„Við verðum að fylgja lögum“ Hópur listafólks skrifar 23. september 2024 11:03 „Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
„Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun