Þar sem náttúran tapar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 22. september 2024 12:00 Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands. Almennt séð verður um gífurlega mikið rask að ræða og munu til dæmis fyrirhugaðar byggingar mölunarverksmiðju Heidelberg sjást frá stöðum líkt og Selvogsvita, Karlsminni, Arnarkeri og fjörunni við Eyrarbakka sem skráðir eru sem áhugaverðir staðir á vefsjá Ferðamálastofu. Verksmiðjan mun sjást á nánast allri gönguleiðinni frá Hafnarnesi að Selvogsvita og áhrifa mun gæta á öðrum svæðum sem nýtt eru til útivistar og geta verið viðkvæm fyrir ásýndaráhrifum enda muni framkvæmdin hafa bein og varanleg áhrif á ásýnd í allt að 20 km fjarlægð frá verksmiðjunni. Mannvirki verksmiðju Heidelberg munu einnig vera umfangsmikil og ráðgert er að lækka efri hluta hraunsins sem hún mun standa á um nokkra metra auk þess sem verulegar breytingar á jarðmyndunum næst ströndinni, vegna afrennslis frá settjörnum og hafnargerðar, munu verða að veruleika. Hafsbotni þarf að raska mjög mikið með dýpkun til að koma upp starfhæfri höfn og gríðarlegri umbreyting mun eiga sér stað á stóru svæði við Þorlákshöfn. Hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem er afar verðmætt svæði eru afskaplega varhugaverðar. Bæði vegna lífríkis eins og komið hefur fram í skrifum margra en einnig mun efnisþörf vegna hafnargerðar verða töluvert umfangsmikil og ekki er fyrir séð úr hvaða námum sú efnistaka eigi að fara fram. Það er nefnilega ekki sjálfbært til framtíðar að einstök sveitarfélög og landeigendur taki ákvarðanir um efnistöku á móbergi (eða hverju öðru hráefni í náttúrunni) á forsendum stakra verkefna heldur þarf að móta heildstæða stefnu byggða á greinagóðu mati til að tryggja megi sjálfbæra landnýtingu og vernd. Samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd njóta ákveðnar jarðmyndanir sérstakrar verndar. Hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis (litla Sandfell) er staðsett á Leitarhrauni sem er rúmlega 5000 ára gamalt. Í hrauninu er að finna marga hella þ.á.m. Raufarhólshelli, Arnarker og Árnahelli. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skal forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra, sem undir greinina falla, nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki til staðar. Mikil áhersla er á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Erfitt er að sjá hvaða brýnu hagsmuni er um að ræða, auk þess er rask á hrauni er varanleg og óafturkræf aðgerð sem verður hvorki bætt né milduð með mótvægisaðgerðum. Heidelberg er einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg bein og óafturkræf áhrif á jarðmyndanir og sjávarbotn. Umfang áhrifanna er mikið þar sem nálega öllu hrauni innan athafnasvæðis verður raskað og heildaráhrif á jarðmyndanir og hafsbotn eru neikvæð að mati sérfræðinga. Lífríki sveitarfélagsins og landsins alls mun bera skaða af. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyrirbæri. Fuglalíf mun einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þá er bent á að grunnsævið verði fyrir varanlegu og óafturkræfu raski með tilheyrandi áhrifum á lífríki þess. Landvernd ályktaði á síðasta landsfundi um mikilvægi þess að koma 5% allra hafsvæða við landið undir stranga vernd og að ráðast þyrfti í viðamiklar rannsóknir á vistkerfum hafbotnsins til að ákvarða hvaða 30% hafsvæða (að lágmarki) þarfnist verndar á grundvelli mikilvægra vistkerfa. Næsta víst er að Selvogsbanki myndi falla þar undir og því glapræði að ráðast í óafturkræfar og eyðileggjandi framkvæmdir á meðan rannsóknarniðurstöður liggja ekki fyrir. Höfundur er leikskólastjóri, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Umhverfismál Ölfus Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar framkvæmdir vegna atvinnustarfsemi í og við Þorlákshöfn, sem mikið hefur verið fjallað um undanfarið, hafa