grundvelli mikilvægra vistkerfa. Næsta víst er að Selvogsbanki myndi falla þar undir og því glapræði að ráðast í óafturkræfar og eyðileggjandi framkvæmdir á meðan rannsóknarniðurstöður liggja ekki fyrir. Höfundur er leikskólastjóri, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun