Arnar sagður líklegur til að taka við í Skotlandi Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 19:47 Arnar Gunnlaugsson hefur vakið athygli út fyrir landssteinana. vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Víkings, er ofarlega á lista yfir þá sem veðbankar í Bretlandi telja líklega til að taka við Hearts í Skotlandi. Steven Naismith, fyrrum leikmaður Everton á Englandi, var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Hearts um helgina eftir 2-1 tap fyrir St. Mirren í skosku úrvalsdeildina. Hearts situr á botni skosku deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. Sjá einnig: Ekki heyrt frá Hearts Liðið er í stjóraleit og samkvæmt breskum veðbönkum er Arnar á lista yfir þá líklegri til að taka við þeim purpurarauðu í Edinborg. Líkurnar á næsta stjóra Hearts samkvæmt SkyBet í Bretlandi.Skjáskot Skotinn Alex Neil, sem stýrði Norwich um tíma í ensku úrvalsdeildinni, er efstur á lista veðbanka, Stephen Robinson, stjóri St. Mirren sem lagði Hearts um helgina, er annar en Arnar er svo þriðji. Þriðjungslíkur eru taldar á því að Neil taki við, rétt rúmlega 30 prósent líkur eru settar við Robinson og 25 prósent líkur á því að Arnar taki við skoska liðinu. Þar fyrir neðan er Derek McInnes með 22,2 prósent líkur og John McGlynn með 20 prósent. Hearts gerði vel á síðustu leiktíð og hafnaði í þriðja sæti skosku deildarinnar og er byrjun þessarar leiktíðar þeim mun meiri vonbrigði. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Undir stjórn Arnars varð Víkingur Íslandsmeistari 2021 og í fyrra. Liðið vann þá bikarkeppnina fjögur skipti í röð, frá 2019 til 2023, en keppnin 2020 var lögð af vegna kórónuveirufaraldursins. Víkingur tapaði um helgina bikarúrslitum í fyrsta sinn í fimm ár þegar KA vann 2-0 sigur í Laugardalnum. Liðið berst um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en liðin eru jöfn á toppi Bestu deildarinnar eftir 22 umferðir. Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjá meira
Steven Naismith, fyrrum leikmaður Everton á Englandi, var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá Hearts um helgina eftir 2-1 tap fyrir St. Mirren í skosku úrvalsdeildina. Hearts situr á botni skosku deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sex umferðir. Sjá einnig: Ekki heyrt frá Hearts Liðið er í stjóraleit og samkvæmt breskum veðbönkum er Arnar á lista yfir þá líklegri til að taka við þeim purpurarauðu í Edinborg. Líkurnar á næsta stjóra Hearts samkvæmt SkyBet í Bretlandi.Skjáskot Skotinn Alex Neil, sem stýrði Norwich um tíma í ensku úrvalsdeildinni, er efstur á lista veðbanka, Stephen Robinson, stjóri St. Mirren sem lagði Hearts um helgina, er annar en Arnar er svo þriðji. Þriðjungslíkur eru taldar á því að Neil taki við, rétt rúmlega 30 prósent líkur eru settar við Robinson og 25 prósent líkur á því að Arnar taki við skoska liðinu. Þar fyrir neðan er Derek McInnes með 22,2 prósent líkur og John McGlynn með 20 prósent. Hearts gerði vel á síðustu leiktíð og hafnaði í þriðja sæti skosku deildarinnar og er byrjun þessarar leiktíðar þeim mun meiri vonbrigði. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Undir stjórn Arnars varð Víkingur Íslandsmeistari 2021 og í fyrra. Liðið vann þá bikarkeppnina fjögur skipti í röð, frá 2019 til 2023, en keppnin 2020 var lögð af vegna kórónuveirufaraldursins. Víkingur tapaði um helgina bikarúrslitum í fyrsta sinn í fimm ár þegar KA vann 2-0 sigur í Laugardalnum. Liðið berst um Íslandsmeistaratitilinn við Breiðablik en liðin eru jöfn á toppi Bestu deildarinnar eftir 22 umferðir.
Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Sport