vakið ugg hjá mörgum íbúum svæðisins. Iðnaðarsvæðið vestan Þorlákshafnar munu nefnilega verða mjög sýnilegt og gjörbreyta ásýnd strandsvæðisins til frambúðar að mati Náttúrufræðistofnun Íslands. Almennt séð verður um gífurlega mikið rask að ræða og munu til dæmis fyrirhugaðar byggingar mölunarverksmiðju Heidelberg sjást frá stöðum líkt og Selvogsvita, Karlsminni, Arnarkeri og fjörunni við Eyrarbakka sem skráðir eru sem áhugaverðir staðir á vefsjá Ferðamálastofu. Verksmiðjan mun sjást á nánast allri gönguleiðinni frá Hafnarnesi að Selvogsvita og áhrifa mun gæta á öðrum svæðum sem nýtt eru til útivistar og geta verið viðkvæm fyrir ásýndaráhrifum enda muni framkvæmdin hafa bein og varanleg áhrif á ásýnd í allt að 20 km fjarlægð frá verksmiðjunni. Mannvirki verksmiðju Heidelberg munu einnig vera umfangsmikil og ráðgert er að lækka efri hluta hraunsins sem hún mun standa á um nokkra metra auk þess sem verulegar breytingar á jarðmyndunum næst ströndinni, vegna afrennslis frá settjörnum og hafnargerðar, munu verða að veruleika. Hafsbotni þarf að raska mjög mikið með dýpkun til að koma upp starfhæfri höfn og gríðarlegri umbreyting mun eiga sér stað á stóru svæði við Þorlákshöfn. Hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem er afar verðmætt svæði eru afskaplega varhugaverðar. Bæði vegna lífríkis eins og komið hefur fram í skrifum margra en einnig mun efnisþörf vegna hafnargerðar verða töluvert umfangsmikil og ekki er fyrir séð úr hvaða námum sú efnistaka eigi að fara fram. Það er nefnilega ekki sjálfbært til framtíðar að einstök sveitarfélög og landeigendur taki ákvarðanir um efnistöku á móbergi (eða hverju öðru hráefni í náttúrunni) á forsendum stakra verkefna heldur þarf að móta heildstæða stefnu byggða á greinagóðu mati til að tryggja megi sjálfbæra landnýtingu og vernd. Samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd njóta ákveðnar jarðmyndanir sérstakrar verndar. Hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis (litla Sandfell) er staðsett á Leitarhrauni sem er rúmlega 5000 ára gamalt. Í hrauninu er að finna marga hella þ.á.m. Raufarhólshelli, Arnarker og Árnahelli. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skal forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra, sem undir greinina falla, nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki til staðar. Mikil áhersla er á að einungis mjög ríkir hagsmunir geti réttlætt röskun og þá fyrst og fremst brýnir almannahagsmunir. Erfitt er að sjá hvaða brýnu hagsmuni er um að ræða, auk þess er rask á hrauni er varanleg og óafturkræf aðgerð sem verður hvorki bætt né milduð með mótvægisaðgerðum. Heidelberg er einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg bein og óafturkræf áhrif á jarðmyndanir og sjávarbotn. Umfang áhrifanna er mikið þar sem nálega öllu hrauni innan athafnasvæðis verður raskað og heildaráhrif á jarðmyndanir og hafsbotn eru neikvæð að mati sérfræðinga. Lífríki sveitarfélagsins og landsins alls mun bera skaða af. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyrirbæri. Fuglalíf mun einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þá er bent á að grunnsævið verði fyrir varanlegu og óafturkræfu raski með tilheyrandi áhrifum á lífríki þess. Landvernd ályktaði á síðasta landsfundi um mikilvægi þess að koma 5% allra hafsvæða við landið undir stranga vernd og að ráðast þyrfti í viðamiklar rannsóknir á vistkerfum hafbotnsins til að ákvarða hvaða 30% hafsvæða (að lágmarki) þarfnist verndar á grundvelli mikilvægra vistkerfa. Næsta víst er að Selvogsbanki myndi falla þar undir og því glapræði að ráðast í óafturkræfar og eyðileggjandi framkvæmdir á meðan rannsóknarniðurstöður liggja ekki fyrir. Höfundur er leikskólastjóri, oddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi og stjórnarkona í hreyfingunni.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun