„Höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 17:06 Haraldur Freyr Guðmundsson er þjálfari Keflvíkinga. vísir/diego Keflavík tók á móti ÍR í seinni leik liðana í undanúrslitum umspilsins fyrir Bestu deildina í dag. Það var ÍR sem hafði betur með þremur mörkum gegn tveim en það kom ekki að sök þar sem Keflavík vann einvígið með sex mörkum gegn fjórum. „Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“ Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
„Tilfinningin er smá blendin, við náttúrulega töpuðum þessum leik hérna en við vinnum einvígið 6-4 og við erum komnir í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli og það verður bara hörku verkefni og gaman.“ Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í dag. Það voru gestirnir úr Breiðholtinu sem byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu að jafna einvígið í fyrri hálfleiknum og viðurkenndi Haraldur Freyr að það fór svolítið um þá á bekknum. „Jú alveg klárlega. Þetta var ekki alveg eins og við sáum þetta fyrir en ÍR liðið er bara mjög gott fótboltalið og gefast aldrei upp og eru baráttuglaðir. Við vorum bara undir í fyrri hálfleik og menn kannski komnir með hausinn á Laugardalsvöll áður en þessi leikur var búinn.“ „Í fyrri hálfleik þá bara mættum við ekki til leiks og þeir bara gengu á lagið og allt í einu var bara allt orðið jafnt en við fórum aðeins yfir málin í hálfleik og allt annað lið sem kemur hérna út í seinni hálfleik og á endanum vinnum við einvígið 6-4 og það er sanngjarnt finnst mér.“ Keflavík náði inn marki alveg undir restina á fyrri hálfleiknum og rétt sluppu inn í hálfleik yfir í einvíginu. „Öll mörk eru oftast mikilvæg en ég held að við höfum bara aldrei verið jafn fegnir að fá hálfleik til þess að geta farið og endurstillt okkur aðeins. Við vorum bara ekki með hausinn til staðar og við vorum bara komnir langt fram úr okkur og það var ekki gott. Orkan sem við byrjuðum með hún var bara alls ekki nógu góð.“ Keflavík gerðu strax tvær breytingar í hálfleik sem hristu upp í liðinu. „Já það þurfa að vera einhverjar afleiðingar. Við getum ekki sett sama lið inn á. Ég hefði getað tekið alla útaf en ákváðum að taka þessa tvo [Ara Stein Guðmundsson og Rúnar Ingi Eysteinsson] og inn á komu Sindri [Snær Magnússon] og Sami [Kamel] með mikil gæði og mikla reynslu og við náðum betri stjórn í seinni hálfleik.“
Lengjudeild karla Keflavík ÍF ÍR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira