Reikna með 700 þúsund ferðamönnum í Reykjadal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2024 22:02 Í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal á hverju ári en reiknað er með að þeir verði um 700 þúsund þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar. Það er engin lognmolla í Reykjadal við Hveragerði en þar er hafin mikil uppbygging, sem þýðir þegar allt er búið að þá er reiknað með að þangað komi um 700 þúsund ferðamenn árlega en í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal, enda staðurinn mjög vinsæll fyrir náttúrufegurð sína. En nú á að spýta enn frekar í og byggja upp í viðbót glæsilega aðstöðu á svokölluðu Árhólmasvæði við rætur Reykjadals. „Reykjaböðin eru ný náttúrböð, náttúrulón, sem er eins og hefur komið fram, fullfjármagnað verkefni í kringum þúsund fermetra lón með síðan tilheyrandi mannvirkjum. En það sem á eftir að koma síðan er gisting í kringum 50 til 70 svona kofar og svo erum við líka að tala um viðburðarými og sali fyrir hópa og viðburði,” segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins. Brynjólfur segir að Reykjaböðin munu bjóða upp á fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi en svæðið er einstaklega vel staðsett því mikill jarðhiti er á svæðinu og því gott aðgengi að heitu vatni. Og ekki spillir staðsetningin fyrir, stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins (t.v.) og Pétur Georg Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem eru mjög spenntir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu. „Við erum náttúrulega ótrúlega spennt fyrst og fremst fyrir svona viðamikilli uppbyggingu. Verkefnið er metnaðarfullt og vel hannað og í raun og veru er þetta svona ákveðið fyrirmyndar verkefni hvernig sveitarfélög og einkageirinn geta komið saman og unnið og þróað svona verkefni þangað til allir eru sáttir,” segir Pétur Georg Markan, bæjarstjóri. Og svona mun svæðið líta út þegar það verður fullbyggt. Verkefnið er nú þegar fullfjármagnað.Aðsend Og eitt af því allra vinsælasta í Reykjadal í dag er að svífa niður kambana og inn í dalinn og njóta fallegs útsýnis á meðan. Hér má sjá endanlegt útlit svæðisins.Aðsend Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Það er engin lognmolla í Reykjadal við Hveragerði en þar er hafin mikil uppbygging, sem þýðir þegar allt er búið að þá er reiknað með að þangað komi um 700 þúsund ferðamenn árlega en í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal, enda staðurinn mjög vinsæll fyrir náttúrufegurð sína. En nú á að spýta enn frekar í og byggja upp í viðbót glæsilega aðstöðu á svokölluðu Árhólmasvæði við rætur Reykjadals. „Reykjaböðin eru ný náttúrböð, náttúrulón, sem er eins og hefur komið fram, fullfjármagnað verkefni í kringum þúsund fermetra lón með síðan tilheyrandi mannvirkjum. En það sem á eftir að koma síðan er gisting í kringum 50 til 70 svona kofar og svo erum við líka að tala um viðburðarými og sali fyrir hópa og viðburði,” segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins. Brynjólfur segir að Reykjaböðin munu bjóða upp á fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi en svæðið er einstaklega vel staðsett því mikill jarðhiti er á svæðinu og því gott aðgengi að heitu vatni. Og ekki spillir staðsetningin fyrir, stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins (t.v.) og Pétur Georg Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem eru mjög spenntir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu. „Við erum náttúrulega ótrúlega spennt fyrst og fremst fyrir svona viðamikilli uppbyggingu. Verkefnið er metnaðarfullt og vel hannað og í raun og veru er þetta svona ákveðið fyrirmyndar verkefni hvernig sveitarfélög og einkageirinn geta komið saman og unnið og þróað svona verkefni þangað til allir eru sáttir,” segir Pétur Georg Markan, bæjarstjóri. Og svona mun svæðið líta út þegar það verður fullbyggt. Verkefnið er nú þegar fullfjármagnað.Aðsend Og eitt af því allra vinsælasta í Reykjadal í dag er að svífa niður kambana og inn í dalinn og njóta fallegs útsýnis á meðan. Hér má sjá endanlegt útlit svæðisins.Aðsend
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira